Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Page 15
ig að því að venja þau við vinnu og gera þau hlutgeng í atvinnulífi heim- ilisins. Fjölbreyttari kennsla kom til skjalanna síðar. Flestir drengir voru við fimmtán eða sextán ára aldur látnir sæta sérstakri þjálfun, áður en þeir fengju öll réttindi fullvaxinna manna. Til voru tvenns konar skólar: telpuchcalli, þ. e. unglingahús, sem alfir voru settir í, og calmecac, þar sem kennd voru störf og skyldur presta. í unglingahúsunum voru drengjunum kenndir siðir ættbálks- ins, skyldur þegnanna, meðferð vopna o. fl., sem nauðsynlegt var full- gildum þjóðfélagsþegni að vita skil á. Calmecac var hins vegar eins konar prestaskóli og veitti viðbótarmenntun við það, se.n fékkst í unglingahúsinu. Hliðstæðir skólar voru til fyrir stúlk- ur. Ungum manm var heimilt að kvong- ast tvítugur, og stúlkur voru taldar mannbærar um sextán ára aldur. For- eldrar giftu börn sín með samþykki þeirra sjálfra. Áður þurfti þó að leita til prests, sem skar úr um það, hvort örlög hjónaefnanna féllu saman. Vai maka var takmarkað að því leyti, að fóik af sama ættbálki taldist systkin, og varð að leita út fyrir ættbálkinn til hjónabands. Bónorð fór þannig fram, að faðir biðilsins sendi tvær rosknar konur með gjáfir til föður stúlkunn- ar, en hann neitaði að taka við þeim og ’nafnaði bónorðinu Konurnar héldu þó öðru sinni á fund hans og ræddu nú í alvöru við foreldra brúð- arefmsins. Þessar umræður voru þýð- ingarmiklar, því að í þeim var ákveð- inn heimanmundur stúlkunnar, og átti að koma á móti jafnt framlag frá fjölskyldu brúðgumans. Þegar kom að brúðkaupmu, var brúðurin borin á bakinu inn um dyrn- ar á heimili mannsins. Síðan héldu allir viðstaddir langar ræður og kyrtl- ar hjónaefnanna voru hnýttir saman til tákns um sameiningu þeirra. Síðan gaf gamla fólkið sig aftur mælskunni á vald og gaf brúðhjónunum langorð- ar ráðleggingar og lífsreglur, en síðan var slegið upp veizlu, og drukkið ómælt. Næstu fjórum dögum vörðu ungu hjónin til föstu og meinlæta. og ekki fyrr en að þeim tíma liðnum hófst hin eiginlega sambúð. Eins og oft á sér stað í hernaðar- þjóðfélögum, var fjölkvæni algengt. Fyrsta eiginkonan var þó alltaf tal- in fyrir öðrum, og börn hennar höfðu ein rétt til arfs. Mönnum var einnig heimilt að taka sér frillur, og skækju- lifnaður var við lýði. Tekið var hart á því, ef einhver hljópst á brott frá maka sínum, en skilnaður var þó leyfður við vissar aðstæður. Karlmað- ur mátti reka konu sína á dyr, ef hún var ófrjó, skapvond eða van- rækti heimilisstörfin, Kona gat losað sig frá manni sínum, ef hann sá ekki sómasamlega fyrir henni eöa sinnti ekki uppeldi barnanna eða misþyrmdi henni. Fráskilin kona gat gifzt hverj- um þeim manni, er hún kaus, en ekkja varð að giftast bróður fyrri mannsins eða manni úr sama ætt- bálki. Konur höfðu ákveðin réttindi, en þau voru minni en réttindi karla. Kon ur gátu átt eignir og gert samninga, og þær gátu borið fram kvartanir fyr- ir dómstólum. Ungmeyjum var hins vegar fyrirskipað skírlífi, og konur urðu að vera trúar eiginmönnum sín- um. Hins vegar höfðu þær ekki rétt til að krefjast þess sama af þeim. Framhjátökur karlmanna vörðuðu því aðeins við lög, að þeir ættu mök við gifta konu. En þótt kvenréttindi væru þannig ekki mikil á nútima- mælikvarða, gátu konur haft mikil áhrif, og þess eru dæmi, að konur hafi farið með stjórn ríkisins i bernsku sona þeirra, er embættið höfðu að nafninu til. Karlmenn voru áhrifamestir í þjóð- félaginu, og þeim stóðu ýmsar dyr opnar. í elztu frásögnum af lífi Az- teka er getið um erfðastéttir meðal þeirra. Þær frásagnir eru skráðar af Spánverjum, sem sáu flesta hluti í ljósi evrópskra aðstæðna, og eru trú lega rangar. Erfðastéttir munu ekki hafa verið til, en hins vegar misháar stöður, svipað og er í lýðræðisríkj- um nútímans. Einstaklingur gat náð hárri