Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 7
GARÐAR
og er bezt að gera það með dálítilli
írásögn af Kolumkilla sjálfum.
0
Kolumkilli var göfugrar írskrar
ættar og var fæddur um árið 521.
Hann gerðist mikill guðsmaður
þegar á unga aldri, bænheitur,
föstuþolinn, vinnusamur og afskipta
samur um andleg og veraldleg efni.
1 írskum ritum er hans minnzt fyr-
ir margra hluta sakir, og hefur þeg-
ar verið drepið á íhlutun hans um
málefni skálda ,en mikið orð fór af
honum fyrir bókagerð, klaustur-
stofnanir og kirkjuleg störf, og auk
þess tók 'hann virkan þátt í póli-
tískum átökum á Iriandi. Það var
fyrir slíkar sakir, að Kolumkilli var
gerður útlægur af Irlandi árið 563,
og þá heldur hann fari sínu norður
til lítillar eyjar vestan við Myl í
Suðureyjum. Á íslenzku heitir h'ún
Eyjan helga. Kolumkilli stofnaði
þar klaustur og rak áhrifamikið
trúboðsstarf um Suðureyjar og
Skotland, en þá voru hinir pétt-
nesku íbúar landsins að verulegu
leyti heiðnir. Um ævi Kolumkilla
er margt ritað, en langbezta og
traustasta heimildin er ævisaga
hans eftir Adhamhnán, sem var
ábóti í Eynni helgu og lézt þar árið
704. Kolumkilli var 42 ára að aldri,
þegar hann hóf starfsemi sína í
Suðureyjum, og þar dvaldist hann
til dauðadags árið 597. Áhrifa hans
á kristni Ira og Skota gætir á
marga lund. Fjölmargar kirkjur
eru enn helgaðar honum, og ýmiss
konar sagnir voru færðar í letur
af honum þegar í fornöld, og sýna
þær mikinn og einstæðan persónu-
leika, sem á sér fáa líka í vestrænni
kristni.
Kolumkilli var ekki eini írinn,
sem sigldi til Suðureyja að boða
kristnl þar á 6. öld. Á undan hon-
um var Brénainn ,og ýmsir aðrir
sigldu bátum sínum í norðurátt frá
Irlandi um þessar mundir. Um einn
þessara helgu Ira á sjöttu öld er
það sérstaklega tekið fram, að
hann sigldi til Týlis eða íslands,
unz hann síðar sneri sér að trú-
boði á Skotlandi. Og á dögum Kol-
umba var uppi Kormakur sá, sem
sigldi fullum seglum yfir víðáttu
Framhald af bls. 644.
HULDUKONAN í SVÖRTUGJÁ
Norðanvert við Svörtugjá í
Hleiðargarðsfjalli er klöpp, sem
nefnist Huldufólksklöpp. Það hef-
ur verið trú manna, að þar byggi
huldufólk. Eru sagnir um, að
nokkrum sinnum hafi smalamenn
heyrt þar strokkhljóð á sumrin,
og því trúði fólk, að þar hefði
eitt sinn kýr verið þurrmjólkuð
af huldufólki, og er sú saga þann.
ig:
Þegar Ólafur Guðmundsson og
Þorbjörg Jónsdóttir (Vigfússonar
frá Litladal) bjuggu í Hleiðar-
garði, var það eitt sumar á túna-
slætti, að allt fólkið var að hey-
vinnu á túninu, nema Þorbjörg
húsfreyja og Sigríður, dóttir
þeirra hjóna. Hafði Þorbjörg meitt
sig á fæti og lá í rúminu, en Sig-
ríður annaðist matreiðslu. Sá þá
fólkið, sem úti var, að ein kýrin
— en kýrnar voru þá í fjallinu
uppi á seli eða selrústum þeim,
sem eru uppi á Brún sunnan við
Syðra-Bæjargil — hélt af stað
frá hinum kúnum og stefndi suður
og upp að Svörtugjá. Var því lík-
ast, sem hún væri teymd. Ekki
létti hún fyrr en hún kom að
hamrabeltinu, en þar nam hún
staðar og stóð þar rótlaus alllanga
stund. Síðan fór hún sömu leið
til baka og alltaf jafnhægt, og
þangað sem kýrnar höfðu verið,
en þá voru þær á leið heim. Þegar
hún kom á þann blett, er hún
hafði verið á, áður en þetta ferða-
lag hófst, sagði fólkið, sem á
horfði, að því hefði verið líkast
sem henni hefði verið sleppt þar,
því að nú tók hún að greikka spor-
ið og flýta sér, þar. til hún náði
hinum kúnum.
Um kvöldið brá svo undarlega
við, að mjaltakonan náði varla
dropa úr henni. Var hún þó ný-
borin og með mikilli mjólk. Voru
nú Þorbjörgu sögð þessi tíðindi,
en hún hélt, að kýrin vildi ekki
selja griðkonum, þó að ekki hefði
það komið fyrir áður og bað Sig-
ríði dóttur sína að fara til — en
þær mæðgur mjólkuðu oftast. —
Gerði Sigríður það, en fann brátt,
að engin mjólk var í kúnni. Sagði
hún móður sinni þetta, en hún
trúði ekki og staulaðist sjálf í
fjós. Er hún hafði skoðað kúna,
stóð hún upp og bað mjaltakonur
að láta við svo búið standa. Mundi
mjólk, sem vant væri verða -kom-
in í kúna að morgni. Reyndist
þetta rétt og aldrei kom neitt
þessu líkt fyrir eftir þetta.
Eftir þetta kom sú saga á gang,
að nóttina eftir hefði Þorbjörgu
dreymt það, að kona kæmi til
hennar og bað hana að fyrirgefa,
að hún hefði hnuplað mjólkinni
úr kúnni. í launaskyni mælti hún
svo um, að ekki skyldi hana skorta
meðan hún lifði. Varð líka sú raun
á, því að þau hjón bjuggu um
langt skeið einu hinu mesta búi
í Eyjafirði, en voru þá fátæk, er
þetta gerðist.
Oft var Þorbjörg síðar spurð
um drauminn, hvort sannur væri,
en aldrei gaf hún ákveðin svör,
en leiddi talið ætíð að öðru.
Hannes Jónsson
frá Hleiðargerði.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
631