Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 12.05.1963, Qupperneq 20
gátum ekki betur ség ofan af Múlan- um en þaS væri á ísi, en aftur hafði snjóbirtan villt okkur sýn. Þegar við komum niður að vatninu, reyndist ís- inn svo ótraustur, að ekki var á hætt- andi ag fara út á hann, því að mikið dýpi var við vesturlandið. Voru þetta mikil vonbrigði. Þótt færi væri eklci sem bezt uppi á Múla, þá var stundum hvíld að ganga eftir há-köstum. En niðri við vatnig hvíldi aldrei fót, því að snjórinn lá þar jafnfallinn. En hvað um það, áfram var haldið og var nú degi tekig að halla og mag- inn farinn að segja til sín. Gott var #ð grípa til brauðsneiðarinnar, er stungið hafði verið í vasa, þegar hald ið var af stað frá fjallhúsinu. Ekki var þetta mikið, en samt góð hressing. Nú var byrjag að kula, og stóð þá ekki á því, að það færi að skafa. — Heldur gekk okkur seint niður með vatninu, því að óslétt var víða undir fæti. Að lokum komumst við niður í Múlabrekkur, og var þá komið myrk ur, enda klukkan langt gengin níu, og þreytan farin að segja til sín hjá mér. En ekki voru nein þreytumerki sjáanleg á Pétri, enda var hann ýmsu vanur, þrekmaður og heilfættur. Var ég farinn að hlakka til að hvíla mig á Molda íamla. Okkur brá í brún, er við komum þar sem við höfðum skilið við klár- ana. Þeir voru farnir og ekkert eftir nerna hnakkarnir og kuldaúlpur okk- ar. Þyrmdi nú yfir mig, þreyttan og svangan. og langaði mig mest til að fleygja mér niður í mjúkan snjóinn. Setti að mér kvíða yfir því að þurfa að ganga alla leið til byggða með hnakk á herðum. Ég fékk ekki að vera lengi í þessu volæð^standi, því að Pétur var ekki á því að láta fyrirberast þarna. Kvað hann ekkert að vanbúnaði að leggja af stað. Við skyldum bara ríða á hnökkunum gandreið, þangað til við næðum klárunum. Var hann ekki mikið banginn, þótt hann þyrfti að þramma þennan spöl, sem eftir var. , Var Pétur með glens eins og ungl- ingsstrákur, þótt kominn væri á fimmtugsaldurinn og farinn að lýjast af þeim þrældómi, sem hann hafði á sig lagt eins og margur fátækur einyrkjabóndi, því að íslenzki bónd- inn hefur ekki getað miðað sín störf við átta stunda vinnudag. Þegar við komum að Múlaá, kastaði tólfunum Múlaá er lítill kaldavermslislækur, sem er venjulega lítill. En nú hafði skafið í hana,‘svo að hún var upp- bólgin af krapi. Var ekki árennilegt að þurfa að vaða hana og kafa síðan snjóinn upp í hné. En um annag var víst ekki að gera. í björtu - hefði kannski verið unnt að komast þurr- um fótum yfir hana, en tunglið var ekki farið að lýsa, svo að ekki var um annað að gera en að fara úr sokkum og skóm. Þó kalt væri, var hitt enn þá verra, að vera blautup í fæturna alla leið til byggða, því að ekki var fyrirhyggjan svo mikil, að hafðir væru með aukasokkar. Satt var það, að kalt var að vaða yfir ána upp í læri, en fljótt hitnaði okkur, er við vorum komnir á göngu. Til er málsháttur, sem hljóðar svo: Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Og svo reyndist nú, þegar við komum á slóð kláranna, því að léttara var að ganga í spor þeirra, heldur en ef engin slóð hefði verið. Alltaf styttist leiðin niður í fjallhúsið við hvert skref, þó stutt væri, því að haldið var áfram með litlum hvíldum, nema þegar stanzað var til að fá sér i nefið. Er við kom- um niður í fjallhús klukkan langt gengin ellefu, voru það handfljótir menn, sem opnuðu töskuna til þess að fá sér bita. Á meðan létum við snjó bráðna, svo að við gætum búið til kaffi. Ég. held, að mér sé óhætt að fullyrða, að aldrei