Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Síða 16
vinur. Þó að hcstarnir væru langt frá
veginum, komst allt á fleygiferð og
mátti heita, að þeir hlypu á hvað
sem fyrir var. En smám saman vönd
ust hestarnir þessu nýja farartæki,
þeir hættu að hlaupa, horfðu bara
vökulum augum, meðan bíllinn fór
fram hjá. Hestar í brúkun voru minna
hræddir en hinir. Páll man ekki eftir
öðru slysi i mætingum, en að kerru-
íkjálki brotnaði hjá einum bónda i
Þingi. En oft varð hann ag stanza
og hjálpa mönnum við mætingarnar.
Ekki bættist við bílakostinn i sýsl-
unni fyrstu 2—3 árin. Klemenz Þórð
arson kom með fólksbíl til Blönduós?
1925 eða 1926. Um sama leyti kom
og vörubíll til Hvammstanga. Var
það fyrsti bíllinn í Vestur-Húnavatns
sýslu. Árið 1927 bættust svo við 2
vörubílar í Austursýsluna, sem þeir
áttu Skarphéðinn Eir.arsson og Zóp-
honías Zóphoníasson.
Ékki var hlaupið að því að fá vara
hluti, þegar eitthvað bilaði. Varð að
fá þá með skipsferð frá Reykjavík.
en þær voru að jafnaði ekki nema
einu sinni í mánuði. Páll komst því
ekki hjá því að liggja jafnan með
nokkuð af varahlutum til þess að
geta bætt úr brýnustu þörf. Það kom
nokkrum sinnum fyrir, að Páli varð
*ð leita til Skúla Benjamínssonar
járnsmiðs á Blönduósi um nýsmíði.
þegar eitthvað vantaði í bílinn, o?
bar það jafnan árangur, enda ”ar
Skúli hinn mesti völundur.
Páll vann v>ð bílflutninga stöðugt
fram um 1930, en úr því ekki nema
í ígripum. Hann var mjög farsæl!
i starfi. Einu slysi varð hann þó
fjrir, en hjá því hefði hann sennilega
komizt, ef hann hefði ekki hugsað
meira um öryggi annarra en sjálfs
sín Þetta var haustið 1923. Það var
verið að fíytja haustafurðirnar til
skips. Slitlagið á bryggjuveginum var
þá einungis móhella Frosið hafði eitt
hvag um nóttina fyrir, en þiðnað svo
upp Vegurinn var því blautur og
sleipur Páll hafði lokið við flutning
frá Sláturfélaginu, og stóð nú yfir
flutningur hjá honum á kjöti frá
verzlun Halldórs Halldórssonar Tveir
menn voru að aka kjöti á hestvögn-
nm frá kaupmönnunum innan
Blöndu. Páll var á leið utan af bryggj
unni og upp sneiðinginn, þegar hest-
vagnarnir koma á móti honum. Hest-
arnir voru hræddir við bílinn. Páll
tók þá það ráð að nema staðar hægra
megin á veginum, þ. e. sjávarmegin,
en með því taldi hann, að hestarnir
yrðu í minni hættu. Gekk ökumönn-
unum vel fram hjá með hestvagn-
ana, en þegar Páll ætlaði að taka
bílinn áfram, skriplaði hann á mó-
hellunni og lenti fram af með annað
afturhjólið. Páll sá þegar, að von-
laust var að fá bílinn upp, sneri hann
honum þá upp í brekkuna. Rann þá
424
bíllinn aftur á bak ofan í fjöru. Hæð
in er þarna um 5 metrar. Nokkur
flái er fyrst, en neðst alveg þver-
hnípt. Fjaran er örmjó ræma, stór-
grýtt. Bíllinn féll því síðast með
kasti í fjöruna og lenti á stórum
steini í sjónum. Hann fór aldrei af
hjóiunum, en fallið var það mikið,
að bíllinn brotnaði nokkuð að aftan.
Páll slapp þó að mestu ómeiddur, en
það mikið högg fékk hann, þegar
bíllinn féll niður, ag gat brotnaði
undan honum á húsið aftanvert.
Reynt var að gera við bílinn, en hann
varð aldrei almennilega ökufær eftir
þetta. Breytti þá Páll gamla fólks-
bílnum í vörubíl og flutti á honum
en fékk sér svo nýjan bíl til vöru-
flutninga árið eftir.
Páll Bjamason er Árnesingur að
ætt. Hann er fæddur í Hellukoti í
Stokkseyrarhreppi 30. júlí 1884. Þar
bjuggu þá foreldrar hans, Guðrún
Jónsdóttir og Bjarni Þorsteinsson frá
Moshól, Jónssonar í Langholti í Flóa,
Eyvindarsonar. Höfðu þeir langfeðg-
ar Bjarna búið í Árnesþingi jafn
langt og rakið verður. Amma Páls,
móðir Bjarna í Hellukoti, hét Ingi-
ríður Bjarnadóttir, en móðir hennar
var Soffía Árnadóttir prófasts í Holti
undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar
prófasts sama staðar, Jónssonar, og
er þag Steingrímsætt úr Skagafirði.
