Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Blaðsíða 11
mannastraumurinn frá Lissabon hafði einmitt náð hámarki árið 1941 og eyðublöðin voru útfyllt af Pól verjum, Frökkuui, Litháum, Þjóð- verjum, Hollendingum og fjölda ein staklinga af öðrum þjóðum. Þett; gerffi leitina að rithendinni — eins og gefur að skilja — mun erfiðari Meffan rithandarsérfræðingarnir unnu sitt verk með sveittan skallann, héldu leynilögreglumennirnir áfram við sitt — að þrengja hringinn ui húsvörðinn: Hinn hugsanlega njósn ara, samkvæmt bréfunum. Þegar þei hófu starfið, var um 100.000 húsverði að ræða, en rannsóknir þeirra höfðu nú leitt til þess, að þeir höfðu lagt frá 62,000 af þessum möguleikum, því að þeir komu ekki heim við lýs inguna á húsverðinum í bréfunum Eftir voru þá „aðeins" 38.000 hús verðir. Leynilögreglumennirnir urðu að fá upplýsingar sínar eftir króka leiðum. Manntalið gefur ekki upplýs ingar um það, hverjir eiga hunda, gan£a með gleraugu eða hafa nýverið málað gluggakarmana sína ljósbláa En leynilögreglumennirnir töldu ekki eftir sér að vera vingjarnlegir við mjólkursalan á næsta horni eða næsta húsi, tala við hann um heima og geima í tíu til fimmtán mínútur, leiða síðan talið með mestu ró og lipurð að húsi.nu, þar sem viðkom andi húsvörður átti heima og ganga úr skugga um, hvort hann gæti ver- ið sá rétti. Þetta starf þeirra kostaði óhemju þolinmæði, Þeir urðu að hlusta á þvaðrið i leiðinlegu fólki um einkamál sín og daglegt amstur sem þakklátir og samúðarfuliir áheyr endur og reyna smám saman að beina tali þess inn á þær brautif, sem þeir sjálfir óskuðu. Kvöldið þann 9. júní 1843 tók emn af rithandarsérfræðingum FBI blað úr staflanum fyrir framan sig og horfði á það þreyttum augum — þetta var 6.127. blaðið, sem hann skoðaði. Það var áliðið kvölds og hann orðinn þreyttur — erfiðum vinnudegi að ljúka. En um leið og hann leit undir skriftina augum, hvarf þreytan eins og dögg fyrir sólu. Hann hrópa? upp yfir sig, svo að starfsfélagar han kotnu þjótandi, og nú athuguðu þeir undirskriftina í sameiningu: Niður- staðan var vafalaus: „Jack Kenneth“ var fundinn. Nafnið á eyðublaðinu var náttúrlega allt annað, en rithand areinkennin voru þau sömu. Annar flokkur rithandarsérfræðinga var til kallaður. Þeir báru saman undir- skriftirnar/tvær og komust að þeirri samhljóða niðurstöðu, að um sömu rithönd væri að ræða. Rithandarsér- fræffingarnir höfu nú samband við FBI og sögðu mönnum þar a'ð athuga, hvort nafnið Ernest F. Lehmitz — en það var undirskriftm á farangurs- lýsingun.ni — væri á listanum yfir húsverði New York. Það var fljót- gert: — Nafnið var meðal þeirra 38 þúsunda húsvarða, sem eftir var að grennslast fyrir um. Áður en ein klukkustund var lið- m, var búið að setja hús Lehmitz þessa undir stranga gæziu, án þess að hann eða nágrannar hans hefff nokkra hugmynd um. En það var nauðsynlegt að fá svör við nokkrum spurningum áður en látið var til skarar skríða gegn manninum. Fyrst var að vita örugglega, að þetta væri rétti maðurinn og hvort einhverjir væru honum meðsekir. Hvaðan fékk hann upplýsingar sínar og hver borg- aði honum? — Þetta eru nefnilega spurningar, sem njósnarar svara aldrei, þegar þeir eru komnir í gildr- una. Það varð að fá óvefengjanlegar sannanir fyrir njósnastarfsemi hans, annars myndi bandarískur dómstóll aldrei dæma hann fyrir njósnir. Og hvað var það svo, sem bar fyrir augu leynilögreglumannanna, sem fylgdust með njósnaranum og um- hverfi hans. — Klukkan fimmtán mínútur yfir sjö að morgni kom hár og grannur maður með gleraugu út úr húsinu og gekk rösklega niður götuna, þar til hann kom að veitinga- húsi. Þar fór hann inn. Einn^ leyni- lögreglumannanna veitti honum eft- irför inn í veitingahúsið. Aðrir stóðu fyrir utan reiðubúnir að fylgja hin- um grunaða eftir, þegar hann kæmi aftur