Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 17
María Higgims viar ekki með neitt
blað. Hún fann átakamlega til þess,
hve henni var ofaukið. Hún sötraði
tómatsafann sinn og virti fyrir sér
skæran lit hans.
.... Herbergið var fullt af fagur
lega búnu fólki, sem drakk, talaði og
martaði í ljúffenga smárétti.
„Wallace, kæri vinur — hvar er
konan þín?" spurði Englendimgurinn
smarlegi ,s>em var kominn til að kynna
sér rekstur bamkans, þar sem Wallace
vann. „Þetta mær engri átt — boð,
þar sem kona gestgjafans sést ekki".
í þessum svifum opnuðust dyrnar,
og imn sveif kona í svörtum kjól,
sem féll freistandi að spengilegum
H'kama hennar.
„Er þetta sjálf frú Higgins?" íeið
yfir varir einhvers gestsins.
„Hvað er hún gömul?"
„Það veit enginn. En. hún getur
ekki verið meira en þrítug".
„Ó, ef vaxtarlagið mitt væri svona!"
Konan í svarta kjólmum leið fram
hjá mammi sínum til Engl'endingsims.
, „Ég verð að biðja yður að afsaka,
hvað ég varð sein fyrir", kurraði hún
kverkmælt. „Ég vona, að yður hafi
ekki leiðzt". Hún leit á hanm leiftr-
andi augum og hallaði sléttgreiddu
höfðinu ofurlítið aftur á við á meðan
hún talar við hann. Englendingurinn
stóð sem bergnuimimm. „Má ég færa
yður annað glas?" spurði hún eggj-
andi með augun fest á honum.
„Já já, þakka yður fyrir".
Hún snýr sér við meS hægð, og
hinn fagri "líkami hennar iðar tæl-
amdi.
„Fjandinm eigi það!" stundi Eng-
lendingurinm, „þetta er þó lagleg
giimbur ..."
„Get ég fengið meiri súpu, María?"
Frú Higgins spratt upp eins og
fjöður, velti um tómatasafaglasimu
sínu og sigldi með súpudiskrnn fram
í eldhúsið. Wallace ætíaðist ævinlega
til þess, að hún brygði fljótt við og
gerði þó allt af vandvirkmi. En hún
þurfti að venja sig á meiri aðgæzlu.
Wallace var búinn að fletta við
blaði, og nú byrjaði bann að l'esa efst
á annarri sígu um leiS og hann tók
til við seinni súpudiskimn.
„Ég sé, að safniíJ okkar hérna hef-
ur fengið eitfhvað af verkum gömlu
meistaranna að láni frá Evrópu til
sýningar hér", sagði hann. „Við verð
um að fara þangað. Þeir kunna að
halda á pensli, þessir gömlu karlar"
Og svo hélt h&nn áfram að renna aug
um yfir síðuna.
„Þér komið of sejnt, Engill",
sagði meistarimn. Hann var með koll-
húfu, sem hékk skáhallt yfir annað
augað, og kl'æddur síðum kyrtli, sem
allur var ataður litum. Hann greipaði
næmri rhendi nokkra vota pensla.
hélt á litaspjaldi í hinni.
Konan geikk inn, svart silkið f
klæðum hennar lá í fellingum. Hör-
undið var hvítt sem postulín, og tign-
arsvipurinn á andliti hennar naut sín
enn betur en ella vegma hins mikla,
svarta hárs, sem vafið var í lausan
hnút ofan á höfðinu. Axlirnar voru
naktar.
„Megið þér kalla mig Éngil?"
spurði hún blíðri röddu, þó örlítið
ertnislega.
„Megið þér ávallt vera svona fög-
ur", tuldraði meistarinn. „En nóg
um það. Móna Lísa er fullgerð, og
sumum vin.a minna gezt fremur vel
að henni. En myndin af yður mun
gera mig ódauðlegan. Setjizt hér!"
bætti hann hranalega við, því að hann
vildi dylja auðsæja geðshræringu
sína.
Hún hagræddi sér á sessunum og
setti sig í stellingar. Fyrst málaði
hann af kappi, leit við og við til
hennar. Smám saman varð honum
starsýnma á hana, og loks fleygði
hann frá sér penslunum, gekk ti'l
hennar og þrýsti hendur hennar.
„Kæra, kæra Moníka! Andlit yðar
er þvílík fullkomnun, vaxtarlag yðar
svo heillandi, að ég get ekki lengur
hamið tilfinningar mínar frekar en
vWlta fugl'a. Ég get ekki að mér gert
lengur, ástin mín. Yfirgefið þennan
auvirðilega eiginmann yðar, sem aldr-
ei virðir yður neins. Við sjáum okkur
eimhverm veginn farborða, ef ég get
selt Móna Lísu. Þér verðið að koma
til mín, ég get ekki lifað stundinni
lengur ám yðar. Segið, að þér viljið
það. Segið, að þér þráið það. Segið
það, Móníka', með hinum yndislegu
vörum yðar".
