Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Page 13
 svona fátækleg og frumstæð, en í útlöndum og e.t.v. bara í Keykja- vík voru til margs konar veiðar- færi, sem auðvelt var að veiða þá með. — Og þó, það gat borið við, að bara einn af þeim stóru tæki á færin okkar, og þá mundum við taka á allri kænsku og lagni til að koma honum á iand. Svona sil- unga höfðum við séð stöku sinn- um, þegar fullorðnu mennirnir veiddu þá í ádráttarnet seint á haustin í Rangá. Við dvöldum ekki lengi við hyl- inn, því að okkur þótti veiðin rýr. Við hönkuðum upp færin og sett- um litlu silungana á kippu, tókum Randver í lautinni, og nú settist ég á bak honum. Svo héldum við sem leið lá suður með ánni. Þegar við komum suður undir Sauð- hamar, sáum við Golsu standa þar uppi, montna, örugga og hnar- reista með tvö lömb sitt við hvora hlið. En Golsa hafði orðið fyrir miklu umtali heima, og fengið auknefnið Fjallafála. Þótt hún væri orðin fimm vetra, hafði hún aldrei orðið kvíaær, af því að hún fór snemma sumars til fjalla, og varð enginn hennar var fyrr en síðari hluta sumars. Þá kom hún í heimahaga með vænan dilk, og stundum tvo, og allt fas hennar bar vott um, að hún þóttist hafa unnið fyrir mat sínum; og svo var það nú. Hún stóð grafkyrr og starði á okkur, þótt við nálguð- umst hana, þar til hún stappaði niður framfótunum og rauk í burtu, og dilkarnir fylgdu henni fast eftir. Nú beygðum við til vesturs og yfir Hákrappa; þetta svæði, sem var sífellt undrunarefni í okkar augum. Geysidjúpar og þröngar lautir, sem ekkert sást úr nema himinninn, hvíldu milli hóla og barða, og allt var gróið grasi. Þá vissum við ekki hvernig þetta land hafði skapazt, en sáum bara, að það var ólíkt öðru landslagi, sem við vorum kunnugir. En nú vitum við, að þetta eru ævagamlar eldstöðvar, og að löngu fyrir land- námstíð hefur þetta land staðið í Ijósum l'oga. Það.var þarna, sem stundum á dimmum vetrarkvöld- um sást heiman frá bænum, hand- an við ána, bláleitt ljós, og sagt varð að logaði upp af peningum, sem grafnir höfðu verið í jörð Þegar við komum yfir Hákrapp- ann, sást til Rangár. Við höfðum sjaldan rennt í hana og aldrei orðið varir, enda trúðum við því, að þar gætv aðeins fullorðnir Bergsteinn Kristjánsson Þessi þreklegi dráttarklár og stúlkan virðast vera miklir vinir. Oft verða til hlýjar tllfinningar milli barns og hests, elns og fram kemur í þessari greln. Að vfsu fjallar grelnin ekkl um stúlku og hest, heldur drengi og hest. Það breytir engu; barnssálin er söm við sig. menn veitt í ádráttarnet. Nú tók- um við stefnuna þangað. Ég lofaði Monsa að setjast á Randver til að hvíla sig. Næst stönzuðum við í dálitlum hvammi og þar ætluðum við að borða nestið okkar. í botni hans sprettur fram silfurtær læk- ur, sem heitir Krappalækur. Það er eins og hann renni ekki fram, heldur líði eða veltist eins og bráð inn kristall, og hann er svo tær, að við sjáum steinana í botni hans nærri því skýrar en þá, sem á landi eru. Stundum synda endur við gróna bakka hans, og agnar- litlar flugur, dökkar á lit, flögra á steinunum kringum hann, eins og þær séu að leita sér svala í sumarhitanum, því að hann er alltaf kaldur, og því gott að að drekka úr honum þegar heitt er í veðri. Það er ekki að undra, þótt svona lindir fái á sig helgi, og öðlist jafnvel lækningamátt, þar sem þær eru fágætar, og það munaði minnstu, að þessi lækur hefði á sér eins konar helgi í okk- (Ljósm.: Páll Jónsson). ar augum vegna hreinleikans. Því var það, að þegar við vorum að enda við að borða nestið okkar, hrópaði Monsi til mín og sagði: „Teymdu hann Randver frá lækn- um, því aö mér sýnist hann ætla að fara að pissa í hann. Ég forð- aði læknum frá þessari saurgun. Ég tók rýjuna undan bitanum okkar og stakk henni í vasa minn. Monsi stóð nú upp og tók færin. Ég tók í tauminn á Randver, og við gengum allir frá læknum yfir lága hæð í áttina til Rangár. En þegar við komum á brún hæðar- inar, blöstu við okkur Rangár- hólmar og umhverfi þeirra. Þar er umluktur dalur: í suðri af hæðinni, sem við stóðum á, — í norðri af svörtum og háum mó- bergshamri norðan Rangár. í austri af Tungufoss, háum og vatnsmiklum, syngjandi sitt gamla lag. En hann sýnist samt vatns- minni en hann er, því að nær belmingur af vatni hans steypist Framhald á bls. 573. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.