Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 3
sem var í æstu skapi út af sundur-
tættri hendi í lélegum sáraumbúðum
(jafnvel sigurvegarana vantaði svo að
segja allt til alls), „er þessi horaða
kerlingarnorn með peninga eða verð-
mætar vörur i kassanum. Ég hef
heyrt um þesskonar óþverra-tiltæki,
vielle folle!“
Fánaberinn ungi færði sig hæglát-
lega nær handvagninum, hann hædd-
ist að því að láta sér detta í hug,
að nokkuð fémætt gæti verið eftir
í Klatz Það gekk meira að segja
kraftaverki næst, að gamla konan
sjálf skyldi vera á lífi. Hinir her-
mennirnir glottu, þegar þeir sáu hann
hörfa frá, vegna þess að við lá að
honum yrði óglatt af rotnunarþefnum,
sem barst að vitum hans og voru þau
þó síður en sve mjög viðkvæm fyrir
slíku nú orð'ið
„Parblieu, þá ert víst búin að
geyma líkið nógu lengi, ma fille“.
sagði hann og hélt fyrir nefið.
„Lofað sé hans heilaga nafn“, taul-
að'i hin forneskjulega vera. „Haldið
þið að ég haf' ekki þurft að safna
ksröftum i m>nn gamla kropp til
þess að verða fær um að gerá allt,
sem þurfti að gera? Það er ekki auð-
velt á þessum tímum“.
„Haltu áfram", sagði fánaberinn og
yppti öxlum.
Um leið og gamla konan laut nið-
ur til að taka upp vagnkjálkana
og halda áfrant ferðinni, fleygði hann
síðsprottinni .rauðri villirós, sem
hann hafði venð að handleika, ofan
á lokið á hinni klunnalegu trékistu
. . . Hinir héldu, að hann gerði þetta
af keskni, en -u’ipur hans bar að'eins
vott um þreytu. Það leið nú að lok-
um herferðar.nnar, allt, sem var
skemmtilegt, vr búið að vera fyrir
löngu, allar vistir þrotnar . . . Hve-
nær höfðu þeir síðast fengið staup
af góðu víni. eða skammt af góðu
nýju kjöti? Og snotur, fjörleg stúlka.
hefðj nu verið þyngdar sinnar verð
í gulli.
Gamla konan þrammaði áfram eft-
ir veginum til Cracow, með fram ánni
Vislu, og dró ýmist eða ýtti hinum
þunga vagni. Himinninn var fölblár
og skýin hvönnuðust saman í myndir
ýmis konar ferlegra blóma. Hálvisnað
sefið slútti niður í árstrauminn. Vesl
ing gamla konan var að þrotum kom-
in. Hún var gömul, vannærð, og þar
að aulci kviðin og hrædd. Allt þetta
var í þann veginn að yfirbuga þessa
voluðu, fjörgömlu manneskju.
„Hún myndi víst aldrei komasi
upp í klaustrið á hæðinni . Ó, hún
hlaut að komast það, eða myndi hún
gefast unp nú, eftir ailar þessar löngu
og erfiðu vikar? Og eftir að hafa
sloppið framhjá þessum óþokkum, það
var þó heppni . . . Guð hlaut að
hjálpa vesælli, ellimóðri konu. Lofað
sé hans heilaga nafn!“ Hún signdi sig.
En hana verkjaði í alla limi, allan
líkamann, beiskur vökyi fyllti munn
hennr óbragði, svíðandi hula lagðist
yfir augun, svo að henni dimmdi fyr-
ir sjónum, hjartað barðist þunglega
og með erfiðismunum í brjósti hennar
— sem henni íannst vei'ða svo und-
arlega tómt Örþreytt hallaði hún
sér upp að handvagninum.
En svo hélt hún áfram, sárþjáð, eft-
ir veginum, sem lá til Cracow. Henni
tókst að komast í aldingarðinn, sem
var neðan við kirkjugarðinn. Hún
leit upp til klausturkapellunnar (her-
mennirnir höfðu virt friðhelgi nunn-
anna, þótt erfitt sé að skilja hvers
vegna) og hún sagði við sjálfa sig:
„Ég kemst ekki lengra".
Hrjúfar hendur hennar leystu hnút
ana á kaðlinum, sem klunnaleg kist-
an var bundin með á vagninn. Eftir
að hafa horft laumulega í kringum
sig, lyfti hún mkinu varlega, og fjör-
leg, ung stúlka bjartleit og búlduleit
eins og stríðalin kanína, settist upp.
