Tíminn Sunnudagsblað - 02.06.1963, Síða 20
leiðinni milli jarðarinnar og tungls-
ins, — þetta minnir á geimstöðvar
þær, sem nútímageimfræðingar vilja
koma upp úti í geimnum!
Bók Mortons kom út í lok 17. ald-
arinnar og verður að takast með í
reikninginn, þegar menn vilja dæma
um þekkingu þeirra tíma, þegar New-
ton gaf út bók sína „Principia“ árið
1687. Þar setur Newton fram þau
grundvallarlögmál, sem nútimageim
ferðir oyggjast á. Bókin kom út i
mjög litlu upplagi, og nú á tímum
eru fáir, ef nokkur, sem hefur lesið
þetta grundvallarrit til hlítar. Aftur
á móti þekkja margir söguna um epli
Newtons og mánann; ævintýri sem
breiddist út meðal almennings eink-
um fyrir tilverknað franska heim-
spekingsim ig háðfuglsins Voltaire.
Voltaire hafði ekki kynnzt Newton
persónulega en ef til vill hefur hann
verið viðstaddur jarðarför hans. Hann
kom að minnsta kosti að máli við
frænku Newtons og hefur hún þá
sennilega sagt honum frá epli New-
tons.
Voltaire hafði næmi hins snjalla
blaðamanns fyrir þvi, sem getur náð
almenningshylli, og kom þegar auga
á slíkt gildi þessarar skrýtlu um eplið
og Newton Það var greinilegt, að
eplið og þyngdarlögmálið hafði fallið
frá sama skilningstrénu! Hann setur
þyngdarlögmál Newtons fram með
íínum léttúðarfulla hætti: Þegar
Newton sér eplið falla í garðinum
sínum, hugsar hann: — Það fellur
úr trénu, af því að jörðin dregur það
að sér Þá hlvtur iörðin líka að draga
mánann
Voltaire kvittaði líka fyrir söguna,
sem hann fékk hjá frænku Newtons
með öðrum hætti — Hann var upp-
'hafsmaður orðróms, sem komst á
kreik, um orsökina fyrir bví. að New-
ton var gerður myntsláttustjóri Eng-
lands: Það var ekki vegna vísinda-
mennsku Newtons, heldur vegna þess,
að fjármálaráðherranum geðjaðist að
frænku Newtons!
Enda þótt það væri Voltaire,
sem kom þessum orðrómi af stað, get-
ur vel verið emhver fótur fyrir sög-
unni um eplið. Newton ræktaði að
minnsta kosti epli á búgarði sínum
við fljótið Witham, og það virðist
svo sem frams-etning Galileis á fall-
hreyfingu hluta hafi upptekið huga
hans strax eftir eða um það leyti.
sem hann flýði heim til sín vegna far-
sóttar í Cambridge.
Newtón þekkti bæði hið rétta
tregðulögmál og lögmálið um fall
þungra bluta. Var ekki einfalt að
sameina þessi tvö lögmál, þegar um
var að ræða skýra aðdráttaraflið
milli jarðar og tungls? — Nei, það er
ekki svo auðvelt að setja fram nýjar
hufmyndir í réttu samhengi, meira
að segja ekki fyrir mann eins og New
ton. Newton hefur ekki sjálfur sagt
frá því, hvað hann sjálfur hugsaði
og gerði, en á síðasta áratug hafa
komið fram margir ungir og áhuga-
samir vísindamenn í Englandi, sem
hafa sökkt sér niður í fræði New-
tons. Hafa þeir fundið og þýtt þétt-
skrifaða frumörk eftir Newton, sem
hann skrifaði, þegar hann las bók
Galileis um heimskerfin tvö. Þessir
útreikningar og athugásemdir New-
tons sýna, að hann hefur fundið ]ög-
málið um miðflóttaaflið, og hann not-
aði formúlur Galileis til að reikna
út sveiflukrafta í sólkerfinu. Hann
reyndi og að finna sveiflukraftinn fyr
ir jörðina á braut hennar um sólu, fyr
ir tunglið á hringferð þess um jörð-
ina og fyri” snúning jarðarinnar um
möndul sinn.
Máninn varð Newton erfiður við-
fangs. Hann gat ekki handsamað hann
í net kenninga sinna og athugana, og
hið stórmerka rit hans „Principia",
ber þess merki. Þegar stjörnufræðir g
urinn Halley tilkynnti Newton bréf-
lega 5. júlí 1687. að lokið væri við
að prenta „Principia", endaði hann
bréfið á þá leið, að hann vonaði, „að
þér munið ekki sjá eftir öllu því erf-
iði, sem þetta lofsamlega verk hefur
kostað yður og er yður og allri þjóð-
inni til mikils sóma, en takið aftur
upp fyrri rannsóknir — eftir að þér
liafið hvílt yður við aðrar athuganir,
— sem yður hafði miðað vel áfram
við og fullgerið kenninguna um mán-
ann. En það hefði einstaklega mikla
þýðingu fyrir siglingafræðina auk
þess sem þetta verkefni er djúpt í
sjálfu sér og krefst mikillar ná-
kvæmni“.
