Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Side 12
Víeistarí dyggðanna Ég var 17 ára og hafði sótt teikniskóla Stefáns Eiríkssonar „hins oddhaga". Hann hafði þá þegar kennt mörgum þeim lista- mönnum og listamannaefnum, er viðurkenndir voru eða urðu það síðar. Stefán var afbragðs kennari og mannkostamaður, ríkur af skiln- ingi og tillitssemi. Ég hafði unnið við Reykjavík- urhöfn alla algenga vinnu frá haustnóttum og fram í febrúar að loknu námi í teikniskóla Stefáns. Veturinn þessi var umhleypinga- samur og kaldur, vinna stopul og erfið við illan aðbúnað og stund- um litla sem enga vinnu að hafa, en ég notaði hverja frístund til að teikna og mála. Er komið var fram í febrúar, kröfðust verkamenn kjarabóta og éfndu til verkfalls, er stóð mán- aðartíma. En ef satt skal segja, var hugur minn ekki að fullu og öllu bund- inn við eyrarvinnuna og verkfall- ið, enda þótt samúð mín og skiln- ingur væri með verkamönnunum. Mig l'angaði til að verða lista- maður, mega eingöngu Otikna og mála, en lét þess ekki getið við neinn af ótta við að verða talinn aumingi, sem ekki nennti að vinna. Málverk og teikningar aðeins óvin- ir og ómagar, sem ekki yrðu étin. Sálufélaga átti ég enga er skildu þrá mína og löngun að fullu. Það var á þriðja degi eftir að verkfallið var hafið og allri vinnu hætt, að ég arkaði upp á Skóla- vörðuholt og settist á slein skammt austan við Hnitbjörg, heimili og vinnustofu Einars Jónssonar mynd höggvara. Mér hafði flögrað í hug að reyna að ná fundi þess mikla meistara. En þarna sem ég sat á steinin- um féll mér allur ketill. í eld. Hvernig átti ég, ókunnur ungling- ur, umkomulaus og heimskur, að standa augliti til auglitis frammi fyrir þessum listamanni, er ég hafði aldrei ávarpað eða talað við eitt orð, og tjá honum hug minn? Mér fannst draga úr mér allan mátt við tilhugsunina. Ég sat þarna á steininum tvo eða þrjá klukkutíma og horfði á hús mynd- höggvarans, unz ég gafst upp skil- yrðislaust og skokkaði heim, hátt- aði snemma og hugsaði málið. Ég vissi, að gefast upp mátti ég ekki — það var heigulsháttur. Ég ákvað því að reyna aftur. Að af- liðnu hádegi daginn eftir arkaði ég af stað og upp á Skólavörðu- holt og settist aftur á sama stein- inn. Og nú, eftir að hafa setið á steininum um stund, vár ég orð inn kaldur og ákveðinn. Ég stóð upp og gekk rakleitt að suðurdyr- um hússins og hringdi dyrabjöll'- unni. — Eftir heila eilífð, að mér fannst, heyrðist fótatak innan frá, er nálgaðist dyrnar. Það hrikti í hurðinni og hún opnaðist, og þar á þröskuldinum stóð sjálfur meistarinn og horfði á mig. Ég fann engin orð til i huga mínum yfir erindið, enda þurfti þess ekki. — Hvað er yður á höndum, ungi maður? spurði meistarinn, og það var góðvild og hlýja í málinu, sem jók manni áræði og traust. — Komið þér sælir, Einar myndhöggvari. Vilduð þér tala við mig litla stund um sérstakt mál- efni, er mig varðar, en vildi feg- inn njóta álits yðar og leiðbein- inga? — Það er sjálfsagt, ungi maður! mælti meistarinn og bað mig með sér ganga inn í vinnustofu sína. Mér fannst ég ganga inn í helgi- dóm friðar og öry^gis, fyllast krafti og trausti í nærveru þessa merkilega manns. — Hvað er það, sem þér vild- ■B 636 TtUlNN - SUNinUUAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.