Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Page 7
foað bænir sínar. Hanu ruddist í gegn- um mannþröngina við „Svarta stein- inn“ og kyssti hann. Ekkert fór fram hjá honum. Hvergi kemur fram í skrifum hans, að hann óttist að verða uppgötvaður á hak við dularklæðin. Hann nefnir stundum í frásögn sinni dæmi um manndráp í Mekka af trúmálaástæð- um, en það er af og frá, að hann ótt- ist um sjálfan sig. í þessu kemur fram einn bezti hæfileiki Burtons, •— ekki hugrekkið, heldur það, að hann gekk svo upp í hlutverki sínu, að hann var það, sem dulargervið sagði til um. Fáir menn í sögunni hafa verið færir um að brúa bilið milli austurs og vesturs, verða fullkomlega óaðgreinanlegir sér óskildum þjóð- flokki, sem bjð við allt önnur lífs- skilyrði, annan hugsunarhátt og önn- ur trúarbrögð. Burton var einn þess- ara fáu manna. Hann fór ekki leynt. Hann var alls staðar sítalandi, og aldrei sagði hann neitt, sem ekki féll í kramið. Árstíð pllagrímanna var á enda. — Burton reyndist ómögulegt að kom- ast austur fyrir Mekka eins og hann hafði ráðgert i fyrstu. Hann leigði því múldýr og hélt Sleiðis til borg- arinnar Jedda við Rauðahafið. Hann var ellefu klukkustundir á leiðinni smilli borganna, — á mettlma — auð- vitað varð hann að vera fremstur þar sem annars staðar! Hann sannfærði brezka konsúlinn um, að hann væri ekki afghaniskur pil'agrimur, heldur Breti á bak við dulargervið og fékk hjá honum peninga fyrir farmiða með skipi ti! Kairo. Á þvi skipi brást dulargervi hans i fyrsta sinn. Ein- hvern veginn uppgötvaði drengurinn Múhammeð, sem hafði verið með hon- um i förum fram að þessu, að hann var hvitur maður: „Nö skil ég“, sagði hann við þjón Burtons, „húsbóndi þinn er Sahib frá Indlandi; hann hló að skeggi okkar". — — En þetta kom ekki að sök. Sérkennilegustu piiagrimsferð nltjándu aldarinnar var lokið. Endir hennar var einkennandi fyrir Burton: — Hópur Hðsforingja sat á svölum hótels í Kairo. Dökk- leitur Arabi gekk fram og aftur rétt hjá þelm með linda slnn flaksandi frá sér. Hann kom nær og nær, og að lokum slóst Hndinn í andlit eins Hðsforingjans, sem stökk á fætur æf- ur af bræði: „DjöfulHnn hirði ósvífni þessa Araba-þrjóts. Ef hann gerir þetta aftur, slæ ég hann niður“. — Arabinn staðnæmdist, snérist á hæli og og sagði: „Djöfullinn hirði það. Hawkins. það eru mótíökur, sem mað- ur fær eftir -tveggja ára fjarveru"! II. En Burton iét ekki við svo búið standa. bað voru enn margir staðir, sem átti eftir að kanna. Meðal þeirra var strönd Somali. Hann fékk leyfi landstjórans í Bombay til þess að fara í könnunarferð þangað með það fyrir augum að komast til Harar, borg ar Abbyssiniumanna sem lá langt imni í landinu og var umleikin álíka hat- ursofstæki og Mekka og Medina. Ferðir Burtons voru aldrei auð- veldar. Þessi för var engin undan- tekning, hvað það snerti. Oft og tíð- um var lífi hans ógnað af Bedúínum. Hann varg vatnslaus á eyðimörkinni og þjáðist af iðrakveisu. En að lokum komst hann til þorps nokkurs, En að lökum komst hann til þorps nokk- urs, þar sem ættíngi Amírsins í Harar réð fyrir. Hét sá Adan. — í Harar geisaði bólusótt, og leiðsögumaður Burtons og þrír fylgdarmanna hans yfirgáfu hann af ótta vig hana: Sjálf- ur sagðist Adan frekar vilja ganga inn í opið ginið á krókódíl en inn fyrir múra Harar. Burton lagðist fár veikur af iðrakvefi. í þann mund komu fimm menn frá Harar og buðu Adan blóðpenimga. Sögðu þeir, að Burton væri njósnari. En Adan stóðst boð þeirra. Þegar bráði af Burton útbjó hann af mikilli snilld falsbréf til Amirsins í Harar. Lét hann sem það væri frá stjórnmálaerindrekanum í Aden, og yrði bréfberinn að af- henda Amírnum þag persónulega. — Hann komst 141 Harar og gekk um hinar forboðnu götur hennar að höll Amírsins og bað um áheym sein sendi maður írá Aden: „Ég gelck inn í auðan gang tvö hundruð feta langan T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 415

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.