Newton hóf aftur að beina rannsókn
um sínum að tunglinu. Hann bað
stjörnufræðinginn Flamstead að út-
vega þær nákvæmu rannsóknamið-
urstöður varðandi tunglið, sem hann
þurfti á að halda. Það var bið á, að
hann fengi þessar niðurstöður, og
Newton, sem átti erfitt með að vinna
með öðrum en klókum „diplómötum“
eins og Halley, varð gramur, þegar
Flamstead 'áðlagði honum að breyta
um lannsóknaraðferð og taka upp að-
ferðir Keplers Það skapaðist óþægi-
leg spenna milli Flamstead og hans,
og liann kenndi Flamstead um þann
drátt, sem var á, að hann lyki við kenn
ingu sína um tunglið. Hann setti þó
fram drög að kenningu, sem franski
vísindamaðurinn Clairaut tók vand-
lega fyrir og deddi á. Newton virtist
hafa látið eftir þeirri tilhneigingu
að samræma útreikninga sína kenn-
ingum vísindamannsins Horrox um
tunglið o.g hreyfingar þess, án þess
að hann gæti í raun og veru fundið
þeim tryggan grundvöll í þyngdarlög
máli sínu — Newton var og Ijóst, að
tunglið var hið eina viðfangsefni hans,
sem hafði valdið honum hugarangri.
Staðreyndin er líka sú, að það er
mjög erfitt að setja fram stærðfræði-
lega útreikninga, sem lýsa hreyfing-
um mánans nákvæmlega. Það hefur
meira að segja komið fyrir nú á tím-
um, þrátt fyrir hina geysinákvæmu
útreikninga, sem vísindamenn leggja
til grundvaílar á hreyfingum tungls-
ins, að það hefur leikið á þá sem mun-
ar nokkrum brotum úr sekúndum. Þá
má einnig nefna það, að máninn er
mjög breytilegur frá jörðinni að sjá,
stór við tunglkomu, en virðist minnka
eftir því sem hann rennur ofar á him-
ininn. Eðlisfræðingar og stjörnufræð-
ingar hafa í árþúsundir velt vöngum
yfir þessu fyrirbrigði.
Okkur hefur orðið tíðrætt um New-
ton og baráttu hans við tunglið og
þess vegna gefið tunglferðabókunum
minni gaum; — en þær héldu áfram
að koma út og vera vinsælt lestrar-
efni. Frakkar voru sérstaklega snjall-
ir við að setja saman slíkar bækur.
Sem dæmi má nefna höfundana, Cyr-
ano de B"rgerac og Fontenelle og síð-
ar Jules Verne og Flammarion. —
Hinn frægi rithöfundur H. G. Wells
kom þeirri skáidlegu, en hrollvekjandi
hugmynd á framfæri, að gígar tungls-
ins bæru göt, sem næðu í gegnum
það, og væri tunglið því eins og kringl
ótt mauraþúfa! Síðan staðsetti hann
risavaxnar maurverur þar, sem voru
vel viti bornar, en höfðu lúns vegar
hrollvekjandi lífshætti.
Okka eigin lífshættir kunna að
virðast mörgum ekki síður hroll-
vekjandi. Við lifum á tímum reiknis-
listarinnar og tækninnar, en niður-
stöður hennar byggjast ekki á sköpun
arhæfileikum nútímamanna, heldur
á djúpsæjum og djörfum hugmynd-
um horfinna kynslóða. Þeir möguleik
ar, sem urðu til við lögmál Newtons
og annarra vísindamanna, hafa verið
útfærðir með betri tækjum, og tækni
fræðingar hafa með skipulögðum til-
raunum og rannsóknum gert áætlanir
um það landtak á tunglinu, sem við
bíðum eftir að verði að veruleika þá
og þegar. En sú tíð er horfin, að
almenningur gæti búizt við, að þar sé
að finna farfugla eða hvíldarstað fyr-
ir þreyttar og slitnar taugar. Hug-
myndaflugið hefur vikið úr þeim
sessi, sem það hefur haldið í árþús-
undir.
Með djúpum söknúði verðum við
að viðurkenna, að draumurinn um
tunglið er liðinn undir lok.
Fjallavatnið
Framhald af bls. 491
þennan ófögnuð. Rifjar upp end-
urminningar um bardagann við
tófuna, sem hann drap. Sú saga
verður ekki endurtekin — nú eru
tveir á móti einum. Hann þarf að
treysta á annað en kraftana í
þetta sinn.
Kveinstafirnir í yrðlingunum
500
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