stöðu fyrir eigin atbeina, og auðvitað nutu börn hans góðs af þeirri tign, en samt gátu þau ekki náð stöðu föðurins, nema hafa unnið til hennar með hliðstæðum verkum. Auður var einnig til, og eignir og afnotaréttur lands, vopna og tækja skapaði efnahagslega og félagslega stéttaskiptingu, en grundvallarreglan í þjóðfélaginu var þó lýðræði, og efnahagskerfið byggðist að megin- stofni á sameign framleiðslutækja. Leiðir til áhrifa voru margar. Óvenjulegur dugnaður og hæfileikar nutu virðingar. Litið var upp til góðra veiðimanna, hraustra hermanna og hagleiksmanna, og meira tillit tekið til þeirra á mannfundum en annarra Hermenn, sem marga fanga höfðu tekið höndum, nutu sérstakrar virð- ingar og fengu iðulega aukið ræktun- arland eða meiri hlut herfangs en aðrir að launum. Þá voru til margar stöður og embætti innan ættbálkanna. Sumir gegndu eftirlitsstörfum á mannfundum, 'aðrir dæmdu í deilu- mál'um, reynda menn og vitra þurfti til kennslu í unglingahúsunum. Þá voru menn, sem höfðu umsjón með herfangi og sameign ættbálksins eða önnuðust skiptingu sameignar milli einstakra manna. Hver ættbálkur kaus sér foringja til að fara með æðstu stjórn. Einn þeirra, calpullec, var eins konar fjár- málaráðherra og hafði yfirumsjón með efnahagslífi ættbálksins. Hlið- stæður honum að tign var teochcautin, sem hafði með höndum starf lög- reglustjóra og hélt uppi röð og reglu innan samfélagsins. Þá voru embætt- ismenn nefndir tlatoan.i „forsetar", og þeir viðhéldu sambandinu við aðra ættbálka þjóðflokksins og sátu, einn frá hverjum ættbálk, í ráðinu, sem fór með æðstu völd. í þá stöðu voru kosnir hinir vitrustu og virtustu menn, því að velferð alls ættbálksins var undir störfum þeirra komin. Ráðið kaus sér einnig fjóra emb- ættismenn, sem stýrðu hermálum þeirra fjögurra deilda, sem ættbálk- unum var skipað í. Þeir sáu um að viðhalda friði milli ættbálkanna og höfðu dómsvald í deilum og glæpa- málum, sem ættbálkarnir gátu ekki leyst sjálfir. Tveir þessara embættis- manna fóru aðallega með dómsmál, einn þeirra fór með framkvæmda- valdið og sá fjórði var milliliður milli innanlandsmálastjórnar og hermála- stjórnar. Þess fjögur embætti voru prófsteinn á hæfileika verðandi yfir- höfðingja og æðsta prests. í Tenoch- titlan var höfðinginn, tlacateeuhtli, alltaf kjörinn úr hópi þessara fjög- urra og oft hafði hann áður verið „S’nákakona‘\ sem kallað var. Erfitt er að finna hliðstæður þessara emb- ætta á Vesturlöndum. Helzt væri hægt að segja, að höfðinginn hafi komið fram fyrir hönd þjóðflokksins út á við, verið leiðtogi hans í ófriði og gert bandalög við aðra fyrir hans hönd, en „snákakonan“ farið með yfir stjórn inn á við og þá ekki sízt haft eftirlit með að trúarlífið héldist í skorðum. Vald þessara tveggja æðstu manna var mikið, en þó ekki algert, og ráðið gat sett þá af hvenær sem var, ef þeir stóðu ekki í stöðu sinni. Þótt bygging þjóðfélagsins vsp þannig lýðræðisleg, voru æðstu emb- ættimennirnir yfirleitt kjörnir úr sömu fjölskyldu, og er að sumu leyti erfitt að skýra það. Helzt er að benda á, að fastheldni við forna siði er mikil í frumstæðum þjóðfélögum, og ekkert var líklegra en að ætt, sem eitt sinn hafði gefið af sér mikilhæf- an leiðtoga, héldi því áfram í næstu kynslóð. Ráðið í Tenochtitlan hafði þann háttinn á að velja úr stórum hópi ættingja, sona, bræðra og frænda fráfarandi höfðingja. Auk þess gat alltaf komið fyrir að dugmikið ráð sæi sér hag í að hafa lítilsigldan lepp sem höfðingja og þurfti ekki á því bera, ef haglega var á haldið. En alltaf þurfti höfðingjaefni að gar: undir mikil próf áður en hann v? kjörinn. Aðrar stéttir í þjóðfélaginu en bændur og embættismenn voru verzl- unarmenn, handverksmenn og lista- menn og prestar. Þess ber þó að gæta T Í'M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 639

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.