Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Blaðsíða 18
sem var líkastur því að risavaxin vera velti sér í bæli sínu — ég sjálfur — bergrisi svo stór, að hann fyllti all- an heiminn með feldi sínum og blæstrinum úr nösunum. Stundum fanns mér ég sjálfur vera mýfluga, og fílar fljúga í hundraðttali fyrir utan netið og miða á mig með rananum. Undarlegar, ójarðneskar draummyndir dreif upp umhverfis mig. Ég vandist á að framkvæma skynsamlega verknaði í svefni; lag- færa netið og kveikja ljós, og þessi raunveruleiki rann saman við draum myndirnar með furðulegum hætti. Eina nóttina féll netið yfir höfuðið mér, svo að mýflugurnar gátu stung- ið í gegnum það; ég skýldi andlit- inu með handarbakinu, og þegar ég var stunginn þar, hélt ég netinu frá mér tneð bláfingurgómunum, svo að daginn eftir voru þeir stokkbólgnir, líkt og þeim hefði verið stungið í eld. Ég heyrði í gegnum svefnum, að bitvargur var kominn inn fyrir netið, suðig í honum kom svo ná- lægt mér, að sofandi fékk ég greini- lega hugmynd um frekju þessarar flugu, og alveg ósjálfrátt datt ég of- an á nafn hennar. Hún hét Zulla. Þetta var Zúlla — ég vissi þ? sömu andrá og hún settist á ennið á mér. Zúlla, gulbröndótt eins og tígr- isdýr, með tómar garnir og eitrað- an brand út úr hálsinum. Zúlla, sem hefur brotizt inn, af því að nú vill hún deyja, nú verður hún að fá næringu, Zúlla, Zúlla, 6, þú, sem hefur svo lengi dillað þér sem mjóslegin jóm- frú í loftinu utan við netið og leikið svengdarsöng þinn á vænginn, nú ræðst þú að . . . Zúlla! . . . og nú hafði mér tekizt að læða risavöxnum tröllshamri mínum yfir hana, á næsta andartaki kramdi ég hana til bana, svo að hún varð ekki nema rakur blettur á enninu á mér. Þannig liðu næturnar í endalausri styrjöld og ímyndun, Ég varð furðu- lega æfður í að uppgötva ofsækj- endur mína og öðlaðist ævintýraleg- an hæfileika tii að vaka, þótt ég svæfi- Nótt eina vaknaði ég skyndi- lega alveg, ekki af því að ég væri stunginn, heldur vegna þess, að ég vissi, að veggjalýs voru á ferðinni; ég hafði fundið lyktina af þeim, ■' svefni. Lyktin kom að mér í hinum ójarðneska draumheimi, líkt og ami blær frá fátækrahverfum stórborgar, sorpeyðingarstöðvum og spritt-verk- smiðjum berst til fTugmanns hátt í skýjum uppi. Eg dró netið til hliðar og tendraði á vaxkveik — mikið rétt, fyrir framan andlitið á mér í einnar álnar fjarlægð, skreig stór, rauð þeffluga upp vegginn! Ég hélt log- anum undir henni . . . Það var siður minn að vakna os tendra i vaxkveik, þegar þess gerð- Framhald á bls. 429. / ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? Einar Beínteinsson: VORDRAUMUR Meðan vornótt vefur vaillargrösin smáu mildum móðurörmum, myrkvast fjöllin bláu byrgist hálfur himinn húmi fölvagráu, sveitafólkið sefur sœilt l hreysl lágu. Meðan broshýr blómin blunda i dalnum heima, þá er vert að vaka vona, þrá og dreyma, dreyma ást og unað, öllum sorgum gleyma, finna um sig allan ?/Z og fögnuð streyma. Þegar húmar hauður, . hörpur vorsins þegja, út að hulduhamrl hljóðar þrár mig teygja. Falin bjarkabrumi, broshýr eins og Freyja, situr þar og syngur svanfrið huldumeyja. Sálu mina selðir sumarnóttin hljóða. Einn l eirðarleysi eigra ég gamla slóða. Hrœðir mig og heillar huldumœrin góða, hún, sem ást og unað einstæðing vill bjóða. Horfi ég og hlusta, hljótt er állt um nætur, upp frá lágu lyngi liður ilmur sætur. Sorg er mér i sinni sviði um hjartarœtur. Hvort er, sem mér heyrist, huldumœrln grætur? Var sem harður hnlfur hjartað i mér risti. Sá ég svannann friða sjálfstjörn alla missti, hennar hvltu arma helllaður ég gisti og með hálfum huga huldumeyna kysstí. Sveif um selðblátt loftið sólargeislinn fyrsti, lltill daggardropi datt af grœnum kvistl. Hrökk ég upp af höfga hvarf mér svanninn tvisti. Mig t ást og munað melra en áður þyrsti. Bak við hulduhamar hvarf mér snótin friða, einn og áttavilltur eftir mátti ég biða. Svall mér enn i eyrum unglingsröddin þýða. Sú var sumarnóttln sœlust allra tlða. ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? / ? ? ? i < < / / / ? ? ? ? ? ? ? < / / / / / / / / / < / / / / / / / < / / < ? < / 426 T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.