Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 16
að sérhæfing þessara atvinnustétta hefur ekki verið alger, heldur hafa bæði lægri embættismenn, kaupmenn og smiðir stundað jarðyrkju öðrum þræði. Prestastörf og trúariðkun var einnig í nánu samstarfi við verald- lega stjórn ríkisins, því að trúarbrögð in gripu inn í alla þætti mannlegs l'ífs og voru einn helzti hvati allra aðgerða þjóðflokksins. Þjóðíélagið var til fyrir einstakling ana í því, og þess var krafizt, að hver maður ynni sitt hlutverk í þágu þess. Og þar eins og annars staðar voru alltaf til einhverjir, sem ekki féllu inn í hlutverkið, annað hvort af slysni eða vegna einhverra vankanta. Hjá Aztekum var álitlegur hópur fólks, sem hafði glatað borgararéttindum og orðið þrælar. Sumir höfðu gengið I ánauð sjálfviljugir, aðrir voru her- fangar eða dæmdir til þrældóms fyr- ir afbrot, og suma höfðu foreldrarnir selt í ánauð. Meðferð þessara þræla fór að nokkru eftir því hvernig á þrældómnum stóð. Yfirleitt var stríðsföngum fórnað á altari stríðsguðsins, en stundum voru hæfileikamenn keyptir frá þeim dauða til vinnumennsku hjá einstakl- ingum eða settir til starfa við opin berar framkvæmdir. Frjálsir Aztek- ar misstu frelsi sitt sem refsingu fyr- ir glæpi eins og þá að láta hjá líða að koma upp um landráð, vera í sömu fjölskyldu og landráðamaður, ræna frjálsum manni til að selja hann, selja eign annars án samþykkis hans, þjófnað eða að hindra að þræll nái þeim griðum, sem fylgdu höfðingja- húsi. Glæpaþrælar voru yfirleitt í einkaeign, oftast hjá þeim, sem höfðu orðið fyrir tjóni af þeirra völdum. Þá voru til þrælar, sem sjálfviljug ir gengu í ánauð. Gerðu slíkt iðulega fátækir menn og búlausir, letingjar, fjárhæltuspiiarar og hórur. Foreldr ar seldu oft börn sin og stundum var settur maður sem trygging fyrir látii. En þá gilti sú regla, að dæi þrællinn í ánauðinni eða húsbóndi tæki ein- hvern hlut á ólöglegan hátt, féll skuld Á efri myndinni sést fórnarhnifur úr steinl. SkaftiS er gert sem mósaík- mynd af krjúpandi hermanni af reglu arnarins. Hnífurinn er varS- veittur í British Museum. — NeSri myndin er teiknuð af ókunnum Azteka og sýnir mannfórn til sól- guðsins. Má glöggt sjá af myndinni, hvernig Aztekarnir framkvæmdu þaS hryllingsverk, skáru fyrir á brjósti fórnarlambsins og slitu úr því hjartað. in niður. Þess vegna var farið vel með slíka tryggingarþræla. Og þrællinn var ekki með öllu réttlaus. Hann gat átt eignir og búið með fjölskyldu sinni og jafnvel sjálfur átt þræla. Börn þræla voru alltaf frjáls. Það, sem þrællinn hafði misst, var í raun- inni lítið annað en kjörgengi til opin- berra starfa. Bætur til þess, sem tjón hafði beð ið, var grundvallarregla refsilaga Az- teka, -ekki refsing sökudólgsins eins og tíðkast í nútimaríkjum, og þó var sú hliðin með. Dauðarefsing eða út- legð var hlutskipti flestra afbroia manna, sem þjóðfélagið taldi sér hættulega. Fangelsun var ekki til sem refsing, en þó voru fangar hafðir í varðhaldi meðan þeir biðu dóms eða aftöku. Fyrir þjófnað var hegnt annnð hvort með þrældómi, þar til söku dólgurinn hafði bætt fyrir hið stolna, eða með sekt, helmingi hærn en and- virði þess stolna, og rann helmingur hennar til þess, sem stolið var frá, og hinn helmingurinn til ættbálksins Dauðarefsing lá við ránum á vegum úti, og stuldum á marköðum fylgdi líflát með grýtingu. Dauðarefsing eða þrældómur lá við því að stela korrii á ökrum úti. Fyrir morð var refsað með dauða, þótt sá hefði verið þræll, er myrtur var. Uppreisnarmenn og svikarar hlutu sömu örlög, en mannræningjar voru hnepptir í ánauð. Drykkjuskap- ur var alvarlegur glæpur, nema við sérstök ákveðin hátíðleg tækifæri. Óhófsmenn á því sviði hlutu í laun ál'itshnekki og fyrirlitningu og voru stundum grýttir eða lamdir til bana. Þó leyfðist rosknu fólki, sem hafði fullnægt. skyldum sínum við þjóðfé- lagið, að súpa sleiturlaust án átölu. Galdramönnum var fórnað, og sá, sem tók á sig gervi tignarmanns, hlaut einnig líflát. Af rógbera voru varirn- ar skornar, og stundum eyrun líka. Óeirðir og slagsmál á markaði töldust mikil brot, en yfirleitt var þó látið nægja að uppivöðsluseggir borguðu fyrir það tjón, sem þeir höfðu unnið. Fyrir ólögleg hjúskaparbrot var refs- að stranglega, stundum með dauða, og þeir, sem drýgðu blóðskömm, voru hengdir. Fyrir kynvillu var refsað með fádæma grimmd. Á nútímamælikvarða virðist þetta grimmileg refsilöggjöf. En þess er að gæta, að afbrot voru ekki mjög tíð. Þjóðfélagið mótaði þegna sína frá blautu barnsbeini og lagaði þá að kröfum heildarinnar. Einstaklings- frelsi i nútímaskilningi, hugsanafrelsi og frelsi til eignasöfnunar var ekkert, 640 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.