Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 9
¥
í sumar hefur maður á miðjum
aldri, nokkuð' tekinn að grána yfir-
litum, setið alla daga í vinnusal Lands
bókasafnsins í Reykjavík og haft þar
hlaða af bókum og handritum á borð-
inu fyrir framan sig. Þessi maður er
gestkomandi hér á landi, en þó al-
íslenzkur, Strandamaður að ætt og
uppruna. Hann er vísindamaður á
sviði norrænna fræða, málfræðingur
með doktorspróf í hljóðfræði, en hon-
um hefur nú um alllangt skeið verið
búig það hutskipti að vinna fræði-
störf sín erlendis. Sveinn Bergsveins-
son heitir hann og er nú prófessor
í norrænu vig Humboldtháskólann í
Berlín.
Fyrir skömmu hitti ég Svein að
máli eina kvöldstund, eftir að búið
var að loka safninu (en fyrr vildi
hann ekki gefa sér tóm til jafn fá-
nýtrar iðju og þeirrar að hjala við
blaðamann). Mig fýsti aö fræðast eitt
hvað af honum um störf hans þar
syðra og önnur efni honum hjartfólg-
in, en Sveinn er ekki vig eina fjöl-
ina felldur og fæst auk vísindamenrisk
unnar talsvert við skáldskap.
— Hve lengi hefur þú starfað í
Berlín, Sveinn?
— Það verða tíu ár í febrúar. Ég
kom þangag fyrst sem gestprófessor,
en nú hef ég fengig þar fasta prófess
orsstöðu. Kennslugrein mín er nor-.
ræn fræði, en þau eru aukagrein með
germönskum fræðum. Kennslan i þes$
um greinum miðar fyrst og fremst
að því ag mennta málfræðinga. Ég
held þarna fyrirlestra bæði í mál-
sögu og bókmenntasögu. í sambandi
við málsöguna er lögg mikil áherzla
bæð'i á beygingafræði, setningafræði
Rætt víö
Svein
Berg-
sveinsson
TÍMI N.N - SUNNUDAGSBLA*
701