út. Veitingasalurinn var fullur að gestum, þótt svo snemma dags væri. Þar bar mest á hafnarverka- mönnum og hermönnum og sjómönn- um. Leynilögreglumaðurinn, sem hafði veitt þeim grunaða eftirför, settist við borð í horni salarins og pantaði kaffi, svipaðist síðan um. — En hvergi kom hann auga á njósnar- ann. Hann var gersamlega horfinn Hafði hann grunað eitthvað? — Neí andartaki síðar kom hann aftur inn í veitingasalinn með óhreina svuntu framan á maganum, sóp og sópskóflu í hendi og byrjaði að sópa gólfið Hann leit út fyrir að vera á sextugs aldri, hafði blá, mUd augu og rytju- Iegt hár. Hann var órakaður, leit út eins og hver annar eldhúskarl á lé legu veitingahúsi. í þrjár vikur var fylgzt með ferðum Lehmitz til og frá vinnustað. — Einn morguninn slag- aði fullur maður inn í veitingahúsið, þegar hann var að sópa gólfið og þurrka af borðum. Fulli maðurinn pantaði einhver ósköp af drykkjar- vörum og skálaði við hvern sem vildi. Hann talaði háum rómi um skipið sitt, sem átti að sigla með hann og félaga hans út á hafið, þar sem kaf- bátarnir lágu alls staðar í leyni, — þess vegna vildi hann skemmta sér dálítið síðasta daginn í landi. — Eld- húskarlinn hughreysti hann, og drukkni maðurinn bauð honum glas X fyrir elskulegheitin. Hann settist nið- ur hjá þeim drukkna og þeir töluðu lengi um skipalestir og herskipaferð. ir. \ )mu- og brottfarartíma skipa og þar fram eftir götunum — Þessi drukkni og málglaði maður var leyni- lögreglumaður, sá fyrsti af mörgum, sem lögðu leið sína í þetta kaffihús í alls konar dulargervi. Auk þess. töluðu dulbúnir leynilögreglumenn við nágranna Lehmitz og vini, — alla, sem eitthvað þekktu til hans Jú, Lehmitz var indælisnáungi. Ham er húsvörður í götunni okkar og teJ ur myrkvunartímann mjög hátíðle; (borgin var myrkvuð að næturla^. vegna loftárásarhættu). Já, og hann er e’ :ert blávatn við garðyrkju, sai atrækt er hans sérfag. Hann hefur líka hænsni og dreymir um að eign- ast hænsnabú einhvern tíma. Hann hafði málað gluggakarmana sína ljós bláa nýlega. — Þannig fengu leyni- lögreglumennirnir svör við spurning- um sínum smátt og smátt með óþrjót- andi elju. FBI strengdi netið þéttar og 27. júní klukkan átta að morgni var Leh- mkz handtekinn — nákvæmlega einu ári, fjórum mánuðum og sjö dög- um eftir að fyrsta bréf hans hafði borizt í hendur FBI ndirskrifað með „Jack Kenneth". Lehmitz hafði flutzt til New York árið 1908 og fengið stöðu sem skrif- stofumaður við þýzka sendiráðið í New York. Hann hafði fariff nokkr- um sinnum til Þýzkalands á vegum sendiráðsins, síðast 1938. í þessari síðustu ferð hans til föðurlandsins hafði þýzka leyniþjónustan farið fram á það við hann, að hann tæki að sér störf fyrir hana. Hann hafði ekki vogað sér að andmæla og var því næst sendur á þýzkan njósnaskóla Vorið 1941 fór Lehmitz aftur tll Bandaríkjanna og var skipað að halda sig hvergi í nálægð þýzka sendiráðs- ins, útvega sér fasta vinnu og haga sér algerlega eins og hver annar óbreyttur bandarískur borgari. Leh mitz hafði leikið hlutverk sitt vel Nágrannakonurnar hugguðu frú Lehmitz, þegar maður hennar va handtekinn. Ein þessara kvenna sem átti tvo syni í stríðinu, sagði: Ernie verður fljótlega sleppt. Það getur ekki verið neitt alvarlegt, sem hann hefur gert. Sá maður gæti ekk gert flugu mein. — En Lehmitz losnaði ekki fljótt úr haldi — Hann var-dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Handtaka Lehmitz hafði verið FBJ mjög erfitt viðfangsefni, sem hafð' kostað þrotlaust starf margra hundr- aða manna í sextán mánuði. — Allt þetta starf hafði einn „venjuiegur“ eldhúskarl í lélegu veitingahúsi kost- að. En það var einmitt það, hvað hann virtist venjulegur, sem gerði hann svo injög erfiðan viðfangs. T I M I N N — SUNNUDAGS15LAÐ 587

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.