Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 20
svo að Indíánarnir gátu skilið það átakalaust. Prestur einn gerði jafn- vel tilraun til þess, að skrifa trúarrit á þessu letri, en það gaf ekki góða raun og ckki leið á löngu, þar til Hákarlssneið og fiskstykki Einu sinni fyrir löngu voru hjón á bæ á Austurlandi, eT hétu Hallbera o& Sigurður Varð Sigurði það á, að hann tók fram hjá konu sinni með stúlku á næsta bæ. Hallbera var fljót- mælt og smámælt, en Sigurður lin- mæltur og seinmæltur Hallberu sagðist svo frá, hvernig sættir tók- ust með þeim hjónum út af fram hjátökunni: „Einu sinni fór Siggi minn til kirkju. Svo kom Siggi minn aftur. Er nokkuð í fréttum Siggi minn? sagði ég? — Ekki svo sem neitt, sagði hann. Barn fætt á næsta bæ — Hver er þar annars vegar? sagði ég.“ — Þeir segja, að ég sé þar ann- ars vegar, sagði hann. — Datt í mig bölvun En svo fór Siggi minn fram Kom aftur með hákarlssneið og fiskstykki. — Eigðu þetta, Bera mín, sagði hann. — Guðlaun fyrir mig, Siggi minn, sagði ég — Farðu að hátta, Siggi minn, sagði ég. Og svo fór Siggi minn að hátta. „Þær skuli ekkí skera sig“ Þegar Halidór Jónsson var prófast- urur á Hofi í Vopnafirði um og eftir miðja síðastliðna öld, var umrenn- ingur þar j héraðinu, sem Jón hét, skringilegur mjög i háttum öllum og tilsvörum Hann gekk til dæmis jafn- an með skotthúfu á höfði og hattkúf yfir Hafði hann þann sið, að tví- taka eða þrítaka hverja setmngu Þá var víða oft þröngt í búi og Jón þessi hugsaði m'kið um mat eins og fleiri umrenningar Eitt sinn var hann staddur á Hofi, sem var mesta rausn- arheimili, og sat með matarskammt, er honum hafði verið fenginn, en honum þótti ekki nógu vel úti látinn, fannst smjörsneiðarnar og ostflís- arnar ekki nægilega þykkar. óg táut- aði þvj fyrir munni sér: „Þær skuli ekki skera sig, þær skuli ekki skera sig, að flaga þetta svona þ-innt að flaga þetta svona þunnt “ En þessu gengur prests konan um og var þá karl ekki lengi að snúa við blaðinu og segir. „Guð laun matinn. kona góð, guð laun mat inn, kona góð. Mikið er framreitt, mikið er framreitt. Mikið þarf til brugðið var til hins, að skrá tun° Azteka með latínuletri. Hér hefur ekki verið minnzt nema á fátt eitt, sem einkenndi Azteka, og mjög stiklað á stóru. En annars er þess, mikið þarf til þess.“ Öðru sinni er Jón var einnig kom- inn að Hofi og var að borða, var prófastur á gangi og heyrir að karl tautar í sífellu: „Ég má vara mig, ég má vara mig, ég má 'vara mig.“ „Nú, á hverju megið þér vara yður, Jón minn?‘- spyr prófastur. En þá virðist karl ekki hafa verið eins fljótur að venda sínu kvæði í kross, eða þá hitt, að hann hefir viljað láta prófast heyra, að hann væri ekki sem bezt ánægður meö skammt sinn, því að hann svaraði: „Nú, að flotbitinn endist við' kökudindlinum, að flot- bitinn endist við kökudindlinum.