Hún hélt klút vættum í ediki að fín-
gerðu nefi sínu, til þess að yfirgnæfa
óþefinn af dauðu rottunum, sem láu
við fætur hennar. Hún reis stirðlega
á fætur og geispaði. Ifreina loftið var
dásamlegt. Allan tímann, síðan her-
mennirnir komu til Klatz, hafði hún
verið í eldhússkáp, falin fyrir gráð-
ugum girndaraugum, alin á sælgæti
að vísu, en samt sem áður í eldhús-
skáp.
Gamia konan fleygði burt rottun-
um, hné niður og settist flötum bein-
um. Hún horfði á dótturdóttur sína,
og úr svip henna skein aðdáun og við
kvæm ást.
„Hlustaðu nú á, Lisbet mín. Ég
hefi bjargað þér. Guði sé lof. Her-
mennirnir vi.ta ekki. að bú ert til. En
nú get ég ekki meira. Ég er fjarska
þreytt — enginn getur séð okkur
hér vegna bugðunnar á veginum —
nú verður þú að hlaupa strax upp
til klaustursins elskan mín“.
Unga stúlkan horfði í kringum sig
Þetta var unaöslegt kvöld, tært. svalt
og heiðríkt. Svo langt sem augað
eygði var hvergi neitt dimmt eða
drungalegt að sjá, nema klaustrið.
Gamal konan var að missa meðvit
und. Hún hafði eytt síðustu kröftum
sínum til þes sað komast áfram með
sitt þunga æki
„Hlauptu nú fljótl, elskan mín, ást-
in mín, þér mun verða óhætt hjá hin
um heilögu systrum. Kysstu mig að
skilnaði Lisber . . . Guði sé lof, ég
hefi bjargað þér frá hermönnunum
og fýsnum þeirra!"
Unga stúlkan leit á gömlu konuna.
Ástæðulaust að vera að kyssa hana,
hún var þega' dáin . . Hvað hún
var ljót, þar sem hún lá á héluðu
grasinu, með nla limi teygða út frá
sér. Hún fór nöndum um sín eigin
mjúku, ósnortnu brjóst og horfði á
klauslrið á hæðinni. Hún var svöng.
svo að hún greip græðgislega epli,
sem fallið hafði tl jarðar og beit á- ,
fergjulega í pað. Villjepli! Hún 1
skyrpti því út úr sér með viðbjóði. !
Eins og munnur hennar værj ekki
þegar nægilegr. umturnaður af edik-
inu!
Þessi vonbrlgði réðu úrslitum um
ákvörðun hennar. Allt var svo leið-
inlegt og dauflegt hér, klaustrið, svo I
ömurlega þegjandalegt, amma henn- |
ar svo óhugnanleg, þar sem hún lá, i
dáin svona snögglega og í þessum af-
káranlegu stellingum, og aldingarður-
inn fullur af villieplum.
Hún tók upp hálffölnuðu rauðu
rósina, sem lá á vagninum, vætti rauð
ar varir sínar með tungunni, kankvís-
leg á svip, og sneri við niður eftir
Cracow-veginum
Rj. þýddi.
GLETTUR
Gunnar Hinriksson vefari, s-em var
kunur maður á sinni tíð, andaðist
hér í Reykjavík, og var fyrsti maður-
inn, sem grafinn var í Fossvogs-
kirkju, var um tíma í Hreppunum og
fór þá bæ frá bæ til að vefa og gera
við reiðinga. Eitt sinn skrifaði séra
Valdimar utan á bréf til Gunnars á
þessa lund:
Herra Gunnar Hinriksson
hans mun einhvers staðar von.
Bréfið komst til skila.
„Segir Þérunn |$aS“
Á Hofi í Vopnafirði var fyrir langa
löngu prestskona sú, er Þórunn hét’.
Hún gerðist fráhverf prestinum,
manni sínum, og lagði lag sitt við
vinnumann einn á staðnum, Einar
að nafni. Kom nú svo, að prestskon-
an^ ól barn, en í þann tíð var siður
að spyrja jafnan um faðerni barns-
ins, áður en skilio var á milli, ef
nokkur vafi þótti á leika. Ljósmóð-
irin hafði vafalaust heyrt eitthvað
kvisað um um samBand maddömunn-
ar og vinnumannsins og segir því til
öryggis: „Hér mun víst ekki þurfa
að spyrja um faðerni“ Prestur var
nærstaddur og segir: „Ekki veit ég
um það, en ekki er ég faðir að barni
þessu“ Vandaðist nú málið, en
prestskona segir: „Ætli það sé ekki
bezt að spyrja hann Einar hérna á
bænum.“ Var nú sent út í hlöðu eða
heygarð til Einars, sem var að leysa
hey, og hann aðspurður, hvort hann
ætti barn það, er maddaman hefði
fætt
„Ségir Þórunn það,“ varð Einari að
orði. En mjög lengi, ef til vill enn
í dag. var þetta haft að orðtaki í
Vopnafirði: „Segir Þórunn það.“
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
627