Svartklædda konan horfði á hann
órannsakanlegu, sorgblöndmu augna-
ráði.
„Ó, Rafael", stundi hún. „Það væri
svívirðilegt af mér að bregðast trausti
mannsins míns".
„Og hvað svo?" Varir hans voru
komnar að munni hemnar.
„Þess vegna verðið þér að halda
áfram — að mála mig".
„Að dá yður! Að tilbiðja yður! Að
missa vitið af ást til yðar!"
„Eins og yður þóknast", svaraði
hún með þokkafullu látbragði.
„Fjandimn eigi það", stundi hann,
„þér gerið mig brjálaðan ."
„Kjötið, María".
Moníka Higgins horfði á hann hálf-
luktum, draumsjúkum augum. En
Wallace Higgims var byrjaður á
þriðju síðunni.
María Higgins reis upp frá borðinu
og hlóð heljarstórum flikkjum af
steiktu nautakjöti, kartöflumauki,
strengbaunum, gulrótum og káli á disk
inn hans. Á sinn disk lét hún smá-
bita af kjöti, eina gulrót og þrjá
baunastrengi. Síðan færði hún hon-
um matinn í undirgefni, settist í sæti
sitt og neyddi sig tíl þess að matast
með hægð og stillingu. — A'ðeins
fimm vikur eftir.
„Ég sé, að hér er tilkynning frá
ríkisstjórninni um þennan alþjóðlega
njósnarahring. Þeir halda, að höfuð-
stöðvarnar séu í París".
Óhugnaðurinn fyllti andrúms-
loftið eins og megnasta Lundúnaþoka.
„Þetta er mjög mikilvægt verk,
sem verður að vinna meg fyllst'u
leynd", hreytti herra X út úr sér.
„Hér verður að gæta alfrar varúðar.
Örlítil ógætni — og líf margra manna
er í veði" Hann þagði litla stund,
svo að þeir, sem hann talaði til, gæf-
ist ráðrúm til þess að skynja mikil-
vægi or^a hams.
„Hvem hefur þú í huga, foringi?"
„Konu"
„Konu! Til þess ag leysa þetta af
hendi? Kona myndi fara meg allar
okkar rágagerðir i hundana. Þú ættir
að þekkja viðhorf okkar til kvenna!"
Þeir vissu það allir, að foringimn var
manna stramgastur við sjálfan sig,
þegar konur voru annars vegar.
„Ég er ekki að tala um einhverja
óvalda konu", bætti herra X við. „Ég
er að tala um frú H."
Hann opnaði dyr og gaí merki.
Grönn kona gekk hljóðlega inn,
aldur torræður. Hún var í léttum,
svörtum kjól, og dró langa hanzka
af höndum sér um leið og hún gekk
inn gólfið. Hún staðnæímdist frammi
fyrir söfnuðinum, og karlmennirnir
gipu andann á lofti, þegar þeim birt-
ist slík óskadís leikhúsanna með fín-
legt andlit og djúp, dularfull augu.
Hún hallaði sér iðandi upp að X eitt
andarbak. Þeir gerðu hvort tveggja i
senn — að öfunda hann og dást að
ró hans.
„Jæja, piltar", sagði herra X sigri-
hrósandi.
Það fór kliður af hyíslingum um
salinn, en enginn sagði neitt upphátt.
„Sé unnt að komast yfir þessi leyni-
skjöl, þá er ég viss um, að frú H
tekst það"
„Ég dreg það i efa", sagði einn
mannanna. „Við höfum ekki séð hana
leika listir sínar, ef ég má komas^
svo að orði", bætti hann við.
„Eg er yður sammála, og ég kæri
mig ekki um að blekkja yður", sagðl
hún hvatskeytlega. Um leið dró hún
einhvem hlut, sem gljáði á, upp úr
veski sínu, leit snöggvast á hann,
kastaði honum síðan hirðuleysislega
á borðíð fyrir framan þá.
„Hvað er þetta?"
„Sígarettukveikjarinm minh", sagði
foringinn og sló flötum lófum á vasa
sína „Ég hlýt að hafa týnt honum".
Frú H leyfði örlitlu brosi að flökta
um hinar fögru. bogadregnu varir sín
ar.
„Það er líkt karlmönmum að
treysta' konu í blindni", sagði hún.
Herra X vissi ekki, hvaðam á sig
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
401