Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Síða 6
Guðimindur Pálsson, sem áður var í Dilksnesi og hreppstjóri þar í sveit. Má vera, að' það sé ekki tilviljun ein, sem því ræður, að hann nær biisetu í Lóni. Óneitanlega líkur til þess að hann hafi verið bróðir Snjólfs, þess vegna fengið leigt jarðnæðið öðrum fremur, unz eigandinn færði allt sttt þangað. Það er ekki merkilegt, sem sönnunargagn um skyldleika, en þó athyglisvert, nve nauðalík rithönd þessara tveggja manna er á föður- nafni þeirra. Við manntal 1762 bjó Guðmundur Pálsson í þríbýli á Bæ í Lóni, hinni fornfrægu jörð Úlfljóts löggjafa. — Hann er þá 49 ára. Eona hans fjór- um árum yngri. Börn þeirra taiUn fjögur: tveir synir, annar 17 ára hinn 12; dætur 15 og 11 ára. Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikillar ónáikvæmni gætir um ald- ur manna í manntalssikýrslum og sóknarmannatölum. Sú hefur orðið raunin á, þegar Eiríki Guðmunds- syni eru talin æviárin. Þó kemur í ljós við leiðarlok að aldur hans nemur heima við það, sem yngra syni Guð- tnundar bónda í Bæ er talið á fyrr- nefndu manntali. Fullvíst er og að Eiríkur átti eldri bróður. Það var Bárður, sem lengi bjó á Stafafellshjáleigunni Hraunkoti. Eftir framansögðu verður ekkert fullyrt um ætt Guðmundar PMssonar. Hitt fer varda milii mála að þeir bræður, Bárður og Eiríkur, voru syn- ir hans. Eirikur Guðimundsson var fæddur um 1749, fæðingarstaður sennilega Dilksnes í HornafirðL í úrskriftum úr sýslumainnsbréfum um um póstmálin kemur fram, að Eirikur var hreppstjóri í Lóni, teíkið við embættinu eftir Árna Pálsson bónda i Firði. Árni var sonur Páls Snjólfssonar og því föðurbróðir Ei- ríks, ef áðursögð tilgáta um ættemi hans er ekiki hrein lokleysa. En segja má í fuillri vissu, að páJl gamli í Firði og tveir synir hans þénuðu hreppstjórastörfum í svett sinni hálfa öld og betur þó. Sumarið 1785 barst til landsins bólu sótt, sem varð mannskæð. Á næsta ári verður ferill hennar rakinn aust- ur um Austur-Skaftafellssýslu frá vor dögum fram yfir áramót. í október- mánuði kom hún upp á Innbyggð í Nesjum, fór eins og eldur í sinu um svettina og lagði 23 menn í gröfina. Faraldurinn geisaði í Lóni um lí’kt leyti. Engar skýrslur eru til um dauðsföll af völdum veíkinnar þar í sókn, arfaskipti í nokkrum dánarbú- um gefa þó auga leið til þess, sem gerzt hefur. Guðný húsfreyja á Þorgeirsstöðum var ein þeirra, er önduðust þennan vetur. Ef tiil vill hefur bólusóttin orðið henni að aldurtila. Dánarbúið var skrifað upp 22. dag marzmánað- ar. Þarna var ekki mikill auður í garði, samt meiri en víða gerðist í þann tíð. Móðuharðindin höfðu alls staðar höggvið stór skörð í bústofn, gerðu marga eignalausa, sem áður voru bjargálna. Heildarverðmœtin, sem til skipta komu, voru rúmir 44 ríkisdalir í fríðum peningi og dauðum hlutum; jafngiiti það ellefu kýrverð- um. Ekkjumaðurinn fékk bróðurlóð, arfahlutur barnsins því fjórðungur eignanna. Eiríkur Guðmundssbn bjó á Þor- geirsstöðum eftir dauða Guðnýjar konu sinnar. Hann er þar, þegar hon- um berst Reglementið, sem átti að uppfestast í forkirkjunni á Stafa- felli — og nota til þess fjóra smá- nagla. Haustið 1787 teljast fircen menn heimttisfastir á Þorgeirsstöðum. Á árinu hefur Eiríkur hlaðið túngarðs- stúf 8 faðma danska, árið áður 6 faðma; það var strenghleðsla. Hann á tvær káligarðsholur, vafalaust upp- skorið þaðan dýrmæta búbót. Áhöfn búsins var 3 kýr og 1 kelfd kvíga, 22 kindur og 4 hross. Þetta er drýgri bústofn en áður- greind skiptagerð vísar ttt. 582 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.