Tíminn Sunnudagsblað - 14.07.1963, Page 15
miiiiimiiiiimmiiimmiiimiimmiiiiimimimmmmmiimiiitimimmiimmiiimiiiiiimiimimmmiimiimmmiimiimmm
PRÓFRAUNIR
Hefur þú, hver sem þú nú ert,
aoklrru sinni hugleitt það, hve
mikil ánægja er í rauninni fólgin
í því, að lesa fyrir próf og vera
í prófum? Ég er sem sé að kom-
ast að þeirri niðurstöðu, þótt
seint sé, að það sé gaman! Er ekki
gaman (ég meina sko eða hitt þó
heldur) að sitja yfír hnausþykk-
um skræðum og læra, þegar all-
ur heimurinn brosir við manni
fyrir utan? Jú, svo sannarlega!
Hmmmmm).
Vorprófin eru á þeim ákjósan-
.egastn og freistingaminnsta árs-
:íma, sem hægt er að hugsa sér.
Hugsaðu þér bara: Gtampandi sól-
kin, allir niðri í bæ að labba með
litlu systur niðri við Tjörn að
efa bra bra. Og ínni sitjum við,
■æsalings íórnarlömb skólanna,
>g reynum allt hvað við getum
ið koma sma vitglóru tnn i okkar
aykku höfuð. Dásamlegt!
Tölcum til dæmis vorprófin i
linum skóla.
Fyrsta prófið var vélritun. Og
^fan á allt sálarstríðið, sem við
íáðum innra með okkur, bara
;vona upp á „punl“, af því að
þetta voru nú einu sinni próf, var
vesalings prófdómarinn dæmdur
il þess að sitja inni í stofunni,
.neð sinn mildasta svip. En hann
hefði nú eins mátt missa sig, því
að milli þess sem hann brosti til
vélritunarkennarans reyndi hann
að dylja það, að'hann væri i raun-
inni að lesa reyfarann, sem hún
Ounna sagðist hafa vélritað blind-
andi. Jæja, nóg með það, búið er
búið og gert gert. Daginn eftir
burftum við að fórna heilli fimm
bíósýningu í bókfærslupróf. Já,
og raunar ekki aðeins fimmbíói,
heldur sjö og níu líka. Prófið var
búið klukkan átta, og þá heim
að borða og skipta um föt, ef mað-
ur hefði ætlað í bíó. Það er ekki
hægt að fara með garnagaul í bíó,
því að þá heyrir fólkið fyrir aft-
an ekkert, hvað maður er að
hvísla að sessunautnum( ef mað-
ur er þá ekki einn) og varðandi
fötin, þá er ekki hægt að fara í
bíó í fötum, sem lykta af prófum
og allra sizt bókfærsluprófum.
Jæja, þegar ég var loksins bú-
in að sætta mig við þessar bió-
fórnir, hlammaði ég mér alveg
óvart á næstfremsta borðið, en
fyrir framan mig sat hann Ólafur
kennari og ias Tímann af öllum
lífs og sálar kröftum, og ég varð
svo spennt að vita, hvernig vonda
veðrið á Hornströndum hefði ver-
ið, að ég gleymdi alveg hreint,
hvort Siggi hefði fært færslu 16
á „Kredit“ viðskiptamannareikn-
ing eða „Debet“, kostnað. Ég varð
að kíkja aftur, en þá varð Ólafi
allt í einu svo illt í hálsinum, og
fór að ræskja sig, og þá varð ég
skíthrædd og fór að telja skíta-
klessurnar á glugganum. Jæja,
hvað um það, ég setti það nú
„Debet“ vörur af því að hann
Siggi gerði það ekki, en hann
sagði nefnilega áður en hann fór
í prófið, að hann kynni ekkert,
en svo var þetta það eina, sem
hann kunni. Ég sagði bara „01-
ræt“, og fór heim til að lesa fyr
ir næsta próf, sem reyndist vera
enska. Ég las til klukkan 3 um
nóttina, meðan hún Sigga vinkona
fór á Svejk með Gunna og hló og
hló. Já, það er munur að geta lif-
að lífinu brosandi og það i próf-
um. — Jæja, þegar í enskuprófið
kom, komst ég að raun um það,
að ég hefði al'veg eins getað sofn-
að strax og ég kom heim úr bók-
fæisliuprófinu. Stflinn, sem var
um gamlaji bónda og uppgefna
vagnklárinn hans, gat ég svona
nokkurn veginn klárað, en mál-
fræðin og þýðingin var vægast
sagt hörmuleg. í fyrsta lagi vissi
ég alls ekki, hvernig núliðin tíð
var mynduð og i öðru lagi ekki
hvað ræða var. íslenzki stíllinn
var hreint ekki svo slæmur, en
sjötta skilningarvitið verkaði ekki.
