Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Side 17
JÓHANNES V. JENSEN : Bitvargarnir Fyrir skömmu birtist viðtai við meindýraeyði, hér i blaðinu, sem sagði frá viðureign sinni við veggjalýs og annan ófögnuð. Hér lýsir Nóbelsverðlaiynaskáldið Jóhannes V. Jensen veru sinni í óþrifalegu kjallaraherbergi í Sevilla, þar sem hann átti í stöð- ugu stríði við bitvarga. Ég bjó í kjallaraherbergi i Sevílla. Gólf þess hallaðist inn að raiðju, og þar var lok fyrir opi á skolpræsh Þegar hreyft var við þessu loki, gaus upp grátt ský mývarga, en ég hreyfði það ekki nema einu sinni. Þetta voru þessir liíiu, gulbröndóttu bitvargar, sem höfðu vætt munnkrókana í neð- anjaiðarheimum Sevilla. Þeir voru óðir af jómfrúarlegu hungri, höfðu aldrei bragðað blóð, magrir eins og púkar þess vonda. Þeir sungu í heitu loftinu eins og agnarsmá, fljúgandi hljóðfæri, og ég lærði að sparka frá mér og stökkva upp, þegar þessir fínu tónar komu of nálægt. Það var ekki hægt að þétta alveg með lok- inu, og þar að auki kom sægur bit- varga inn um dyrnar á daginn. Það voru engir gluggar á herberginu mínu, og ég varð að opna dyrnar út í garðinn, ef ég vildi fá Ijós. Á dag- inn voru flugurnar þó ekki verstar, þær sátu þá vénjulega kyrrar á múr- veggjunum, þar sem ég gat gengið fast að þeim og séð, hve þær voru fíngerðar og spjátrungslegar í öllu sultarútliti sínu. Langur, nakinn brandur stóð út úr munninum á þeim. Nokkrar þeirra höfðu fálmara á höfðinu, sem líktist strútfjöðrum, sennilega ungfrúr. Þær sátu líkt og í dvala vegna blóðþorsta og ljóssins, sem þær þoldu ekki. En um leið og kvöldaði og ég hafði kveikt á kertinu mínu, byrjuðu bit- vargarnir að fljúga upp og hugsa um það, sem mývargar verða einnig að gera; að leiða örlög sín til lykta. Það var eitthvað í mjóróma söng þeirra, sem hljómaði eins og draum- kennd forlagatrú — aðeins einu sinni í lífi sínu urðu þeir að drekka fylli sína af blóði og deyja síðan. Þótt það væri eiginlega dauðinn, sem þeir nærðu, en ekki þeir sjálfir, sýndu þeir hræðilega atorku og hug- rekki, sem átti ekki sinn líka, deyja vildu þeir, þótt það kostaði þá lífið. Ég varð að ganga fram og aftur í sífellu, hrista höfuðið, reykja tóbak og baða út höndunum; ef ég hélt kyrru fyrir, tóku þeir þegar til matar síns á mér. Til þess að fá frið, þegar ég vildi sofa, haíði ég — ekki án snilli — búið til net yfir rúmið úr grisju og nokkrum tunnugjörðum. Það hclt mý- flugunum nokkurn veginn í skefjum á næturnar. En þær voru elcki mín eina plága. Rifur og holur veggj- anna hýstu ótal þefflugur, og það þær stærstu, sem ég hef nokkru sinni á ævi minni fyrir hitt. Ég hef komizt í kynni við veggjalýs í mörg- um löndum, og það er ekkert til að gera veður út af; en þær spænsku voru verstar. Þær voru stórar og lat- ar, en nenntu samt að stinga; ein einstök gat lyktað eins og heill heim- ur áfengissora og fátæktar, larfa- hæli, þar sem rauk ur þaksteinum sorps og brennivíns. Ég varð aldrei var við þefflugurnar á daginn, en þær komu á nóttunni og sugu blóð um leið og þær sprautuðu inn í mig ógeðslegu, brennandi eitri sínu. Ah, það var eins og ódauni væri spraut- að inn undir húðina, lykt af mold- ugu brauði, rúmhita og átta stiga heitu brennivíni í æðarnar! Ég vakn- aði í óhugnaðareldi, sveittur af hræðslu, í hvert sinn, sem ég var stunginn. En þar sem bælið var betra en liggja á götunni, hóf ég aftur bar- dagann — næsta' þeffluga fram! Það hlyti þó að vera mögulegt að verða ónæmur fyrir þessu skítuga eitri, án þess að verða sjálfur betlari, ef mað- ur léti stinga