Um fermingaraldur fór Páll í dvöl
til frænda síns, Sigurðar sýslumanns
Ólafssonar í Kaldaðarnesi, en þau
voru systkin Þorsteinn í Moshól, afi
Páls og Guðrún Jónsdóttir, móðir
Sigurðar sýslumanns. Frá Kaldaðar-
nesi flutti Páll svo aftur heim til
foreldra sinna vorið 1905, en þau
bjuggu þá á Hólum í Stokkseyrar-
hreppi. Vorið 1909 hóf Páll búskap
í Gerðum hjá Gaulverjabæ, og voru
foreldrar hans þar á vegum hans.
Tveim árum síðar kvæntist Páll Elínu
Guðmundsdóttur hreppstjóra á Syðri-
Velli í Gaulverjabæjarhreppi, en
missti hana eftir fjögurra ára sam-
búð. Hjónabandið var barnlaust. Um
svipað leyti lézt Bjarni Þorsteinsson,
faðir Páls, en Guðrún ekkja hans
lifði lengi eftir þetta (d. 1940). Hún
var gædd miklum dulrænum hæfi-
leikum og sagði oft fyrir óorðna hluti.
Um sama leyti og Páll varð ekkju-
maður var heilsu hans sjálfs mjög
illa komið, og sumarið 1915 lá hann
alveg rúmfastur. Engin tiltök voru
því á að halda áfram búskap, enda
vildi bróðir Páls, Ágúst, sem þá var
kominn á togara, fá þau mæðgin suð-
ur td Reykjavíkur, og varð það úr,
að þau fluttu þangað vorið 1916.
Heilsa Páls fór smám saman batn-
andi eftir ag til Reykjavíkur kom,
og náði hann sér loks að fullu. Fyrstu
árin fékk hann ekki fasta vinnu. Fór
hann þá á sjóinn. á sumrin, en sætti
vinnu eftir því sem bezt gegndi hinn
tímann. Eftir rúm tvö ár kemst hann
að verzlunarstörfum hjá Gunnari
Þórðarsyni frá Hala (Verzlunin Vögg
ur). Gunnar keypti vörubíl með þrem
mönnum öðrum árið 1919. Vildi hann
endilega, að Páll lærði á bíl og tæki
að sér akstur vagnsins. Varð þetta
að ráði, og tók Páll bílpróf 20. sept.
1919. Bíl þessum ók Páll svo í tvö
ár. Flutti vörur milli Reykjavíkur og
Þjórsá, en þá tók sonur eins bíleig-
andans við starfinu. Skipti Páll þá
um húsbónda og réðist til Kveldúlfs
h.f. Vann aðallega vig ýmsa bílflutn-
inga fyrir fyrirtækið. Kaupið var 400
krónur á mánuði.
Ems og kunnugt er varð mikið
verðfall á þessum árum. Atvinnurek-
endur vildu þá þrýsta kaupinu niður.
Páll tókst þó ag halda sama kaupi
1922, en í lok ársins var krafan að
kaupið færi ofan í 250 kr. á mánuði.
Páll sá, að nú mundi ekki takast að
standa á móti kröfum atvinnurekenda
og heldur en láta undan kaus hann að
taka á sig áhættuna af sjálfstæðum
atvinnurekslri. Hann fór þá að líta
í kringum sig, hvort tiltækilegt mundi
að færa sig eitthvað út á land, þangað
sem vegir væru eitthvað komnir áleið
is, en sambandslaust við aðalkaup-
staði landsins. Datt honum þá helzt
í hug Húnavatnssýslan. Þar þekkti
Páll að vísu engan mann, en af síma
skránni var ráðið, að tiltækdegast
mundi að tala við kaupfélagsstjórann
á Blönduósi, Pétur Theodórs. Varð
þetta nú að ráði. Gaf kaupfélagsstjór
inn upplýsingar um, hvað komið væri
af akfærum vegum, en hvernig þeir
reyndust sem bílvegir, kvaðst hann
ekki vita, þá mundi og óvíst um
viðskipti sveitamannanna. Þeir ættu
marga hesta og nokkuð af vögnum,
en Pétur kvað kaupfélagið mundi
nota bílana, þar sem hægt væri að
koma þeim við, ef vinna þeirra yrði
ekki dýrari en hestavinna. Þetta réð
úrslitum. Förin norður í Húnavatns-
sýslu var ráðin.
Páll Bjarnason er enn á lífi. Hann
býr á Blönduósi, sunnan árinnar, og
er bústaður hans á móti húsinu, sem
hann hafði fyrst aðsetur í, þegar
hann kom til Blönduóss. Seinni kona
Páls er Jóhanna Ólafsdóttir (gift
1925). Hún er þriðji maður frá Bótu-
Hjálmari í beinan kvenlegg. Eiga þau
tvö uppkomin börn.
Páll er maður vel ásigkominn. Hár
vexti, grannur, beinn í baki og lið-
lega vaxinn. Hann er greindur vel og
prúður í framgöngu. Nokkurn þátt
hefur hann tekið í opinberum málum,
— sat t.d. í hreppsnefnd Blönduóss-
hrepps um sinn.
Páll var á vissan hátt brautryðjandi
í samgöngumálum Húnvetninga, og
nafn hans mun geymast í sögu hún-
vetnskra byggða.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