Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Blaðsíða 19
fólkið hlýðnaðist, ekki prestunum, heldur goðunum og þeirri goðskip- uðu hringrás tímans, sem var nauð- synleg til að viðhalda réttu jafnvægi í heiminum og þannig undirstaða vel gengni. Trúarathafnirnar miðuðu að því að viðhalda þessu nauðsynlega jafnvægi. Tímatalið var tvenns konar, annars vegar niðurröðun daga, svo kallað tonalpolntalli, hins vegar sólartíma- tal, þar sem árinu var skipt í átján tuttugu daga mánuði og fimm óheilla daga við áramót. Með því að tengja bæði kerfin saman, var hægt að telja ár. To.nalpohualli náði yfir 260 daga skeið, og voru dagarnir nefndir nöfn- um hinna tuttugu mánaða í sólafman alcinu og þessi nöfn tengd tölunum einn til þrettán. Þegar búið var að telja alla tuttugu dagana var byrjað framan frá aftur og eins var gert með tölurnar. Þar eð fjöldi daga og talna var ekki sá sami, var hægkað halda þessu áfram, þar til aftur bar saman tala og dagur. Á þennan hátt var hægt að afmarka hvern dag á 260 daga skeiði með sérstöku ein- kenni. Þessu tímabili var einnig skipt í tuttugu vikur með þrettán daga í hverri. Allir vikur hófust með töl unni einn og því dagnafni sem við átti. Sérstakur guð stýrði hverjum hinna tuttugu daga og báru þeir nafn hans, og sö*muleiðis stýrðu guðir hverri vikú. Dagaguðirnir voru hinir sömu og í sömu röð og vikuguðirnir með þeirri undantekningu, að guð hins ellefta dags hlaut enga viku og hækk uðu síðari guðir þar um eitt sæti, en síðasta sætið, sem l'osnaði við þetta, var fyllt með tveimur goðum, sem önnuðust stjórn þeirrar viku sameig- inlega. Aðalhátíðir Azteka fóru þó ekki fram eftir þessu tímatali, heldur réð sólárið þeim, en því var skipt í átján mánuði með tuttugu daga í hverjum, og auk þess voru fimm dagar utan við og taldir óheilladagar. Mánuðirnir báru nöfn tengd jarðyrkj unni og dagar mánaðarins báru tölur auk nafna þeirra og tákna úr tonalpo- huallikerfinu. Ár voru talin með því að blanda báðum kerfunum saman, og voru þau kölfuð eftir því heiti, sem fyrsti dag- urinn bar samkvæmt tonalpohullikerf inu. Árið gat ekki hafizt nema á fjór- um dögum, þriðja, áttunda, þrettánda og átjánda degi í röðinni. Þessir dag ar voru síðan númeraðir frá eitt til þrettán, en þá var byrjað framan frá að nýju. Þetta tók 52 ár og þá var öld Aztekanna lokið. Hvert fimmtíu og tveggja ára skeið var afmörkuð heild, og Aztekar greindu ekki milli skeiða nema óbeint. Tímabil þeirra var þannig líkt því og ef við teldum aðeins ár, en ekki aldir, og er aug- ijóst, hverjum ruglingi slíkt gæti yaldið. Við myndum þannig segja, að ísland hefði gengið undir Noregskon- ung árið 62 og öðlazt sjálfstæði árið 44, og myndi þurfa talsverða sagn- fræðiþekkingu til að finna út, við hvaða aldir hvor talan ætti. í þessu timatali Azteka er ekkert rúm fyrir hlaupár, og er lítt vitað, hvernig þeir brugðust við þeim vanda. Sumir halda, að Aztekar hafi látið tímatalið dragast aftur úr sólargangi en aðrir, að aukadegi hafi stundum verið bætt við óheilladagana fimm. Enn aðrir telja, að degi hafi verið skotið inn í við hátíð, sem haldin var á átta ára fresti, og hafi sá dagur ekkert heiti haft og engu breytt um dagaröð, en verið notaður tíl sér- stakra hátíðahalda. En hvernig sem því hefur verið varið, er hitt vitað, að við lok hvers fimmtíu og tveggja ára skeiðs, voru haldnar miklar hátíð ir. í annað hvert skipti, á 104 ára fresti, voru hátíðahöldin sérstaklega mikil, því að þá bar allt saman, sólár, Venusár, fimmtíu og tveggja ára skeið og tonalpohualli. Aztekar not- uðu að vísu ekki Venusarárið í tíma- tali sínu, en þeir vissu af því. Aztekar litu svo á, að við þessi miklu tímaskil lyki hinu gamla lífi og nýtt tæki við. Þá var gamli altaris eldurinn, sem logað hafði síðustu 52 árin, slökktur og nýr tendraður og með honum nýtt líf. Óheilladagana fimm í