sig nægilega oft. Ég var ekki mikið heima, en þeg- ar það var, átti ég í einmanaleik mínum í stöðugum skærum við þessi kæru húsdýr. Dag nokkurn datt mér snjallræði í hug. Ég flutti rúmið frá veggnum, svo að það stóð úti á gólf- inu, og eyddi heilu kvöldi í að hreinsa það. Síðan klíndi ég þykkri tóbaks- sósu umhverfis alla fjóra fætur þess. Ég vænti mér góðs af að geta nú verið eins og á eyðieyju; en þeffiug- urnar gerðu sér lítið fyrir og skriðu eftir loftinu fyrir ofan rúmið og létu sig falla með mestu ró niður á það, svo að ég hafði enga ánægju af þess- ari uppfinningu. En ég vandi mig á, er tímar liðu, að vakna reglulega, þegar þær bitu, og kveikja ljós, nær svefni en vöku, og lcoma þeim fyrir kattarnef. Ég drap margar með þess um hætti, hægt og örugglega, og hefði ég búið þarna áfram, er ég ekki í vafa um, að ég hefði útrýmt þeim þar til engin lifði eftir. Þegar ég sat þanuig milli svefns og vöku með vaxkvedc milli fingraana, gat ég kornið auga á risavaxínn kaka- laka um leið og hann þaut eftir gólf- inú og upp vegginn, þar sem hann hvarf eins og brúnn ljósgeisli í myrkrið. Og neðan til á svampvöxn- um dyrastöfunum sátu oft blágrænar pöddur, en stundum sá ég þær reika hugsi eftir rökum gólfflísunum. Þær voru yfirlætislausar skepnur, sem gengu um og þreifuðu fyrir sér með fálmurununt og gátu ekki gert að því, þótt þær líktust litlum, gangandi eiturgeymum. Þær -.kildu eftir sig rakaslóða á hellunum rétt eins og þær gæfu frá sér ólyfjan um leið og þær gengu. Ég hafði ekkert á móti þeim eða kakalökunum. Þessi dýr lifðu þar, sem gerjun og rotnun fór fram, en voru þó ekki eiginleg sníkju dýr. Ég bar virðingu fyrir hljóðu fúa- lífi þeirra og ofsótti þau aldrei. Hins vegar rannsakaði ég sjálfan míg á hverju kvöldi til þess að finna þau óþverra-kvikindi, sem skriðu á mér og var fljótur að afgreiða þau. En ég fékk ný á hverjum degi. Hverf- ið, sem ég bjó í, var fátækrahverfi upp af bakka fljótsins Guadalquivir, flestir fjölskyldufeðurnir i hinum skuggalegu hreysum voru kolamok- arar. Þegar ég sat útí a heitum bryggjusteinunum við fljótið, gat ég, með því að beina athyglinni að stein- tinum, séð heilar herdeildir lúsa sækja fram. Þeim þykir gott að skipta um gestgjafa. Sumar þeirra voru al- veg svartar eins og eftir langt ferða- lag; þær komu frá karlmönnunum. Aðrar höfðu hinn venjulega ljósleita lit, það voru stúlkulýs, og ég marði þær sundur með dálítið sérsiakri á- nægju En mývargarnir voru verstu fjendur mínir. Netið hlííði mér ekki alveg, og ég var alls staðar þakinn kláða- bólurn og bólgulhnúðum. Hitinn í Sevilla í júlí er jafnmikill og í tígui- steinaverksmiðju — meira að segja á næturnar — svo að ekki dró það það úr píslum mínum Sökum ótt- ans við alla þá óværu, sem ég fékk á mig — dag nokkurn, hafði ég séð fimm þumlunga langa margfætlu vinda krómgulan líkama sinn milli múrsteinsbrota í garðinum, og þá kólnaði ég upp — og sem afleiðing af óstöðugri árvekni minni, svaf ég ekki lengur almennilega. Hálfsofandi meðvitund mín spann fáránlegasta rugl, þar sem ég lá í niðamyrkri og baðhita kjallaraherbergisins. Mér fannst herbergið fullt af álls konar skorkvikindum, syngjandi og sting- andi ófreskjum, sem netig eitt vernd- aði mig gegn, rétt eins og töfrahring- ur. Það kom stundum fyrir, að ég hrökk upp við hljóð, sem mín eigin ímyndun hafði stækkað og gert að þrumandi bre.sti, ragnarökum! Eða þá að ég vaknaði við óheyrilegan hávaða, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 425

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.