Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 14
Hvaieyri vfS HafnarfjörS á síSari hiufa áfjándu aldar. Myndirnar eru teknar úr ferðabók Unos von Troil, og Gsli SigurSsson telur fullvíst, aS grunnmynd- in, sem er ómerkt í rltinu, sé líka af Hvaleyrarbænum. og sést á þvi, að Einar Þorgilsson. kaupmaður sem þaðan var upprunn inn, var u'-ður glímumaður, bæði harðskeyttur og fylginn sér. Hann iglímdi oft á þjóðhátíðum í Reykja- vík og var einatt meðal þeirra fremstu. í liafnarfirði veit ég með vissu, ag glímt var á síðari hluta ald- arinnar. Um 1890 glímdu strákarnir þar mikið, snnars vegar þeir Ziemsen hræður og hins vegar Proppé-strák- arnir. Þeir iðkuðu mikið bændaglímu á mölinni, þar sem Milljónafélagið var með athffnasvæði og síðar var kölluð Einarsmöl. Þag sagði Knut Ziemsen mér, að þegar hann hafi verið kommn i skóla, hafi hann glírnt m. a. við Helga Hjálmarsson, sem stofnaði glimufélagið Ármann, og hann sagði, aö Ilelgi hefði átt erfitt með ag fella sig. Svo að eitthvað hafa þeir Ziemser.Viræður kunnag fyrir sér í glímunni Þá fylgdu giimuiðkanir Flensborg- arskólanum Skólastjórarnir Jón Þór- arinsson og Ögmundur Sigurðsson voru báðir geysiáhugasamir um glímu, og í skólaiium var glímt að staðaldri fram undir 1930. En þá var svo kom- ið, að Ögmundur hafði orð á, ag nú heyrðust aldrei glímuskellir í Flens- borg, og það var söknuður i rödd- inni, þegar bann s.agði það. En áður voru margir íræknir glúnumenn í skólanum. Nægir þar ag nefna þá ■Jón S. Berg og Högna Sigurðsson úr Vestmannaeyjum og seinna, eftir alda- mótin, þá Bjorn á Kornsá, Magnús Stefánsson skáld — hann var bæði frækinn og léttur — og Bjarna Bjarna son á Laugarvatni, Birtingarholts- bræður Helga og Skúla, Eggert Kristj- ánsson stórkaupmann í Reykjavík. Glímufélag var stofnað veturinn 1896 —1897 innan stúknanna í bænum, og gekkst Magnús Th. Blöndahl fyrir þeirri féiagsstofr.un, en það félag starfaði ckki nema þrjú eða fjögur ár. En 1905 gekkst Jóhannes Reyk- dal fyrir stofnun nýs glímufélags, sem var kallað Hiaðningar. Meg honum var helzti stolnandinn Ólafur Jóns- son, sem kaliaður var Ólafur „kútt“, en hann var lengi vélstjóri á Coot gamla. Árig 1908 var svo stofnað ungmennafétag í bænum, Ungmenna- félagið 17. júní. Frá þeirri stofnun segir svo i Fjallkonunni: „Hafnfirð- ingar höfðu þsð sér til hátíðabrigðis afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Fyrir þeirri félagssrofnun gengust þeir Jón Helgason og Karl H. Bjarnason, prent- arar, og Karl Ólafsson ljósmyndari, en stofnfélagar voru aðallega ungt fólk bæjarins, sveinar og meyjar, og nokkrir fullorðnir menn. Stofnendur voru um 60 manns“. Ungmennafélag- ig tók fljóft upp glímukennslu og fékk Guðmund Sigurjónsson, er síð- ar kallaði sig Hofdal, til að kenna. Hjaðningar glímdu einnig áfram, og meðal annars komu þeir og sýndu glímu í giftingarveizlu Odds ívars- sonar, er lengi var hér póstmeistari. Við það tækifæri glímdu þeir meðal annars Jóel Ingvarsson og Árni Helga- son ræðismaður í Chicago. Árið 1913 leið þetta félag undir lok, og heim- ildir um það eru dálítið götóttar. Allir reikningar þess eru til enn þá, en fundabækurnar eru glataðar. Árið 1914 kom Bjarni á Laugar- vatni frá námi á íþróttaskóla í Kaup- mannahöfn, og hann stofnar þá glímu- félagið Skcfnung, og það starfaði af miklu fjöri til 1918, en þá kom hús- næðisleysi og alls kyns harðindi í veg fyrir áframhaldandi líf. Bjarni var mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í bænum öl! þau ár, sem hann var skólastjóri : Hafnarfirði. Fyrsti Hafnfirðingurinn, sem ég veit til ag haf; lært að synda, var Sveinbjör.i Egdson ferðabókarhöfund ur. Honum kenndi ungur Skagfirð-. ingur sund, þegar hann var tólf eða þrettán ára gamall, — það hefur ver- ið 1876 eða ”77. Síðan líða ein tíu eða tólf ár, þar tii getið er um sundkunn- áttu hér, en þá fer Jes Ziemsen og lærir sund í Reykjavík, og þag varð til þess að nokkrir strákar, þar á meðal bræður hans, tóku sig til og lærðu hjá honum að fleyta sér. Síðan er sundkennsla tilviljunarkennd, þar til ungmennafélagið 17. júní var stofn- að, en það tók upp sundkennslu og. 758 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAfl

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.