Tíminn Sunnudagsblað - 28.07.1963, Qupperneq 22
væri komið haust og síðan kæmi vet-
ur.
En þegar furið kom, var annað að
sýsla hjá þeim félögum en að stunda
búskapinn í Gömlurétt, því að nú
átti að ferma þá alla, og auk þess
tók alvörubúskapurinn sífellt meira
og meira af tíma þeirra Þetta varð
til þess að anginn búskapur var
stundaður í Gömlurétt um margra
ára skeið.
En þótt svona færi í þetta sinn, var
Gamlarétt á sinum stað og bauð sig
fram til þykjastabúskapar. Og þar
kom, að þar hofst aftur búskapur, en
nú voru þar stúlkur að verki Bæirnir
voru hresstir við, en búskapurinn var
nokkuð með öðrum hætti. Nú glitraði
allt af margliium glerbrotum, skelj
um kuðungum og dósalokum, og þar
var unnið af -appi við margs konar
matargerð, og nakaðar margar tegund
ir af kökum úr hinu auðfengna og
hentuga efni mold og vatni.
Einar Jénsson
Framhald af bls. 637.
óvissu. Þetta eru mín ráð. Þér get-
ið svo talað við mig aftur síðar,
þegar þér hafið tekið fulla afstöðu
til málsins.
Ég hafði setið hljóður og hlýtt
með eftirtekt á orð meistarans.
Svona voru þá orð hans og ráð-
leggingar. Taugakerfi mitt mátti
varla við meiru.
— Ég vil reyna að íhuga orð
yðar, stundi ég upp. — En ef ég
skyldi nú taka ákvörðun, mætti ég
þá líta inn til yðar aftur?
— Með ánægju, mælti meistar-
mn. — Segið mér bara, hvað þér
berið fyrir brjósti, og mundi ég
þá fúslega leiðbeina yður — ef
unnt væri
Eftir það spurði meistarinn mig
eitthvað um önnur mál, og svaraði
ég honum eftir beztu getu.
Síðan kvaddi ég hryggur í huga,
því að meistarinn, sem var kurteis-
i.n og Ljúfmennskan uppmáluð.
hafði vægast sagt ekki gefið mér
neinar glæsivonir.
Úti var veður bjart og stillt og
tók ég stefnu beint af augum suð-
ur yfir Valnsmýrina og nam ekki
staðar fyrr en í flæðarmáli við
Skerjafjörðinn. Ég þráði að vera
einn saman úti í náttúrunnj og
íhuga ráð mitt. Þarna settist ég
fremst í fjörunni og beið þar, unz
sól var setzt og sjór i aðfalli.
Margt hafði flögrað í hug minn
og flogið burt. En þegar ég stóð
upp og hélt heimleiðis, var ég bú
inn að álcveða mig. Ég ætlaði að
reyna.
Vilcu síðar tór ég aflur að finna
Einar myndhöggvara og sagði hon-
um hug minn. Hann tók mér ljúf-
mannlega: „Þér megið koma til
mín á hverjum degi og byrja strax
á morgun“, mælti meistarinn.
Naut ég svo kennslu hans það
sem eftir l'ifði vetrar og eru þau
' kynni mér ómetanleg og ógleym
anleg æ síðan.
Eggert Guðmundsson.
¥eíurinn
Framhald af bls. 635.
vöxnu tré meðtram bökkum
Yvette.
Þetta verður þétt og sterk
uppistaða, þakin ívafi. Fyrstur
innvefst BLÁMINN.
Indigo-bláminn, bláminn tek-
inn úr ofnum teppum dómsins
í Reims. Þar skin og lýsir blái
liturinn í gegnum aldaraðir. Eða
þá ég nota bláa litinn á hatti
Ijóshœrðu stúlkunnar, sem gekk
hér u.m daginn í sölum Lcuvre.
Einnig gæti ég ofið inn bláum
lit héliotrópanna., sem vaxa i
kringum Senatið, friðarhöllina í
Luxemborgargarðinum og í gleái
minni ívef ég til vara himin-
blámann. Sindur dimmbláa Ht-
arins geymi ég vorinu.
Og nú bregð ég i vefinn
RAUÐU:
Bjartur roðalitur er alls stað-
ar. Misrjóðir vangar og varir
ungu stúlknanna á götum Paris-
arborgar lýsa mót logalit rauðu
gladíólanna í görðunum og glit-
rau.ða granateplinu, sem ég
keypti á horninu á Montparnasse
og fjárinn hafi það, ég múta
bara gamla munknum í Notre
Dam og safna sama.n öllum rauð
um rúbínum úr helgiskrínunum.
Ég vef þá inn á milli svarrauð-
flikróttu vínviðarlaufanna
Handa.n yfir Yvette eru heilar
breiður af Ijósmógulum og gul-
móbrúnum litum, sjálf moldin
er mismunandi GULLIN:
Lauf haustsins er gullið. Frakk
ar vefa milljónamergð laufríkis
í teppin sín. Sjálf vel éa mér
nokkur hinna. ryðbrúnu laufa,
er faJlið hafa af kastaniutrján-
um.
En þó að ég bregði í vefinn
öllu svartklœdda fólkinu öllum
Lausn
68: krossgátis
munkunum, nunnunum og negr
unum, sem ég mœti á göngu
minni um götu Sankta Mikaeis,
verður samt eklzi úr svart og
skjallhvítur höfuðbúnaður abba
disanna yrði ekki hvitux: Ljóða-
vefur verður það.
Ég sit þa.r mér þóknast við
vefinn þann, en það er ekki auð
vélt að vefa úr orðum. Þau
Ijóma ekki. Ylurinn er meiri í
ullinni“.
(Samþjöppun þýdd úr Árbók
Nordenfjeldske Konstindustri
Museum ’56, Þrándheimi).
Þar er hann aftur kominn sami
varcninn og áður var. Áður en útvarp-
ið og heimsstríðið komu í heimsókn á
Örlandið og ýttu burtu friðsældinni.
„Hvað, hefði hún haft sjónvarp",
sagði Unnur Briem og hló, nýkomin
vestan um haf á leið í austrið.
sgsssssssssssssssssssssssssssssgssssssssss-ssssssss
I LESANDI GÓÐUR! Ef '
| þér hafið lifaS sögulega
| og óvenjulega atburSi,
| sem ySur dytti í hug
§§ aS færa í letur ein-
2Í hverja kvöldstund, á
slíkt efni hvergi betur
heima en í Sunnudags-
| blaði Tímans. Þar
1 munu slíkar frásagnir
| varðveitast um aldur
| og ævi. Þúsundir
manna halda blaðinu
saman, og með tíman-
um verður ba^ dýr-
.*
ii
••
mætt safnrit.
8
646
TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