Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 4
m
■a. :
ra
Einn þeirra mörgu og merkiltgu
klerka er getur í þjóðtrúarsögum
okkar og bendlaðir eru við fjöl-
kynngi er séra Magnús Pétursson
á Hörgslandi; sumum mun hann
kunnastur úr sögnum af Höfða-
brekku-Jóku, einni hinni aðsóps-
mestu afturgaungu sem munnmæli
kunna frá að greina.
Foreldrar séra Magnúsar munu
hafa búið að Viðivöllum í Skaga-
firði og þar mun Magnús hafa
fæðzt i byrjun 17. aldar. Um upp-
vöxt hans er allt á huldu, en hann
mun hafa stundað nám í Skálholts
skóla og kunna þjóðsögur margt
að segja af veru hans þar, meðal
annars söguna um það er hann
missti sinar frábæru námsgáfur
skyndilega og var um hríð í litlum
metum af þeim sökum; unz hann
tók að sér að vaka yfir liki skóla-
pilts eins er þótt hafði sérstaklega
dugandi námsmaður; reis sá auð-
vitað öndverður um nóttina, hélt
á brottu og lét hjúp sinn liggja
eftir. Magnús sá sér nú leik á borði,
tók hjúpinn og hélt honujn fyrir
draugnum hvernig sem hann nauð
aði; Fáðu mér duluna mína Mángi;
unz hann fékk talið drauginn á að
gæða sig vizku þeirri er hann hafði
í lít'inu. Þar eftir komst einginn
í hálfkvisti við Magnús hvað snerti
gáfur og „kunnáttu". Þessu næst
segja þjóðsögur af Magnúsi að
hann hafi verið orðinn djákn í
Þykkvabæ í Veri Tyrkjaránsárið
1627; þaðan er sögð af honum
frægðarsaga úr viðureign við
Tyrki, en þá kvað hann sína al-
kunnu Tyrkjasvæfu.
En prestur verður Magnús í
Meðallandsþingum 1628. Síðar á
ævinni (1659) settist hann að á
Hörgslandi og var síðan kenndur
við þann stað og galdur sinn. Margt
mun hafa vel verið um vitsmuni
og hæfileika séra Magnúsar, en
ýmislegt í sögnum af honum svo
og særingakvæðum hans bendir
til vanheilinda á geðsmunum; kem
ur það og heim rið ýmislegt sem
vitað verður mi.J vissu um ieril
hans, er einkenndist af drykkju-
skap og allskyns þrasi. Er þess þá
að minnast að prestsskapur Magn
úsar hefst í þann mund sem hyst-
ería galdrabrennualdarinnar er tek
in að grípa um sig með læröum
og leikum.
0
Persóna nokkuð skuggaleg, önn-
ur en Höfðabrekku-Jóka, setur ær-
inn og oft sérkennilegan svip á þjóð
sögur af Magnúsi presti: Galdra-
Iiiugi. Eru aðfarir hans í munn-
mælunum nokkuð dæmigerðar fyr-
ir þjóðsögur og tilurð þjóðsagna í
eiginlegustu merkingu orðsins, sé
höfð hliðsjón af því sem raunveru-
lega gerðist á vettvangi sögunnar.
Skal nú rakinn hér þáttur Galdra-
Illuga eins og hann grípur inn í hjá
trúarsagnir af séra Magnúsi Péturs-
syni .Af slíku er flest að finna í
safni Jóns Árnasonar.
Eftirfarandi saga er þar skrásett
af Páli alþingismanni í Árkvörn:
„So hafa nokkrir minnugir menn
frá sagt sem lifðu meiri hlut 18.
aldar, þá er Magnús prófastur Pét-
ursson hafði Kirkjubæjarklausturs
þing og bjó á Hörgslandi. Var hann
talinn margfróður, en mjög vand-
verkur að allri embættisfærslu
sinni hvar af leiddi að hann var
mjög vandlátur í sínu prófasts-
dæmi um siðferði og embættis-
færslu þeirra. Hönum samtíða var
prestur sá á Kálfafelli í Fljótshverfi
er Illugi hét, fjölkunnugur mjög og
var því almennt nefndur Galdra-
Illugi og beit-ti fjölkynngi sínu við
hvurn sem ekki gerði eftir hans
skapi sem sagan sýnir. — Það var
eitt sinn að Illugi hélt kaupamann.
Hann var á sláttuteig með öðru
fólki þar sem ei sást til þess frá
bæ. Eitt sinn tekur kaupamaður til
orða við vinnufólkið hvurju valdi
það taki sér aldrei hvíld með so
ströngu erfiði allan dag til enda.
Einn maður svarar hönum: „Við
þorum það ekki“. Kaupamaður
spyr hvurju því valdi. Þá svarar
einhvur: „Sér þú ekki hvar Illugi
stendur á leitinu?" Kaupamaður
leit þá til og sá hvar Illugi stóð,
og gaf sér fátt um þennan dag.
Næsta dag eftir þá fólk var komið
á sláttuteig og nokkuð var liðið
á dag mælir kaupamaður sömu orð
um og daginn áður að bezt muni
vera að taka sér litla hvíld. Anzar
hönum þá einhvur: „Sér þú ei 111-
uga á leitinu?“ Kaupamaður litur
til og mælir: „Gjörla má ég það
prófa hvort Ulugi sé þar“, kastar
orfinu og tekur á rás, hvarf hönum
þá strax Illugi, hélt hann þá áfram
og til bæjar. Þegar hann kemur
heim að bænum þá sér hann kirkj
una opna, hann gekk strax þangað,
var þar þá Illugi fyrir að ganga
um gólf. Ræðst kaupamaður strax
á hann og snarar hönum undir og
rekur hnefann á nasir hönum, tók
hálsklútinn af Illuga og þurrkaði
nasablóðinu í hálsklútinn og braut
hann so saman og stakk í vasa
sinn og gekk síðan til vinnu sinnar
og sagði fólkinu að hvíla sig eftir
þörfum, enda sást Illugi aldrei
framar á leitinu og vítti ei framar
um verk það sumar. En sagt er að
hann hafi aldrei getað hefnt þess
á kaupamanninum nema svarað
hönum fullu sumarkaupi sem hann
setti upp á. — Margar skráveifur
gerði hann sóknarmönnum sínum
með fjölkynngi sínu og varð af
því almennt illa þokkaður. Þetta
barst til prófasts séra Magnúsar
Péturssonar ásamt með fleiri óguð
legri aðferð hans í kristilegri þjón
ustugjörð kirkjunnar hvar af
leiddi að séra Magnús gerði ferð
til hans og veitti hönum heimug-
lega aðvörun hvurju Illugi tók illa.
Er þá mælt að prófastur hafi heitið
honum embættistöpum ef hann
bætti ekki ráð sitt. Hét Illugi engu
nema illu sem hann endi því marg
ar galdraglettingar gjörði hann síð
an. Nokkru síðar bar so til að Illugi
var missáttur við einn sóknarmann
FJÖLKYNNGIN VAR RUNNIN BEINT FRÁ DJÖFLINUM, EN
ÞAÐ HAMLAÐIÞVÍ EKKI, AÐ GÖMLU PRESTARNIR LEGÐU
MIKLA ALÚÐ VIÐ IÐKUN ÞVÍLÍKRA FRÆÐA
748
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