Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Page 12
•o
si
^ ,Vy* *
LiMMÍ Á EFRI ÁRUM.
myndu komast í kynni við það,
hvernig guð fer að því að skapa.
Þau sæju grasið gróa á vorin og
fölna á haustin og dýrin fæðast og
vaxa upp, og síðan deyja eftir mis-
jafnlega langt æviskeið. Þau kynnt
ust móðurástinni víðar en í hinni
sjálfsögðu umönnun móður sinnar
— þessari göfugustu tilfinningu á
jörðu, sem myndi gerbreyta heim
inum, ef hún fengi völdin, því að
hún krefst cinskis, en fórnar öllu.
Öfugt við það, sem oft gerist í við-
skiptum manna.
En nú er það víst, að við írú
Birna verðum ekki kvödd til ráða
um skipulag Reykjavíkur, og fer
því bezt á að hætta þessum vanga-
veltum, og reyna heldur ag endur
segja frásögn frúaiinnar af greind-
asta og göfu.gasta dýrinu, sem hún
hefur haft náin kynni af.
— Ég ólst upp hjá afa mínum
og ömmu, Þorgrími lækni og al-
þingismanni í Keflavík, og konu
•hans, Jóhönnu Andreu, sagði
Birna. — Þau höfðu alltaf dýr á
heimili sínu, og amma mín hafði
mikið yndi af þeim. Þar kynntist
ég því fyrst, hvað gaman er að
hlynna að dýrum, skilja óskir
þeirra og öðlast þakklæti þeirra
og vináttu Þegar ég fór svo sjálf
ag búa, langaði mig mjög til þess
að eignast hund, og tækifærið
barst mér í hendur fyrr en varði.
Svo bar við, að ég kom í heim-
sókn til frænda míns í, nágrenn-
inu, sá þar gullfallegan tíkarhvolp
og fór að spyrjast fyrir um hagi
Ég hafði lengi þekkt 'núsfreyjuna
í Eskihlíð 10, Birnu Jónsdóttur.
Ég vissi, áð hún hafði gegnt hlut-
verki móður og ömmu — og auk
þess lagt á margt gjörva hönd.
En það var af tilviljun, ag ég
komst að því, að hún átti sér ann-
an heim, þar sem hún naut margra
gleðistunda. Það var í sambúð við
dýr, þar sem skipzt er á hugsun-
um í gleði og sorg, án orða.
Mig langaði mjög til þess að
líta inn í 'þennan heim, og hún
gaf mér tækifærið. Við spjölluð-
um saman eina kvöldstund, og við
vorum sammála um það, að þeir,
sem ráða sköpun höfuðborgarinn-
ar, þyrftu ag gefa mönnum kost
á landi undir einbýlishús — einn
til þrjá hektara lands ■— t.d. uppi
í Mosfellssveit eða á Kjalarnesi,
þar sem þcim gæfist kostur á að
hafa kvikfénað, sauðfé, svín,
hænsni og geitur, líka garðrækt,
því að það er mikill fjöldi manna,
sem hefur óslökkvandi löngun til
þess að umgangast dýr og hlynna
ag þeim, þótt þeir séu kannski
fleiri, sem lítig finna til þeirrar
löngunar. Auk þess gæfi slíkur
búskapur drjúgan stuðning fjár-
hagslega og myndi sverfa sárasta
broddinn af atvinnuleysi og öðr-
um erfiðleikum, ef slíkt bæri að
höndum. Að þessum búskap gætu
börn og gamalt fólk unnið, og svo
Ihjónin í Mstundum sínum, og
þránni eftir sambúðinni vig dýrin
væri fullnægt. Þau börn, sem æl-
ust upp í þessum borgarhluta,
hans. Kom þá í ljós, að eigandinn
sá sér ekki fært að ala hann upp,
og kvaðst neyðast til þess að binda
endi á hina skömmu ævi hans.
Hann vissi það eitt um fortíð
hvolpsins, að hann væri af skozku
fjárhundakyni, og hafði brezkur
hermaður gefið hann íslenzkum
sjómanni. Var hann nú þegar
nokkrum sinnum búinn að skipta
um eigendur. Nú sá frændi sér
ekki fært lengur að hafa hann
í eigu sinni, þar eð bannað var
að hundar gengju lausir í bæn-
um.
Ég fékk ákafa löngun til þess
að eignast hvolpinn og bað um
að frestag yrði aðgerðum, því að
ég vildi þreifa fyrir mér um, hvort
við hefðurn að'stöðu til þess að
•o»a»o«'j#o*o«3éoío#o*c«; •oéi
420
ItMiN N - SUNNUDAGSBLAÐ