Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 5
ttt jþess að rýma fyrir fuglum, sem betri voru í pottinn". Eifcfchvað svipuð þessu virðist slóð Iþessara manna hafa verið um landið: „Þeim hafði þó heppnazt að drepa jþrjú villiandapör" . . . „Spóar og ló- ur tillu og_ kvökuðu í öllum áttum. Þar eð við þurftum að afla okkur matar til næstu daga,' lét Bandaríkja- maðurinn og Martin skotin dynja, og töskurnar voru senn svo fullar sem frekast mátti verða". Á Arnarvatns- heiði skutu þessir náungar hvað eftir annað á álftir við hreiður sín. AUmörgum árum síðar var enn einn Englendingur, John Coles, hér á ferð. Hann hefur frá því að segja, að hann og félagar hans réðust með skothríð á hóp álfta í sárum á Sprengisands- leið í ágústmánuði 1881. Á þessum árum voru hér útlendir ferðalangar á flangri á hverju sumrj. og fóru -ríðandi um landið — sumir aðeins austur að Geysi og Heklu, aðrir landshorna á milli. Margir höfðu mik- inn farangur meðferðis, og langflest- ir voru búnir skotvopnum. Þau dæmi, sem hér hafa verið tekin, eru því táknræn um atferli margra þessara ferðalanga. Skothríðin dundi, hvar sem þeir fóru, jafnvel um það ieyti, er fuglarnir áttu ósjálfbjarga unga í hreiðrum. Slóð þeirra var vörðuð kvöl og dauða. Engin lög reistu skorð ur við þessum ófögnuði, valdsmenn hirtu ekki um að stemma stigu við iþessu, og jarðeigendur skorti þrek og getu til þess að vernda lendur sínar. Vafalaust hefur sitthvað gerzt enn verra, en það, sem nú hefur verið nefnt, því að það er allt tekið úr bók um ferðalanganna sjálfra. Þetta var sem sagt það, sem þeir skömmuðust sín ekki fyrir ag segja frá, og má nærri geta, hvort þeir hafa ekki sum ir hverjir leyft sér eitthvað af þessu Séra Páll Pálsson tagi, er þeim fannst betur fallið, að lægi í láginni. Hið sama gerðist vig sjávarsíðuna. Þar herjuðu bæði sjóliðar af útlend- um herskipum, og áhafnir fiskiskipa og fíktust eftir því að komast í varp- löndin þar sem þeir gátu með auð- veldustum hætti banað flestum fugl- um. Þar var þó stöku sinnum reynt að reisa rönd við spellvirkjunum, eink um þegar þessir vágestir komust í æðarvörp eða fuglabjörg, sem lands- menn nytjuðu sjálfir. En oft gengu eftirmálin illa, nema helzt ef spellvirkjarnir höfðu lagt leið sína í æðarvörp höfðingjanna. Þá voru að minnsta kosti Viðeyingar þungir á bárunni á meðan þeir voru og hétu. .,•*** Krían sú arna var heppin að verSa ekki á vegi Englendinganna á Mosfellsheiði. Liósmyndirnar tók Björn Biörnsson. Séra Eiríkur Kúld En þá fyrst svall bændunum móður, er vágestirnir lögðust á sauðfé þeirra, og er af því fræg saga, er einn Lang- nesinga, Jóhannes Gíslason, lagði til orrustu við tuttugu franska duggara með rekaviðarkefli að vopni og hrakti þá á flótta — sem ekki féllu. Allsögulega lýsir líka Svíinn Paij- kull viðbrögðum séra Bjarna Sveins- sonar á Stafafelli, er franskir fiski- menn fóru myrðandi og ruplandi um æðarvarp, er heyrði staðnum til: „Séra Bjarni er frægur fyrir þat), að hann hefði kannski getað valdið friðslitum milli hinnar litlu Danmerk ur og hins stóra Frakklands. Hann á sem sé lítinn varphólma, sem fyrir nokkru var rændur af frönskum skútu körlum, er mergð er af við fsland. Fyrr á tímum hefðu ríki getað hafið styrjöld af minna tilefni en slíku. Nú á dögum hafa menn uppgötvað, að það kostar báða aðila minna að borga og taka á móti bótum fyrir þess hátt- ar spjöll — og metnaðinn láta menn fara sinn veg. Og það mega menn vera drottni þakklátir fyrir, bví að þetta var aldrei nema ofmetnaður. Séra Bjarni má þannig vera þakklátur fyr ir, að hann er í heiminn borinn á tím- um menningar, því að þá íþyngir það ekki samvizku hans, að hann hafi hrundið af stað styrjöld o.g blóð'sút- hellingum. En hann hnjátar þó í ríkisstjórnina, sem ekki getur veitt honum leiðréttingu mála sinna. Og það verður að viðurkennast, að súrt er í brotið, þegar bátur, sem sendur hefur verið út í hólmann, til þess að sækja ný egg, kemur ekki með annað til baka en rifninga af frönskum og enskum dagblöðum, er notuð hafa verið í forhlað". Framhald á 405. síSw. Ttffll NN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.