Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Page 10
grilltum við i dalskvompu eða hvilft, sem skarst inn í fjallshlíðina, sem þarna var mjög brött. Við okkur bl'asti nú sjón, sem við störðum á steini lostnir. — Inni í þess'ari hvilft var eins og stærðarsylla utan í fjall inu. Á þessari syllu reis kastali eða riddaraborg, hlaðin úr gráum steini. ek'ki ýkjastór. Allt í kring uxu himin- há tré, sem huldu þessa fornu bygg- ingu svo gersamlega, að hún gat jafn vel ekki sc»:t neðan úr hlíði'nni eða láglendinu, sem við gizkuðum á, að hlyti að vera einhvers staðar fyrir neðan í þokunni. Ofan við höllina reis brött fjallshlíðin, sums staðar hengiflug, sem sl'útti nær fram yfir sig, einmitt yfir syllunni, þar sem riddarahöllin stóð. Vegurinn, sem við höfðum farið, lá að borginni og endaði þar auðsjá- anlega. Hár múrveggur reis umhverf- is þessa ÞyrnirósuhöU. — Hér bjó greindega ekki nokkur lifandi sál Við gleymdum allri þreytu og stukk um að hallarhl'iðinu. Það var harð- lokað með digrum slagbröndum að innan. Foringinn var ekki seinn á sér að klifra upp í tré, sem óx faist við múrinn og breiddi gildar greinar inn yfir hann. við klifruðum á eftir og komomst brátt upp á múrinn og ofan i haHargarðinn. Við skar'kalann í okk- ur fældust upp nokkrir refir, sem höfðu verið að snuðra þarna, kannski átt hér greni. Háir borgveggirnir gnæfðu nú yfir okkur, dökkir af væt- unni, sem ýrði úr þokunni. Okkur varð nú ljóst, að bygging þessi hlaut að vera margra alda gömul, því að engir gluggar voru í veggjunum, nema raufar hátt uppi. Hall'ardýmar voru loikaðar með rammgerðri eirsleg- inni eikarhurð. Okkur lék nú heldur en ekki for- vitni á að reyna, hvort hurðin væri læst. Við ýttum á hana allir senn af öllum kröftum — og viti menn! Hurð- in lét undan, og marraði hátt og il.Iskulega í tröillauiknum hjörunum. Við blasti dimmt og stórt anddyri með heliugólfi. En um leið þusti eitt- hvað út, fram hjá okkur með gargi og tíðu vænigjablaki. Stærðarhorn ugla hafði hrokkið upp af værum blundi vi'ð þessa óvæntu heimsókn. Það var ekki trútt um að það færi um suma af okkur, þegar þessi draugs legi fugl hentist fram hjá eins og ímynd friðvana sálar einhvers hinna fornu íbúa þessa undarlega húss. Við gengum inn í háreist anddyrið, þar sem hurðir stóðu í veggjum í ýmsar áttir. Við ýttum á sumar þeirra, en þar sem mikið átak virtist þurfa til að hræra þær úr stað, völd- um við stærstu hurðina og lögðumst á hana af öllu afli. Þá opniaðist hún loks inn í stóran sai með planikagólfi, svörtu af elli. Þetta var auðsjáanlega riddarasalur hallarinnar. Klunnalegir trébekkir stóðu meðfram veggjum. Stærðararinn var greyptur inn í ann- an langvegg. Gluggar voru engir, en Ijórar með tréhlemmum fyrir, sem sumir voru annað hvort fokmir eða fúnaðir burt, báru daufia röfckurbirtu um þennan fomeskjulega sal. Á veggjum héngu vopn og herklæði, skildir og skjaldarmerki. Allt var þetta kolryðgað og kónguióarvefir og húsaskúm i þykkum blæjum um allt. Samt virtust þessir munir furðuvel varðveittir, þar sem enginn vafi gat lei'kið á um, að þessi búnaður allur gat ekki verið yngri en frá 14. eða lí öld. Við vorum auðvitað, furðu lostn- ir yfir öllum þessum undrum, sem þarna gat að líta, en fornfræðilegur áhugi okka-r var af skornum skamm Við vorum fyrst og fremst skólapilt- ar í sumarleyfi og því efst í huga að hafa sem mest gaman upp úr öllu, sem fyrir okkur bar. — Foringinn var nú í essinu sínu, og tók hann að íkipa okkur fyrir verkum. Sumir skyldu fara út og sækja eldivið, sem sannarlega var nóg af þarna, en aðr- ir áttu aö sópa burt því mesta af kóngulóarvefum og öðru rusli, svo að við gætum sem fyrst setzt að veizlu, eins og kurteisir riddarar höfðu fyrrum gert á þessum stað. Og þegar dimmt var orðið, sátum við feringum stærðarbál, sem logaði glatt í hinum forna arni riddiaranna, og hrósuðum