Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Síða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Síða 17
en samhygSin, tili'inning þess, að vera hluti af heild, var án efa rík, og það þótt þjóðfélagið stækkaði mik ið. Fólk lifði samkvæmt grundvallar reglum, sem höfðu gefizt vel og stað izt um aldir. Eins og sagt var hér að írainan hvíldi efnahagur Aztekaríkisins f jarðyrkju: maísrækt. Ættbálkurinn átti allt land, og skipti því milli fjöl skyldna og afnotarétturinn gekk i arf frá föður til sonar. Væri enginn erfingi eða landið vanhirt, var hægi að taka það til nýrrar úthlutunar Þetta kerfi gafst vel meðan íbúatal an var litil og stöðug, en með auknum fólksfjölda kornu vankantar í ljós Landrýmið reyndist of lítið, og er efa laust, að það hefur verið meginorsök þess ófriðarástands, sem oft ríkti i Mexíkódal. En Aztekar leystu þetta mál einnig á annan hátt en með land vinningum. Þeir bjuggu til chinampas eða „fljótandi garða“ Chinampas voru eins konar tilbúnar eyjar, sem voru gerðar á þann hátt, að fenja bakkar vatnanna voru fylltir upp með leir og mold, og þannig búnai til akurreinar með skurðum á milli Á þennan hátt var unnið mikið rækt- unarland, og það afar frjósamt, þvi að i regntímanum flæddi vatnið yfir þessa akra og bar á þá frjósama eðju Enn þann dag i dag er chinampa- ræktun stunduð sums staðar í Mexíkó á sömu stöðum og meðan Aztekar ríktu þar og notaðar sömu aðferðir, enda tala bændurnir þar enn tungu- mál Azteka og eru beinir afkomend ur þeirra. Auk 'landbúnaðar voru verzlun og iðnaður farin að hafa þýðingu fyrjr efnahag Aztekaættbálkanna Pening- ar, gjaldmiðill með ákveðnu verðgildi, var þó ekki til, en kakóbaunír komu að nokkru leyti i stað þeirra Þær voru litlar og auðfluttar og voru gjarnan notaðar til að jafna metin. þegar skipzt var á misdýrum vörum En annars var öll verzlun vöruskipta verzlun. Trúarbrögðin voru þýðmgarmikili þáttur í lifi Azteka og gripu þau inn á öll svið þjóðlífsins. Guðir þeirra voru geysilega margir og mundi æit óstöðugan að ætla að telja þá upp En nokkrir gnæfðu upp úr fjöldan iim og nutu meiri dýrkunar en aðrir Aztekar töldu, að heímurinn hefð staðið í fimm skeið eða „sólir“ eins og þeir kölluðu það. Á fyrsta skeið inu hafði guð að nafni Tezoatlipoca verið yfirgoð, en þeirri öld lauk mei því að hann sameinaðist sólinni, en jagúarar átu mennina, og jötnar lögðu jörðina undir sig. Á næsta skeiði ríkti Quetzalcoatl, menntaguðinn, og þeirri öld lauk með því að hvirfilvindar geysuðu um jörðma og mennirnir breyttust í apa. Regnguðinn Tlaloc stýrði íjórðu heimsöldinni, sem lauk með regnflóði. Fjórðu „sólinni“ réð vatnsgyðja, og því skeiði lauk með flóði, sem breytti mönnum í fiska. Fimmta skeiðið, nútíminn, er á valdi sólarguðsins Tonatiuh, og því skeiði mun ljúka með jarðskjálftum. Alhennnum var skipt bæði lárétt og lóðrétt í afmörkuð svæði, sem hvert um sig hafði ákveðið trúarlegt hlutverk. Á lárétta fletinum voru til fimm áttir, höfuðáttirnar fjórar og miðið. Eldguðinn, sem er gamalt goð í Mexíkó, réð miðjunni. í austri réðu regnguðinn Tlaloc, og skýjaguðinn Mixcoatl, og var ríki þeirra land gnægðarinnár. Suðrið var talíð illt, en þó réðu því goð tengd vori og blómum. Vestrið var hins vegar hag- stætt, því að það var átt kvöldstjörn unnar Venusar, sem var tengd vizku- og menntaguðnum Quetzalcoatl. Norðrið var drungalegt og hræðilegt, og því réð dauðaguðinn Michtlante- mlitli. í lóðrétt-ri ltnu var neimmum skipt 1 himna og hel.heima, sem þó höíðu enga siðferðilega þýðingu, voru að- eins yfirheimar og undirheimar. Himnarnir voru allt að þrettán og í þá var goðunum skipað eftir tign, æðsti guðinn hafður í efsta himni og Tægri guðir neðar. Til voru og þeir, sem skiptu himninum í austur- og vesturhluta eftir sólargangi í einum ÞETTA HOF, sem helgaS var stríðsguðnum Hultzilopoehtli, er eln þeirra fáu bygginga Azteka, sem staðiS hafa allt fram á vora daga. ÞaS stendur við endamörk Aztekaríkisins, ekki langt frá Vera Cruz. TIMINN - SCNNUDAGSBLAÍ) 641

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.