Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 22
GLETTUR
bón á altarisgöngudaginn, en segir
þó:
„Þá ætla ég að biðja guð að fyrir-
gefa mér“.
„Þið um það“, svaraði bóndi.
Sá kvikð og sá braití
Eitt sinn voru á Austfjörðum tveir
menn, er nefndust Jón í loftinu og
Guðmundur bratti. Voru þeir ólíkir.
Jón var kvikur á fæti, en Guðmundur
feitur og fór sér hægt. Eitt sinn mætt
ust þeir á förnum vegi; Jón var þá
með pokaskjatta á bakinu.
Guðmundur segir: „Þú ferð nú með
þetta í loftinu Jón minn“.
„Það fer nú eftir því, hvað ég verð
brattur, svarar Jón.
Mannslát
Maður er nefndur Jón og bjó fyrir
austan. Var hann skrýtinn í svörum.
Eitt sinn drukknaði maður Jóni ná-
kominn, við bryggju þar austur frá,
en fáleikar höfðu verið með Jóni og
honum. Er Jón frétti lát skyldmennis
síns, mœlti hann: ,,Þar var mannslát,
en ekki mannsskaði".
Eitt sinn veiktist barn, sem Jón
átti, mjög hastarlega. Er læknirinn
var að telja meðaladropa ofan í barn-
ið mælti Jón: „Tíu dropar til, deyr
eða lifir ekki“.
„Og svo ger$a eg“
Vigfús geysir Jónsson bjó um all-
mörg ár á Hervararstöðum á Holtsdal
á Síðu. Hann var ýkinn til muna og
nokkuð sérlegur í tali. Þessa sögu
sagði hann af því, er eitt sinu' bar
fyrir hann á Mýrdalssandi:
„Eg var á ferð á Mýrdalssandi, og
mætta eg draugi. Það var kvendraug-
ur, og réðumst eg á hann, og svo
fellda eg hann. Þá sagði draugurinn:
„Neyttu fallsins, karlmaður". Og svo
gerða eg“.
Eítt var effir
Þórður Tómasson á Rauðafelli var
mikill kappsmaður. Þegar elli færð-
ist yfir hann, þraut þrek og getu til
þess að standa í stórræðum, svo sem
hugur hans stóð þó enn til. Þótti
gamla manninum súrt í brotið að
vera svo bugaður orðinn af ellinni
og barmaði sér yfir því með svo-
felldum orðum:
„Það er ekkert orðið eftir af mér,
nema andskotans hugurinn til að
kvelja mig“.
Merkir eilífa hvíld
Séra Hallgrímur Thorlacius í Mikla
garði var að uppfræða bömin. innti
hann þau þá eftír því, hvernig hásæti
Salómons hefði verið. En börnin
voru fáfróð um það, og hóf prestur
þá að lýsa þessu virðingarsæti. Lauk
hann lýsi-ngunni með þessum orðum:
„Það var kollótt aftan fyrir, sem
merkir þá eilífu hvíld".
Tortryggni
Kerling nokkur hafði hann sið að
signa ærnar út úr kvíunum. Var það
gert til þess, að þær yrðu spakari á
hága og síður flygi undir þær. Ekki
vildi signingin þó ævinlega stoða
framan af sumri, meðan ánum var
rásgjarnt.
Morgun einn stendur kerling í
kvíadyrum og signir hverja á um
leið og hún fer út. Síðan stingur hún
höndum á síður, horfir á eftir ný-
signdum hópnum, sem lestar sig ská-
hallt upp brekkuna ofan við kviaból-
ið og segir:
„Til andskotans farið þið nú samt
allar í dag“.
Bænagerð og búsáhyggjur
Menn úr Hvammssveit voru á sum-
ardegi að leggja af stað á skipi frá
Skæringsstaðáhöfða í kaupstaðar-
ferð. Meðal þeirra var Sigurður
Jónsson, einkennilegur karl í Glerár-
skógum. Þegar ýtt hafði verið frá,
tóku menn ofan að vanda og Iásu
sjóferðabæn. í sömu andrá og bæn-
inni var lokið og menn höfðu sett á
sig höfuðfötin, mælti Sigurður til fé-
laga sinna:
„Vill ekki súrna hjá ykkur mjólk-
in, piltar?
Ekki þakkarvert
Guðbrandur í Hólmlátri ætlaði eitt
sinn að ríða frostbólgna á á veikum
ísi. Brast ísinn, og komst Guðbrandur
yfir með reiðskjóta smn við illan leik,
en hafði þó áður misst svipu sína og
ullarvettlinga. Komst hann til bæja,
sýlaður og illa til reika, og bar sig
báglega yfir missi sínum.
Bónda fannst hann mikla um of
íap sit-t og segir:
„Vertu ekki að barma þér yfir
þessu. Þakkaðu guði, að þú hélzt
lífi“.
Guðbrandur tók þeirri áminningu
ekki illa, en segir þó:
„Það væri kannski ástæðá til þess,
ef ég hefði ekkert tjón þurft að bíða.“
„Transpcrt“ á HellisheiSi
Snorri hét bóndi á Selfossi á því
skeiði, er tekið var að veiða lax í
Ölfusá til sölu í Reykjavík. Var hann
þá stundum í laxflutningum.
Einu sinnj bar svo við, að klyfberi
brotnaði, er hann var kominn upp á
Hellisheiði, og reið þá Snorri niður í
Ölfus til þess að fá nýjan klyfbera.
Einar Gestsson á Hæli bar að, þegar
Snorri kom aftur með klyfberann og
staldraði við hjá honum. Þótti Ein-
ari nóg um, þegar Snorri henti brotna
klyfberanum eins langt frá götu og
hann orkaði, án þess að hirða mót-
tökin, og spurði, hvort hann ætlaði
að fleygja því, sem nýtilegt væri.
„Það er ekkert transport, þar sem
ekkert gengur í súginn", svaraði
Snorri.
Þau um það
Sá var siður, er fólk ætlaði að vera
til altaris, að hver bað annan fyrir-
gefningar á öllum misgerðum. Ónafn-
greind hjón voru búin til altaris-
göngu, og víkur konan sér að manni
sínum og bað hann fyrirgefa sér
það, sem hún hefði af sér brotið við
hann.
„Nei“, svaraði karl.
Konunni þótti langt gengið, er
bóndi hennar neitaði fyrirgefningar-
Lausn
71. krossgátu
Nf.7 -/ * H fí § fí i y B 1
L $ fí V J?
1 3E. s K R ss 5 yy S L a L t G
H Æ B T u R i I
ú T 1 S K R fí R 6 p s
S N i ff L fí L L fi L i
1 5 N /C L V fi 0 T u R 5
F 1 S5? 0 F K + 0
T ó~ N N K m S K E F
V 6 G t T' fi K T
E R T fí j O N K I
R U R ó R l N
1 R i X 0 R R * S * N
'i* S N s 1 0 K fi H fl N 1
r: r ft N I N N S N n r a
s> i L n R U S E T N i R
0 s S R É £ F L R rr ó fí 5 T T ó
K Ý ft P | U R T a
É n K u R E y R I ií: R L
l N N T i R o n C D
718
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