Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1963, Qupperneq 14
Eyðibýli í brunasveitunum Skaftáreldar brunnu 1783. Glóandi hraunstraumar runnu frá gosstöðv- unum fram í byggð í austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu. Margar jarð. ir eyddust og enn aðrar stórspillt- ust af ágangi hraunflóðanna. Körmungarnar, sem fóru í kjölfar náttúruhamfaranna voru ægilegar um land allt, en stórkostlegastar í bruna- sveitunum. Engin undur, þó að þetta væri almennt talið refsidómur guðs og dómsdagur væri í nánd. Dunur og dynkir kváðu við, landið nötraði, um nætur var bjart af eld- bjarma sem um dag. Andrúmsloftið var mettað brennisteinsfýlu. SóUn svamlaði í öskumistri, blóðrauð og torkennileg. Yfir jörðinni grúfðu bla- leitar gufuslæður — tákn hins bláa dauða. Gróðurinn visnaði og mornaði. Skepnur ráfuðu eirðarlausar í högun- um, hungraðar og óttaslegnar; féllu síðan úr hor og sjúkdómum. Þúsundir landsmanna gengu fyrir ætternsstapann. — Margir, sem heimili áttu i nágrenni eldanna, lögðu á flótta eitthvað út í óvissuna; varð öllum þrautaganga. Fjöldi þessa fólks átti ekki aftur- kvæmt á gamlar slóðir, týndi tölunni f hallærinu eða settist að í öðrum héruðum. 1785 voru talin 76 byggð býli milli sanda í Vestur-Skaftafellssýslu, en 47 í eyði. Á næsta ári gekk erfið- lega að byggja eyðijarðir, þó að um- boðsmenn leituðu eftir að fá þangað ábúendur; kom til fólksfæð og fá- tækt. Opinberar greinargerðir sýna hve lífskjör leiguliða voru bárgborin, getan engin til að greiða landskuldir. Á Alþingi við Öxará sumarið 1786 samdi Lýður sýslumaður Guðmunds- son, skýrslu um eyðijarðirnar. Þar er samandreginn mikill fróðleikur um ástandið og bent á hvað gera þurfi væntanlegum ábúendum til stuðnings og uppörvunar. Hér verða nefndar tvær jarðir, sem þessi frásagnarþáttur kernur síðar við. „HÖRGSLAND spítalajörð. Einn af þremur ábúend- um, nefnilega Bjarni Sigurðsson. fluttist þangað í vor úr Rangárvalla- sýslu með konu og tvö börn. Hann hafði ílúið þangað,, er hann hafði misst allar skepnur sínar. Hann á tvo hesta, annan hefur hann keypt fyrir þá peninga, sem hann fékk úr fyrst gefnu samskotunum, hinn hefur hann að láni á leigu. Hann á enga kú, sár- fátækur, þó duglegur verkmaður. Hefur þörf fyrir eina kú og sex mylk- ar ær. Þrjár hjáleigur, sem heyra jörðinni til, eru í eyði, en þær mættl byggja ábúendum, ef þeir fengju styrk; 2 kýr, 2 hesta, 6 mylkar ær. HÖRGSDALUR konungsjörð. Fyrir eldinn bjuggu þar fjórar fjölskyldur; þrjár flúðu burt í aðrar sýslur, nokkrir dauðir, en einn hefur búið á jörðinni, Björn Jónsson, allvel efnaður. Á ferð minni í vor um Austur- Skaftafellssýslu hef ég samið við tvær fjölskyldur þaðan að koma að jörðinni, ef þær fengju til stuðnings eina kú og einn hest hvor.“ Næsta vor fluttist allmargt fólk úr Austur-Skaftafellssýslu út yfir Skeið- arársand. Má nefna að báðir bænd- urnir á Felli í Suðursveit tóku sig upp. Þetta fornfræga höfuðból og sýslumannssetur var ekki lengur nein vildisjörð, sneitt að túni og engjum af jökulvötnum og jarðföllum. Tveim árum seinna fór þaðan ábúandi vest- ur að Hvoli í Fljótshverfi. Það var Gissur Hallsson faðir Þorsteins. sem orti bóluvísurnar. Þegar Gissur tók Hvol úr eyði, fékk hann 22 ríkisdali í Courantmynt til gripakaupa. Runólfur bróðir Guð- laugar Gunnsteinsdóttur var fullmegt ugur til að nálgast styrk þennan í Eyrarbakkahöndlun. — í hópi þeirra, sem fluttust vestur í brunasveitir vorið 1787, var ekkja, er Ólöf hét; byggði upp eitt eyðibýlið í Hörgsdal. Hún var dóttir Þorvarðar bónda á Hofi í Öræfum Salomonsson- ar, átti frændgarð í Kirkjubæjar- klausturssókn; húsfreyjan í Hörgsdal. kona Björns Jónssonar, var föður- systir hennar. Ólöf Þorvarðardóttir hafði átt Stein grím Halldórsson á Hnappavöllum, merkan mann og gildan bónda. Hann dó í bólu og börn þeirra þrjú. Þor- steinn Gissurarson segir, að Stein- grímur hafi lifað í snjöllum listum. ' Þarna var gott bú, virt á rúma 96 rikisdali í lausum aurum, þar við bættist jaröargóss, Reyðará í Lóni, 6 hundruð að dýrleika, hvert hundrað reiknað á fjóra ríkisdali. Það er í frásögur fært, að bólu- sumarið væri erfitt um alla bjarg- ræðisvegi í Öræfasveit. Afleiðingar drepsóttarinnar bögguðu þar til á ýmsa vegu, sem augljóst má vera, manndauðinn geigvænlegur og þar við bættist að margt af því fólki, sem lifði af veikina, var varla fötum fylgj- andi eftir þunga legu. Svo segir í vegaseðli einum frá sóknarprestinum, síra Brynjólfi Ól- afssyni, að Öræfin megi „því nær heita gerrúineruð af mannfólki, sérdeilis karlmanna, sök- um umgangandi bólusóttar . . . flest er sálað gagnsfólk . . . Hér eru nú komnar 5 ekkjur með sínum ómögum aldeilis forstöðulausar, fyrir utan önnur heimili,. sem svo mega teljast í sama ástandi, svo ei sést annað fyr- ir, sömu orsakar vegna, en menn megi nú niðurdrepa mikið af þeim litla nautpening svo hver er kominn. En ég undirskrifaður og svo er undir sama líma, og sé ei annað fyrir en hreinan undirgang og embættisforsöm un og fölgelig töpun“. — Eftir dauða bónda síns var Glöf Þorvarðardóttir í ærnum vanda stödd með bú sitt og þrjú börn í bernsku. Hún var skörungskona að allri gerð, en þungt fyrir fæti þótt af tápi og kjarki væri að má. Fjarstæðukennt að láta sig dreyma um óskariddara, sem hleypi hvítum fáki heim trað- irnar að torfbænum á Hnappavöllum. Þó verður raunveruleikinn líkastur ævintýrinu. Farandriddara í rauð- leitri yfirhöfn ber þarna að garði. Reiðskjótinn hans er slæptur og lang- dreginn eftir ferðavolk. Þetta er ungur maður, tæplega myndugur, svartur á brún, djarfur í orðum og framgöngu og hagur á 614 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.