happi yfir svo ágætum endi á hrakningum okkar og vegvill- um. Foringinn tók nú upp flösku úr nestismal sínum og het á okfcur að drekka skál hinna fornu íbúa þessarar virðulegu hallar. Gerðist brátt glaumur mikill í hópnum, og tóku menn að isyngja alls konar söngva og þjóðvísur, svo að glumdi undir í hinum eldgömlu hvelvfingum. Einn í hópnum var dansmaður mikill og vildi endilega fara og sýna ofckur fornan sverðdans, sem hann taldi víst, að riddararnir hefðu iðkað í veizlum sínum hér fyrr meir. Gerðu allir góðan róen að þessari uppá- stungu og sfcipaði foringinn svo fyrir, að við skyldum allir herklæðast, svo að veizlan yrði að öllu í fornum stíl. Við stukkum upp og rifum ofan af veggjunum ryðgaðar brynhosur, hringabrynjur og hjál-ma, skildi, sverð og spjót og tróðumst í þetta eftir beztu getu, og náði loks kætin hámarki, þegar dansmaðurinm stökk fram á mitt salargólfið, íklæddur kolryðgaðri hringabrynju, meS hjálm á höfði og sverð í báðuim höndum. Ekki varð nú dansinn liðlega stiginn, því að bæði var, að hann var óvanur slíkum herbúnaði og vopnin afar þung og ómeðfærileg. Samt gerði hann eins og hamn gat, hjó og lagði í allar áttir, skók bióðrefilimn og öskraði ferlega. Við hirnir sungum og klöppuðum, stöppuðum niður fót- unum i takt við hljóðfall lagsins, sem danismaðurinn þóttist vera að dansa eftir. Damsarinn vildi nú sýna listir sínar fyrir alvöru, tók undir sig st'ökk í loft upp og ætlaði að stiga til jarðar af miiklli fimi — en brást bogalistin og féll kylliflatur á hið forna trégólf með miklum skruðningum. — Um leið heyrðist brestur. Gólfið þoldi ekki þennan harða skell og brast í sundur. — Ég gat rétt náð til að kippa í kappann, áður en hann steypt ist ofan í kolsvart gimald, sem opn- aðist þarna í miðjum salnum. Við urðum snöggvast skelfingu lostnir — hvort allt gólfið ætlaði að hrynja undan okkur, ofan í eitthvert hyl- djúpt svarthol. En ekkert slíkt gerð- ist. Þá breyttist ótti okkar í ákafa forvitni. Hvað var þarna niðri? Hinn dansandi riddari hafði diegizt upp á bekk og sat þar ringlaður. Hann hafði orðið svo óttasleginn, þeg- ar gólfið brast undan honum, að hann hafði alls enga löngun til þess að kynnast þeirri vistarveru nánar, sem þama kynni að finnast, hvernig svo sem henni væri háttað. Öðru máli var að gegna um foringjann. Hann vildi óður og uppvægur rann- satoa þetta op, hvað þar byggi fyrir neðan. En hvorki homum né neinum okkar hinna þótti fýsilegt að i'ara þangað fyrstur, því að engin leið var önnur til þess að kamna gímaldið en að láta einn mann síga niður í fjall- göngukaðlinum með kerti í hernd- inni. Loks var ákveðið að varpa hlut- kesti um það, hyer fara skyldi fyrst- ur. Hluturinn féll a img. Mér varð ekki um sel. En það mikið vorum við búnir að lofa hreysti og hugrekki okkar germönsku forfeðra og gorta af hetjublóði þeirra, sem um okkar æðar rynni, að ég gat ekki hugsað til þess- að láta Þjóðverjana sjá, að ég — niðji hinna rorrænu víkinga — rynni af hólminum, þegar mest á reið. Ég lét þá því orðalaust binda um mig kaðalinn, tók méi* logandi kerti x hönd — og síðan létu þeir mig síga hægt og ákveðið niður í myrkr- ið. Brátt fann ég, að kaðallinn snerti botn og rétt á eftir stóð ég föstum fótum á gólfi. Ég lyfti upp kertinu og litaðist um. — Aldrei verð ég svo gamall, að ég gleymi þeirri skelf- ingu, sem altók mig við þá ferlegu sýn, sem við mér blasti: Afskræmis- legur mannshaus, grimmdin og illsfc- an uppm'áluð, gægðist á mig innan úr myrkrinu. — Ég var að því koen- inn að tryllast — en þá datt mér í hug: Þú ert Dani. Æt'larðu að láta Þjóðverjana heyra þig ærast! — Ég tók á öllu, sem ég átti til og stillti mig. Hin djöfullega ásjóna glápti sem fyrr. Þá sá ég lengra innan við hana grilla í aðra ófreskju, engu óferlegri. Þetta var óskaplega ófrýni- 610 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.