þegar ég vissi ekki, að spinna
átti að vera með ypsiloni af því
að hún spann i gær, en ekki í dag.
í greinamerkjaverkefninu gleymdi
ég að aðskilja Pétur og vinnu-
konuna með kommu og í ritgerð-
inni vissi ég ekkert, hvort hann
Jón gamli ætti nú að vera dáinn
eða enn í fullu fjöri við rollurn-
ar sínar.
Svo kom danskan. í stílnum
átti að skrifa um konu, sem var
svo hjálpsöm og góð, að góð-
mennskan geislaði út úr stílaverk-
efninu. Og af því að ég er nú
skáti, hlýtur mér að hafa gengið
vel; skátar eru nefnilega svo góð-
ir, jafnvel þótt þeir brjótist inn
í þýðingunni misskildi ég eina
greinina, en ég vona bara, að kenn
arinn misskilji ekki, að ég skyldi
misskilja hana; það gæti nefnilega
valdið slæmujn misskilningi.
Jæja, þá var þýzkan. Mér tókst
nú svona nokkurn veginn með
guðs hjálp og góðra manna að
þýða Erich og bækurnar hans stór
slysalaust, en málfræðin, — guð
minn góður! Jæja, sleppum því!
I heilsufræðiprófinu gerði ég þá
stórmerku uppgötvun, að í raun
inni væri ég búin að fá leið á
Gvendi og eftir það gekk mér
svona glimrandi vel. Ég skrifaði
að vísu, að sérstaklega hentugt
væri að láta handleggsbrotjnn
mann ganga mikið með handlegg
inn lafandi, en það er víst ekkt
gott. Ég hélt það nú ekki heldur,
en mér datt í hug, að það gæti
verið, að limurinn stirðnaði, ei
hann væri látinn vera í fatla
en jæja, það er of seint — Ég
gleymi aldrei heigmnr, sem ég
fórnaði í mannkynssöguna Hún
er sú yndislegasta, sem ég hef upp
lifað. Ég er viss um, að ég mun
eiga miklu betra iíf fyrir höndum.
af því að ég kann þetla allt, ec
ég annars hefði haft. En svo lét
ég hana Flórense Nigbtingale
vera uppi ailtof snemma og þar
að auki sagði ég, að hún hefði
verið brennd á báli fyrir mikla
mannvonzku, en hún var það nú
alls ekki. Annars finnst mér það
miklu meiri mannvonzka að
brenna fólk á báli en að vera
mannvondur.
Ég las svo vel fyrir þeua próí,
eyddi ekki nema 4 túnum í að sjá
Spartakus og hló mikið að því,
hvað hann Svavar Gess er nú
þunnur, og samt gekk þetta svona.
Jæja, það þýðir sko ekki að naga
sig í handarbökin núna, það er
of seint. íslenzkan var ágæt. Þar
sat teiknikennarinn yfir, og teikn.
aði skopmyndir af okkur og tók
ekkert eftir því þó að við . . .
jæja, uss! Svo kom stærðfræðin
Ég hef alltaf vitað, að 2-f 2 eru 5
Framhsld á bls. 598.
ÞESSi GREIN er eftir unga stúlku, Hretnu Hektorsdóttur, sem
útskrifaðist úr kvennaskólanum nú í vor. Hún tekur fram —
til að forðast vandlega allan misskilning — að efniS í greinina
sé ekki sótt í próf kvennaskólans, heldur sé þaS eins konar sam-
hland raunveruleika og heitaspuna.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiicíiiiiiiiimiiiiiiiiisiiiiiiiiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiiimiiiimiiT
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
591