Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Side 11

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Side 11
Myndin a3 ofan til vinstri sýnir mótorhjólið hans Péturs uppi á Skjaldbreið. Þetta var kostagripur og æddl yfir allar torfærur meS snjóstrók á eftir sér. Á myndinni til hægri situr Pétur á vatnahjólhestinum eftir að hann hafði sett á hann loftskrúfu. Myndin hér til hliðár er af „traktornum", sem þeir í Vatnskoti smiðuðu úr gömlum Ford. Þótt ekki sé hann beint fyrir augað, kemur það manni i gott skap að harfa á hann. setja hann saman. Eg væri búinn að því annars. — Er það satt, að þú hafir farið á mótorhjúli upp á Skjaldbreið? — Já; og um hávetur. En þetta vai’ heldur ekki neitt venjulegt mótor- hjól. Ég var búinn að umbreyta því. Ég smíðaði tannhjól í það og gíraði það niður, svo að það yrði kraftmeira. Svo setti ég aluminiumskíði sitt hvorum megin við framhjólið, stálskíði undir mótorinn og gírkassann. Ég smíðaði nýjan gaffal á það að aftan og setti sverari hjólbarða undir það og hafði á því keðjur. Svo brunaði ég á því um allar trissur, fór oft yfir heiðina til Reykjavíkur, þótt allt væri ófært. Það var svo kraftmikið, að snjórinn stóð í strók á eftir mér. — Gekk ekki erfiðlega upp á Skjaidbreið? — Nei, en óg varð að skáskera brekkurnar upp og velja leið, þar sem snjórinn var fastastur. Ég var aftur á móti ekki lengi á leiðinni niður, brunaði bara beint af augum. Þag kom náttúrlega stundum fyrir, að ég missti það niður í krapafláka, en smáv.egis erfiðleikar höfðu ekki mikil áhrif á mann. Maður var alltaf að skrattast á þessum mótorhjólum. Þegar ís var á Þingvallavatni, djöfl- uðumst við nokkrir strákar á mótor- hjólum fram og aftur á glerhálu svell- inu, þetta var okkar líf og yndi. — Mér er sagt, að þú hafir meira Fiumhald á 405. sí®u. Vatnahjólahesturinn. — Hann er stiginn eins og hjólhestur. TflBIJN- SUNNUDAGSBLAÐ 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.