Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Page 21
• •
FRA MONNUM
06 D ÝRUM
DÝRIN HEIMSÆKJA GÖMLURÉTT
EITT orð gstur haft heila sögu að
geyma. Rúmlega steinsnar frá tún-
garðinum er dálítill hvammur í
hrjóstrugum og gróðurlitlum móan-
um. Hvammurinn er ekki stór, og ber
þess vott, ef vel er að gætt, að hann
er mannvirki En nafnið tekur af öll
tvímæli um það, því hvammurinn
heitir Gamlarétt. Enginn á bænum
man þó til, að þarna hafi verið rétt.
Elzta fólkið rortekur, að foreldrar
sínir, afar eða ömmur hafi nefnt
það einu orði. En saent er það engum
vafa bundið. ;ð þarna hefur verið
stór fjárrétt endur fyrir löngu — og
hvammurinn ?r leifar hennar.
Botninn á h\amminum er vaxinn
þéttum töðugróðri, og ef sá gróður
fékk að vera í friði, mátti sjá þar
jurtir, sem skörtuðu rauðum, gulum
og bláum blómum sem kinkuðu kolli
móti sólinni a morgnana, löðrandi í
morgundögginm Upp með hlíðum
hvammsins var gróðurinn nokkuð
gisnari, en þó voru hinir hrundu
veggir réttarinnar svo vandlega grón-
ir, að hvergi sást ógróinn blettur. Við
austurhlið hvammsins var dálítill
stallur, en minni við vesturhlið og
norðurgafl, en fram úr hvamminum
var engin hæð heldur opin leið und-
an brekku í átt að Bæjarlæk og
Grýlufossi.
í Gömlurétt var stundaður þykjasta
búskapur, og þar voru þxúr bæir; aust
antil var Austurhlíð, þar bjó Siggi,
gildur bóndi og ríkur af gangandi fé.
Við vesturbrúr, hvammsins stóð bær-
inn Vesturhús þar bjó Monsi. Hann
var smiður góður, og gjarnan fenginn
til hjálpar við allar byggingar þar í
hvamminum; fékk hann vinnu þessa
oft ríflega borgaða með kvikfénaði,
og efldist því bú hans óðum. En norð-
ast við enda dalsins stóð bærinn Botn,
þar bjó Bessi, og þar var kirkja og
prestur, sem Friðiik hét, og var kall-
að, að Bessi réði fyrir honum, það
er orðum hans og athöfnum. Á öllum
bæjunum voru mörg hús. Þau voru
hlaðin úr hnausum og svo haglega
gerð, að hvergi sást mold. heldur var
allt grasi gróið. Engin þök voru á
húsunum, þvi þegar rigningar gengu
og vont var veður, svo og á vetrum,
stóð tíminn kyrr og enginn búskapur
var í Gömlurétt. Allir voru bændur
þessir ríkir af fénaði. Kýrnar voru
höfuðbein úr sauðkindum, hestarnir
kjálkar, ug sauðféð kögglar. Stóru
kögglainir voru ær, smáu kögglarnir
lömb, en sauðarvölur voru hrútar og
sauðir. Þessum fénaði var brynnt, gef
ið og beitt eftir þörfum. Honum var
réttað, og rekinn var hann milli bæja
og komið gat t'yiir, að deilur risu um
eignarétt á einstökum skepnum, sem
óglöggt höfðu verið merktar. Á
sunnudögum var gengið til kirkju og
hlýtt messu (ijá séra Friðrik. Þá
gekk þykjastafólkið með fagra háls-
klúta og konur með mislitar svuntur.
En karlmenn voiu afturfótaleggir úr
fullorðnum sauðkindum, konur franx-
fótaleggir. en börn voru lambalegg-
ir.
Þessi litli dalur stóð opinn fyrir
öllum skepnum því að um hann var
engin girðing. en bændurnir litlu, sem
komnir voru að fermingu, sáu ráð til
að beina ágangi frá búskap sínum.
Þer unnu nefmiega dálítið við alvöru-
búskapinn á bænum, og meðal verka
þeirra var að reka kýmar að morgni
og sækja þær eð kvöldi, en við þessi
verk sín sáu þeir um, að kýrnar
sneiddu hjá hinunx girnilega gras-
bletti í Gömlurétt.