lok síðasta ársins lét fólk elda sína kulna út og eyðilagði eigur sín- ar. Menn lögðust í sekk og ösku og áttu von á heimsendi. Vanfærar kon- ur voru lokaðar inni, því að annars var talin hætta á að þær breyttust í villidýr, og börnum varð að halda vakandi síðasta daginn, svo að svefn inn gerði þau ekki að rottum. Um sólarlag gengu prestar í fylk- ingu, fulltrúar allra goðmagna, sem Aztekar þekktu, upp á Stjörnuhæð, sem áður var kölluð Huixachtecatl. Þetta er útbrunnið eldfjall, sem rís bratt upp af Mexíkódal og sést víðast hvar að úr dalnum. Við hofið á tindi fjallsins fylgdust þeir vandlega með himintunglum, þegar nótt féll á, og biðu þess, að ákveðnar stjörnur gæfu til kynna, að heimurinn skyldi standa annað skeið. Um leið og það merki var gefið, tóku prestarnir kyndil og tendruðu með honum eld í opnu brjósti manns, sem fórnað hafði verið til þeirra nota. Síðan upphófst mikil gleði meðal lýðsins. Sendiboðar kveiktu á kyndl'um í hinum nýja eldi og fluttu hann til allra borga og þorpa í nágrennlnu og tendruðu á altörum guðanna þar. Næsta dag var hátíðinni haldið áfram og blótveizlur miklar og mannfórnir fóru þá fram. Mannfórnir fóru fram við flest blót og fanginn var alltaf líflátinn á sama hátt, þótt siðir við athöfnina gætu annars verið breytilegir. Fórnardýrið var skorið upp með steinhnífi og hjartað slitið lifandi úr brjósti þess. Þessi fórnarsiður átti mikinn þátt í hernaði Azteka, því að fanga varð að afla til fórna. Og um leið ákvarðaði þetta hernaðartæki Azteka, þar eð markmið þeirra í ófriði var að taka menn höndum, en ekki að leggja þá að velli. Mannblótin fóru einnig vax andi með tímanum og leiddu Azteka inn í vítahring, sem' illgerlegt var að rjúfa. Velgengni og sigursæld var á valdi goðanna, og goðin veittu hana til launa fyrir hjörtu fanga, sem þebn var fórnað. Harðsnúnir andstæðingar, sem örðugt hafði verið að sigrast á, voru beztu fórnarlömbin. Til þess að ná þeim, þurfti aðstoð goðanna og nýjar fórnir. Fórnirnar leiddu þann ig af sér ófrið, og ófriðnum fylgdu auknar mannfórnir. En starf prestanna var meira en að standa fyrir þessum blóðugu aðgerð- um. Þeir höfðu einníg með höndum kennslu unglinga, og þeir réðu þeirri miklu list, ritlistinni. Skrift Az- teka var myndskrift, sem farin var að nálgast samstöfuletur. Stafróf var ekkert, heldur voru dregnar upp myndir af hlutum, en þær myndir var hægt að tengja öðrum myndum, og þannig fá fram þriðju merkingu, svipað og gert er í myndagátum hjá okkur. Aztekai; táknuðu til dæmis borgina Pantepec á þann hátt, að þeir drógu upp mynd af flaggi, pantli, sem stóð á hæð, tepec. Einnig voru notað- ir litir, afstaða milli merkja, stytting ar og annað slíkt til að fá fram blæ- brigði merkinga. Á þessu letri var ekki hægt að skrá samfellda frásögn eða tjá hlutlæg hugtök. En þessar heimildir eru bættar upp með frá- sögnum, sem voru skráðar eftir Az- tekum, skömmu eftir að Spánverjar höfðu náð landinu undir sig. Talnakerfi Azteka var tvítuga. Tuttugu var grundvallartalan, sem allt kerfið byggðist á. Þeir notuðu depla eða mannsfingur til að tákna tölur innan við tuttugu, en sú stærð var táknuð með flaggi. Næsta tákn var fyrir 400 (20x20) og var það merki sem minnir á barrtré. 8000 (20x20x 20) var táknað með sekk, eflaust hugs að með tilliti td þess mikla fjölda kakóbauna, sem komust fyrir í einum poka. Með þessum fjórum táknum, depli eða fingri, flaggi, barrtré o sekk, gátu þeir skráð allar þær tölur, sem þeir þurftu á að halda. Á þessu letri voru skráð almanök Azteka og skýrslur um tímatal, frá- sagnir og annálar úr sögu þeirra og fleira slíkt. Spánverjar notfærðu sér þetta, þegar þeir höfðu náð tökum á landinu, og skráðu á þennan hátt skattskýrslur, lög og tilkynningar, T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 643

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.