hafi mér þótt matur eins góður. Það má segja, að matur er mannsins megin, því að þegar við vorum búnir að borða, vor- um við eins og nýir menn albúnir að leggja upp í síðasta áfangann heim. En stundum vill hann verða drjúgur, þótt nú færi betur en á horfðist. Þegar við vorum rétt komnir niður fyrir Lambafellið, en svo heitir fell það, er fjallhúsið stendur undir, sérstætt fjall úr móbergi, voru klár arnir þar á beit. Ég get ekki ímyndað mér, að ég hefði orðið fegnari, þótt mér hefði verið boðið að setjast inn í bíl á vegum úti, en ég varð, þegar ég sá klárana. Snerum við nú aftur inn í fjalihús til að sækja hnakkinn minn, því að ég treysti mér ekki til að bera hann alla leið heim, svo að ég' skildi hann eftir í húsinu. En Pétur taldi sig ekki muna um einn hnakk, enda hefur hann eflaust oft orðið að bera þyngri byrði. Mikið var Rétivís köSull Þórarinn sýslumaður Jónsson á Grund í Eyjafirði hafði í sinni þjón- ustu böðul, sem hér Jón. Þótti hann manna laghentastur með vöndinn og rækti embætti sitt af mikilli sam- vizkusemi. Nú var það, að sýslumaður hafði dæmt til hýðingar stúlku, er átt hafði börn í lausaleik, en gat ekki greitt sektir þær, er við því lágu. Ifafði Jón böðull átt með henni eitt eða annað barnið. Sýslumaður vildi ekki misbjóða böðli sínum í neinu, datt maður sæll að vera korninn á bak Molda gamla, þótt maður þyrfti að ganga öðru hvoru til þess að halda á sér hita. Eitthvað fannst mér lands lagið öðru vísi núna, en þegar við fórum inn eftir, en í hverju sú breyt- ing var fólgin, gerði ég mér ekki grein fyrir í fyrstu. Hraunið fannst mér allt á hreyfingu og svo stór- hrikalegt að furðu gegndi, og þegar við komum niður að innri sneiðinni í Bæjarfjallinu, gat ég ekki ímyndað mér hvernig við ættum að komast upp þennan bratta. En ekki þorði ég að hafa orð á þessu við Pétur. En þetta reyndist ekki ems bratt, þegar að var komið. Þótt tunglið væri komið upp fyrir löngu og lýsti svo, að les- bjart hefði verið, fannst mér allt svo ferlegt, að ég hef ekki tök á að lýsa því. Og ekki er að orðlengja það, að brátt vorum við komnir í hlað í Hraundal. En enn fannst mér allt á hreyfingu, þótt ég væri setztur inn í~ bæ. Klukkan var orðin hálf-þrjú, þeg- af við vorum búnir að verka af okk- ur snjóinn og komnir úr, og 'vorum við því búnir að vera I þessari eftir- leit heilan sólarhring. Þótt ég hafi oft orðið þreyttur, þá minnist ég þess aldrei að hafa orðið eins þreyttur og í þetta skipti. Og aldrei gleymist, hvað það var gott að mega halia sér út af. Þótt mér fyndist rúmið vera komið á ferð, þá sofnaði ég fljótt. Ég hef ekkl ritað þetta minningar- brot til þess að segja neina frægðar- sögu né til þess að miklast af. En ég býst við, að þeir séu ekki margir, sem hafa lagt í það að fara langt inn- í fjall um hávetur í ófærð með staur- fót, og vona ég, að það eigi ekki eftir að koma fyrir mig aftur. En það veit ég, að þesía för hefði ég aldrei fengið að fara, ef húsbóndi minn hefði verið heima, heldur hefði hann farið sjálfur. honum í hug, að honum kynni að vera ógeðfellt að hýða barnsmóður sína. Bauðst hann því til þess að fá til annan böðul í þetta skipti. En það vildi Jón ekki — hann kvaðst vilja gæta síns embættis og ekki víkja sér undan skyldu sinni. En nú hugðist stúlkan njóta góðs af því, að Jón átti að flengja hana. Bað hún hann blíðum orðum að vægja sér við þungum höggum. En Jón lét ekki að sér hæða: „Biddu sýslumanninn og syndirnar þínar að vægja þér“, sagði hann. 428 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.