Einn bjartafj morgun að áliðnu
sumii, þegar þremenningarnir komu
til búverka í dalinn sinn, sem þeir
höfðu ráðið yfir í nokkur sumur, sáu
þeir sjón, sem vakti undrun þeirra og
forvitni. Rétt fyrir austan prestssetrið
að Botni sáu þeir litla moldarhrúgu,
og það var engmn vafi,vað þetta voru
óhreinindi, sem hreinsa varð í burtu,
því nisl og mold og önnur óhrein-
indi, var sjálfsagt að fjarlægja sam-
stundis og þeirra varð vart. En á
þessari stundu var þeim meira í mun
að vita, hverju þetta sætti, og þeir
urðu fljótt áskynja um orsökina. —
Mús hafði grafið sér þarna holu til
vetursetu. Monsi sagði, að hægðarleik
ur væri að grafa holuna upp og
flæma þennan óboðna gest úr daln-
um þeirra. Bessi var í vafa, hvað
gera skyldi. en Siggi sagði, að slíkt
væri fjarstæða Þeir skyldu heldur
hreinsa moldina í burtu og bera
brauðmola og annað matarkyns að
holudyrunum, svo að músin fengx
nokkuð að éta og mundi það verða til
þess að rninna yrði um músagang á
bænum næsta vetur. Auk þess væri
holan nokkur xpádómur eða fyrirboði.
Þegar mýs gerðu sér holur, hefðu þær
dyrnar jafnan undan þeirri átt. sem
mest blési af næsta vetur. Dyrnar
á þessari holu snéru til suðvesturs,
og því mundi vindur blása af norð-
austrj næsta vetur Eftir þessa reðu
Sigga var öll andúð þeirra Monsa
snúin í samúð með þessum nýja ná-
granna, en samt létu þeir á sér
heyra, að þeir hefðu litla trú i veður-
spá músarinna,- eða minnkr- ' úsa-
gangi heima á bænum.
En þess var ekki langt að biða, að
alvarlegri gestdKomu bæri að í Gömlu
rétt en hér hafði átt sér stað Skömmu
fyrir réttir einn svalan morgun, þeg-
ar sjálfur Monsi átti að reka kýrn-
ar, var hann venju fr’emur seinn á
fætur eða sval yfir sig eins og það
er kallað. Haon var ekki kominn á
fætur, þegar mjaltakonurnar höfðu
lokið mjöltum ,,Við verðum að vekja
strákinn" sagði önnur. „Lofum hon-
um að sofa“ sagði hin. „Við leysum
kýrnar út, og þær snarpa hérna á
stöðlinum, þangað til hann vaknar,
og þá hirðir hann þær“. Þetta varð að
ráði.
Þegar mjalrakonurnar höfðu leyst
kýrnar og vikið þeim frá fjósinu, röltu
þær út í móann og rákust fljótlega á
gott haglendi Þær gengu þungum
skrefum um Gomlurétt og rifu græðg
islega í sig h.nn safaiíka og kjarn-
mikla gróður án þess að hlífa fólki,
fénað'i eða húsum. Og þegar Monsi
kom á vettvang með stírurnar í aug-
unum, gafst honum á að líta: Húsvegg
ir voru rofnir hópur lamba var troð-
inn niður í svöiðinn undan klauf-
um kúnna. Hjónin í Austurhlíð, sem
setið höfðu a rúmi sínu prúðbúin
til kirkjuferðar. voru nú hulin stórri
og svartri kúadxllu. Á prestssetrinu á
Botni hafði ein kýrin stigið ofan á
höfuðið á sjálfum prestinum, svo að
það var á kafi í sverðinum og fætur
hans stóðu upp í loftið, og þessu
líkt var um að litast í allri byggðinni.
Þeir Siggi, Bessj og Monsi héldu
ráðstefnu í Gömlurétt og báru ráð sín
saman, og eftir nokkrar bollalegging-
ar kom þeim saman um að láta allar
umbsetur bíða næsta vors, þar sem nú
Bergsteinn Kristjánsson
T 1 111 I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
645