“ KðmiS me3 laxinn! Eitt sinn fór Englendingur ásamt íslendingi, sem sennilega hefur verið túlkur hans, upp í Borgarfjörð vestra, til að renna fyrir lax. Veiddi hann meðal annars lax einn heljarmikinn. Veðjuðu þeir um það Englendingur inn og íslendingurinn, hvort nokkur maður væri til, sem gæti étið slíkan heljarfisk í einni máltíð. Sá enski hélt, að enginn svo mikill matmaður væri til. íslendingurinn kvaðst þekkja einn matmann mikinn, sem að öllum líkindum mundi geta sporðrennt lax- inum í einu. Veðiar sá enski allmiklu fé í sacnbandi við þetta. Síðan var laxinn soðinn ásamt sósu og kartöfl- um og borinn á borð fyrir mann þenn an, en sá vissi ekki um. að þetta væri laxinn fyrirheitni Er maðurinn hafði hesthúsað alla laxréttina, sem sagðir voru tólf. mælti hann: „Ef ég á að éta þennan lax, þá verður hann að fara að koma“ Ætlaði hann sem sé að bæta honum ofan á. Er sagt að þeim enska hafi svo blöskrað maga- rúm þessa manns, að hann gengi út, orðlaus. En matmaðurinn fékk pen- ingana, sem voru allmiklir. Eaginn anzaði Magnús er maður nefndur, er bjó á Austurlandi Eitt sinn ætlaði hann að koma til bæjar nokkurs. Var hann þá góðglaður af víni. Svo er háttað þarna, að viti er skammt frá bænum, en þar sem Magnús var ekki vel viss um, hvar bærinn væri og svo hýr að auki, villtist hann fram hjá bænum og gekk að vitanum sem hann hélt að væri bærinn. Barði hann lengi á hurð vitans. en enginn kom td dyra. Sá Magnús ljós í turni vitans, naumast kostur nema í heilli bók. í næsla blaði verður haldið áfram að tala um þessa merku þjóð og þá gerð greið fyrir komu Spánverja til lands- ins og falli Aztekaríkisins. og gekk spjald fyrir Ijósið á vissu millibili, eins og á gömlu vitunum. Hugði hann, að fólk væri á dansleik í húsi þessu og skyggði á Ijósið annað slagið. Er Magnús kom til næsta bæj ar, var hann þungur í skani yfir er- indisleysunni og mælti: „Pólkið dans- aði og dansaðj og enginn anzaði og anzaði“. pfftlnmVSlii Framhald af bls 631. úthafsins í leit að einverustað, en ekki er vitað, hvort hann komst til Islands. Hins vegar er hans eetið í Orkneyjum. Á sjöttu öld, um daga Kolum- killa, er því nokkuð um siglingar trúboða og einsetumanna norður í höf, og ég á bágt með að trúa öðru en að sumir þeirra hafi þá þeear komiö til íslands. írskir einsetu- menn hafa því ef til vill haft kynni af landinu um þrjú hundruð ára skeið áður en norrænir menn tóku að venja komur sínar hingað. & Hér á landi eru, eins og alkunn- ugt er, nokkur örnefni, sem kennd eru við Papa: Papahylur í Dölum, Papafell vestan Hrútafiarðar, Pan- ey og Papafiörður á Austfjörðum, Papýli sunnan jökuls. f Pæreyjum er eitt örnefni kennt við Papa og allnokkur á Hjaltlandi og í Orkn- eyjum. Öll þessi örnefni ber aö skilja á þá lund, að norrænir menn hafi kennt þessa staði við írska einsetumenn. En Papa-örnefni eru víðar. Eitt er á eynni Mön í fr- landshafi og annað í norðvestur- Englandi. Og að lokum má geta þess, að átta slík örnefni eru varð- veitt í Suðureyjum: Þar eru þrjú Papýli, fjórar Papeyjar og einn Papadalur. Allir þessir staðir virð- ast vera vel fallnir til einsetu. Nú má einsætt þykja, að upptök þess- arar Papa-hreyfingar hafa verið á írlandi, og þaðan breiðist hún norður um Suðureyjar og allt til íslands. Hreyfing þessi er tengd við trúboðsstarfsemi Kolumkilla og annarra fra á sjöttu öld og síðar. Og það er einmitt kristni Suðurey- mga. arftaka Kolumkilla. sem nor- rænir menn kynnast einkum fyrir vestan haf áður en beir sigldu norður um haf til að setjast að á íslandi. Það er því alls kostar vel til fundið. ,að kristnir menn á fs- landi minnist þess nú að liðnar eru réttar fjórtán aldir síöan Kolum- killi hóf starf sitt i Suðureyjum, en það var þrem öldum fyrir land- námsöld. GLETTUR 644 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.