Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Page 14
/
Jarðyrkja var undirstöðuatvinnu-
vegur Azteka, og aðalnytjajurtin var
maís. Allt land var í eigu ættbálk-
anna, sem skiptu því niður á milli
einstakra fjölskyldna til ræktunar, og
auk þess voru svæði, sem unnin vorti
sameiginlega og afrakstur þeirra
hafður til framfæris höfðingjum og
prestum og til annarra ríkisútgjalda
ÁðUi en lengra er haldið út í land-
búnaðarmálin er rétt að fara nokkr-
u:n orðum um þjóðfélagsbyggingu
Azteka. Hver einstaklingur var limur
í fjölskyldu, og hver fjölskylda til-
heyrði ákveðnum ættbálki (clan).
Tuttugu ættbálkar voru taldir vera
í þjóðflokki (tribe), en sú tala mun
þó hafa verið nokkuð á reiki í reynd.
Hver ættbálkur fór sjálfur með eig-
in mál, en sameiginleg málefni voru
leidd til lykta af ráði, sem í áttu sæti
Ieiðtogar allra ættbálkanna. Ráðið út-
nefndi höfðingja til að stýra innan-
landsmálum og trúmálum ættbálks-
ins, og að jafnaði annan til að hafa
á hendi herstjórn í ófriði. (Þessi skip-
an, sem átt hafði sér langan aldur
og var í öndverðu miðuð við fábreytt
Og frumstætt bændasamfélag, hlaut
auðvitað að verða nokkru flóknari
en hér hefur verið lýst, þegar fólki
fjölgaði og upp var risið stórveldi
með aukinni stéttaskiptingu, en í höf-
uðatriðum gilti þessi stjórnskipun
all'a tíð hjá Aztekum.
Þjóðfélagi má lýsa að nokkrú með
því að rekja feril einstaklings, sein
fæddur er inn í það, og sú leið skal
hér rakin, þótt stikla verði á stóru
Þegar barn fæddist hjá Aztekum,
var það þegar í stað laugað og sveip-
að. Síðan höfðu foreldrarnir samband
við prest, sem gætti að því í toroala-
matl, bók örlaganna, hvort fæðingar-
dagur barnsins væri gæfudagur eða
óheillatími. Fjórum dögum síðar var
haldin hátíð til að fagna fæðingunni
>^og gefa barninu nafn. Þó mátti fresta
þeirri athöfn til hentugri tíma, ef í
ljós hafði komið, að fæðinguna bar
upp á óheilladag, og var þá leyfilegt
að gefa barninu heillavænlegri fæð-
ingardag. Við þessa athöfn voru
smækkuð líkön af vopnum og öðrum
karlmannlegum tækjum sett í hend-
ur barnsins, væri það sveinbarn, en
væri um meybarn að ræða, hreyfðu
foreldrarnir hendur þess í líkingu við
það, sem gert er við vefnað eða
sauma. Drengjum voru oft gefin nöfn
fæðingardags síns eða þeir heitnir
eftir dýrum eða eimhverjum forföður.
f nöfnum stúlkna fól'st iðulega það
orð, sem á máli Azteka táknaði blóm,
xochitl.
Barnið var vanið af brjósti á þriðja
ári, og þá hófst eiginlegt uppeldi þess.
Markmið uppeldisins var að venja
barnið við vinnubrögð og gera það
hæft til þátttöku í lífi ættbálksins.
Börnum var snemma haldið að vinnu,
drengjum undir leiðsögn föðurins, en
mæðurnar önnuðust uppeldi stúlku-
barna. Helzta fæða barna (og reynd-
ar fullörðinna líka) var tortilla, flat-
kökur gerðar úr ó’hýddu maísmjöli.
Þessar kökur voru meira en fet að
þvermáli, ef dæma má af leirpönnum
þeim, sem þær voru steiktar á. Hins
vegar eru tortillur nútímans miklu
minni, aðeins 4—6 þumlungar í þver-
mál. Til er á skrám greinargerð um
daglegan skammt af þessu brauði. Er
þriggja ára gömlu barni þar ætluð
hálf tortilla á dag, en fjögurra ára
barni heil. Á aldrinum sex til tólf
ára eiga börn að fá hálfa aðra tortillu,
og við þrettán ára aldur á skammt-
urinn að aukast í tvær lcökur.
Fyrsta uppeldi barna miðaðj þann-
MYNDIRNAR hér aS neðan eru teiknaðar af Indíánum um m iðbik sextándu aldar. Spænskur trúboði tók þá saman verk
um Aztekana, Historia General de Nueva Espana, og hann fékk drátthaga Azteka til að lýsa daglegu lífi þjóðarinnar I
myndum. Þessar myndir voru þó ekki birtar opinberlega fyrr en árið 1905, en hins vegar kom verk trúboðans út árið 1829.
FÁTÆKLINGAR
KONUR
ÞJÓFAR
AUÐMAÐUR
MAURABIT
638
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAO