Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Blaðsíða 6
Svona telja menn, aS Tenochtitlan hafl litiS ut áriS 1519, þegar Spanverjar komu þangaS. Til vinstrl sést hiS mikla hof striðsguðsins og viS hlfS þess höll Axayacatls og Montezuma. Fremst á myndinnl sést hof vindguSsins, Ehecatl-Quetzalcoatl. aldirnar tekur menning þeirra stakka- skiptum. Þeir læra af nágrönnum sínum, sem þeir voru skattskyldir og háðir að fleiru, og laga sig að þeirri menningu, sem fyrir var. Þeir taka upp þá þjóðfélagsskipun, sem tíðkaðist í Mexíkó, borgríkið. Og ár- ið 1428 eru þeir orðnir voldugasta þjóðin á stóru svæði og halda þeim yfirburðum allt til þess, að ríkið fedl- ur fyrir vopnum Spánverja tæpri öld síðar. Þegar rætt er um Azteka er þess vegna ýfirleitt átt við Tenochca, en þess ber að gæta, að þeir hafa fátt lagt til í þá menningu, sem við Azteka er kennd, nerna mannfórnim- ar, sem síðar verður vikið að nánar. Annálar Tenochca herma, að þeir hafi lagt upp frá heimkynnum sín- um árið 1168. Áður bjuggu þeir á lyju í stöðuvatni einu í Mexíkó, restanverðu. Eftir að hafa siglt tU strandar, fundu þeir á hæð einni líkneski stríðsguðsins Iluitzilo- pochtli. Þetta likneski mátti mæla, og varð guðinn ráðgjafi þeirra. Lík- nesikið báru þeir með sér á ferðum sínum. Á öllum áningarstöðum var líkneskið tilbeðið, en til endur- gjalds varð guðinn ráðunautur þeirra. Ferðamáti Tenochca var sá, að dvelj- ast heilt ár á sama stað. Á undan meginflokknum fóru l'andkömnuðir, sem leituðu næsta áningarstaðar og sáðu þar korni, sem fólkið síðan skar upp, þegar það flutti sig þangað. Árið 1248 settust Tenochcar að við strendur Texcocovatns, skammt frá þeirri eyju í vatninu, se<m höfuðborg þeirra var síðar reist á. Þarna lifðu þeir í friði við nágranna sína um skeið. En brátt tókust ýfingar milli þeirra. Deil- urnar hófust, þegar ungir menn úr flokki Tenochca hófu ránsferðir upp með vatninu til kvenna, en slíkt er algengt í norðanverðri Ameríku og þykir virðingarauki. Nágrannarnir reiddust þessu, og hófu herferð gegn Tenochcum. Voldugastur á þessum slóðum var þá ættbálkur, sem kall- aðist Culhuiar og höfðu þeir miðstöð í borginni Cuhuaoan. Culhuar her- námu höfðingja Tenochca og mik- inn fjölda þjóðar hans og höfðu heim með sér í þrældóm. En áður en á löngu leið vænkaðist hagur Tenochca að nýju. Coxcox hét á þessum tímum höfðinginn yfir Culhuacan, og von bráðar lenti hann í ófriði við aðra granna sína. Hann kallaði Tenochca til vopna, og þeir gengu til bardagans í fylkingar- brjósti. Tenochcar tóku þarna ekki færri en þrjátíu fanga, en áður en þeir seldu þá í hendur herjum Cul- hua, skáru þeir af föngunum ann- að eyrað. Að loki.nni orrustunni flutti Coxcox tölu og lofaði þar hreysti sinna manna, en hæddi Tenochca, sem komu tómhentir heim. Tenoch- car hlustuðu þegjandi á ræðu höfð- ingjans, en þegar hann settist niður, spurðu þeir, hvers vegna annað eyr- að vantaði á alla fangana. Þegar þeir höfðu þannig beint athygli Cul- hua að þessu undarlega fyrirbrigði, drógu þeir eyrun, sem vantaði, fram úr pússi sínum, óg sqnnuðu þanmg afrek sitt. Við þetta jókst hróður Tenochca mjög, og þeir héldu á fund húsbónda síns, Coxcox, og báðu hann að gifta dóttur sína höfðingja þeirra. Coxcox játti bónorðinu, en Tonochcar urðu svo fegnir, að þeir fórnuðu stúlkunni til dýrðar fjósemigyðjunni Toci, Föð- ur hennar buðu þeir til hátíðahald- anna. Hann hafði búizt við brúð- kaupi, en lenti í blótveizlu og varð að vonum æfur við, kallaði her sinn til vopna, en Tenochcar flúðu út í eyjar á vatninu. Á þessum tíma var Texcoco annað voldugasta borgríkið við vatnið. Þó kom aldrei til beinna átaka milli þess ríkis og Culhuacan, enda borg- irnar sín á hvorum bakka. En hvor- ugt ríkjanna komst þó hjá ófriði. Um miðja 14. öld hófst uppgangur ætt- bálks, sem kallaður var Tepanekar. Landrými þeirra reyndist of lítið, og undir stjórn mjög færs höfðngja, Tezozomoc, Iögðu þeir undir sig lönd næstu nágranna sinna. Culhuar urðu brátt fyrir þungum búsifjum* af þeirra völdum, og margir þeirra flúðu til Texcoco. Ekki löngu síðar kom til ófriðar milli Tepaneka og Texco- coa, og lauk honum með sigri hinna fyrrnefndu og íalli höfðingja Texco- cos. í þessum átökum voru Tenochcar bandamenn og skattþegnar Tepaneka. Höfðingi þeirra, Huitzilhuitl II. var kivæntur dóttur Tezozomocs Tepa- nekahöfðingja. En vináttan stóð ekki 606 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.