Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 13
í Hrafnkels sögu eru þaS andstæð- ingar Hrafnkels, sem höggva á þann ihnút, sem honum var um megn að leysa: samband hans við Frey. Þeir leysa hann undan ofurvaldi goðstas imeð því aS fyrirfara hestinum. í Alex- anders sögu er það söguhetjan sjálf, sem heggur a þann hnút, er leysa Skyldi. Hrafnkell verður ekki einung- is frjáls maður eftir, heldur á hið nýja frelsi hans mikilvægan þátt í uppreisninni. Hig brigðula goð er hon um ekki lengur fjötur um fót. Viðurnefnið Freysgoði um Hrafn- kel kemur ekki fyrir í Landnámu, þar sem hann er einungis kallaður goði. En auknefni þetta var hins vegar notað um annan mann, sem var uppi á 10. öld, Þórð Özurarson, for- föður Freysgyðlinga. Að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu, að Hrafn- kell hafi kunnað að dýrka Frey eins og margir landar um þær mundir, en viðurnefnið mun að öllum líkindum sótt til Þórðar Freysgoða. Ef til vill hefur Brandur ábóti notað viðurnefnið í því skyni að minna njótendur sög- unnar á hinn mikla harmleik Freys- gyðlinga um miðja 13. öld. Hrafnkell Freysgoði er næsta frá- brugðinn íslenzkum höfðingjum í heiðnum sið. Hlutverk hans er miklu víðtækara og almennara en svo. Að sumu leyti dregur Hrafnkell dám af höfðingjum 13. aldar, og á hinn bóg- inn má glögglega merkja áhrifin frá Alexanders sögu. Hugtök undiWnaSr Ur Hrafnkelsdal. og yfirmaðí eru ekki vel til þess fall- in að lýsa sambandi goða og þing- manna á 10. öld, en þau eiga mun betur viS aðstæður 13. aldar, og eng- um koma þau á óvart í Alexanders sögu. Frásögnin af uppgangi Hrafnkels í fyrsta kafla sögunnar er skemmtilegt dæmi þess, hve háður Brandur var (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). hugmyndum, sem runnar eru frá þýð- ingu hans á Alexanders sögu: Hann þröngði undir sik Jökulsdals- mönnum til þingmanna. (Hrafnkels saga). En þú þarft eigi þat at ætla at þeir verði þér tryggvir er þú þröngvir undir þik með ofrafli. (Alexanders saga, 128, 26—28). ¦ # Aííal- bói í Hrafa- kels- dal. — Ljós- mynd: Þ. J. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAB 397!

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.