Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 21
LETTUR Tískiidisigur Ólafur smiður Pétursson í Kala- staðakoti smíðaði bát fyrir Ólaf Stef ánsson stiftamtmann, og þegar smíð- inni var lokið, gerði stiftamtmaður upp reikninga þeirra nafna. Taldist honum þá svo til, að Ólafur smiður ætti inni tíu skildinga. Ólafi Péturssyni þótti þessi reikn ingslok ekki alls kostar góð. Þó tók hann við tískildingnum, sem stiftamt maður reiddi af höndum. Fór hann með hann niður í naustið, rak nagla í gegnum staínlokið á nýja bátnum og noíaði peninginn fyrir ró. Þegar stift- amtmaður kom til og sá þennan um búnað, spurði hann nafna sinn, hvað þetta ætti að þýða. „Að bgturinn skal Tískildingur heita“, svaraði smiðurinn. Gott er seisblóðið Steingrímur læknir Matthíasson átti tal við Jón Ósmann, hinn jötun- eflda ferjumann við Héraðsvötn, og spurði hann margs um hætti hans og venjur. Meðal annars kvað Steingrím ur hann hafa sagt: „Gott er selsbióðið, læknir. Þag er fjallgrimm vissa fyrir því“. Mussa handa séra Sigfúsi Þeir Stefán amtmáður Þórarinsson og séra Sigfús Jónsson, prófastur í Höfða, urðu saupsáttir. Þar kom, að deilan harðnaði svo, að amtmaður kvað réttast að svipta prófast hemp- unni. Séra Sigfús svaraði af miklum móði: „Farðu til fjandans með hana, karl •minn. Einhver ljær Fúsa mussu“. Hollenzka áman Einar Sigurðsson í Hólsbúð bar ekld við að vefengja það, sem honum var sagt, þótt ekki væri það allt sem trú legast. Þó er saga af því, að svo langt mátti ganga, að hann sæi vansmíði á. Þeir séra Eiríkur Kúld og Andrés Andrésson, faðir Herdísar og Ólínu, sögðu honum einu sinni, að þeir hefðu lesið það í útlendri bók, að í Hollandi væri búið að smíða svo stóra ámu, að jörðin væri varla nógu stór í spons gatið. Einar setti hljóðan við þessi tíðindi. Þagði hann drykklanga stund og hugleiddi býsnin, en sagði síðan: „Jé, drengir — en hvar átti þá sú andskotans tunna að standa?" VaÓhrekkutúu Andrés Erlendsson á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal var nokkuð drjúgur með sig, en lét þó stundum ólíkindalega. Eitt sínn tók gestur, sem til hans kom, að hæla túnvelli hans. Þá sagði And- rés: „Og nefndu aldreí Vaðbrekkutún. Það er ekki nema borur og skorur, skvompur og skratti". Allt góð ílát í norðlenzkum kaupstað var stofn- aður félagsskapur, sem nefndist hjóna klúbbur, og efndi hann til dansleíkja og annarra skemmtana annað veifið. Var með ýmsu móti leitazt við að gera þessi skemmtikvöld sem fjörugust. Eitt danskvöldið hrópar dansstjóri, að næst komi ketillinn og kannan, pott- urinn og pannan. Síðan skipta fjorar konur þessum nöfnum með sér og jafnmargir karlmenn gera slíkt hið sama. Koma svo karlmennirnir þang- að, sem konur eru fyrir. Sá, sem fremstur fór, virti hópinn fyrir sér og mælti síðan: „Ja, ég veit ekki. Þetta eru allt saman ágætis ílát“. Óhræsss Eærin Jón hét karl, er átti heima í Leyn- ingi. Hann var með hálfvisna fætur og gat lítt borið sig um. Svo bar við, er séra Hallgrímur í Miklagarði kom í húsvitjun að Leyningi, að rætt var um upprisu dauðra á efsta degi. Lagði Jón gamli þar orð í belg, og mátti heyra, að hann bjóst við því, að líkami myndi rísa, þegar lúðrarmr hljómuðu, í sama horfi og hann fór í gröfina. Stoðaði ekki, þótt prestur Framhald af 755. sí8u. gamalli venju kvæðamanna. Menn tylla sér á hóla og steina til þess að sjá bezt nágrennið, en okkur Andrési nægir það ekki. Við leggjum af stað upp snarbratta fjallshlíðina, masandi um eitt og annað eins og gengur. Efst er bratt klettabelti, en Andrés heldur á- fram eins og ekkert sé, og mér finnst sjálfsagt að fylgja honum eftir. Sjón- deildarhringurinn er alltaf að víkka, og að lokum stöndum við á brúninni og l'ítum yfir flóann svo íagran og bjart- an. En þegar vi5 höfum skoðað það um stund, sem augað bauð upp á og fara átti niður aftur, mundi ég allt í einu eftir því, að ég var kominn á sextugsaldur og að það var aðeins þetta dásamlega ferðalag, sem gert hafði mig ungan í annað sinn. Von- andi endist þessi gerviæska mín, þang- andæfði þessari skoðun Jóns. Þa lók séra Hallgrímur annarri hendi um visið læri Jóns og mælti: „Og heldurðu þá, Jón minn, að óhræsis lærin þau arna rísi upp aftur eins og þau eru?“ Ekki að vita ÞORBERGUR JÓNSSON á Tjörva- stöðum á Landi var mikill maður á velli, gæddur frábærri atorku og mörgum kostum búinn. En teprulega siðavendni hafði hann Íítt tamið sér, og sízt hvað orðbragð snerti. Þó var hann ekki svo gersneyddur fordild, að þag veitti honum ekki ánægju, hve fríð og myndarleg Þóranna dótt- ir hans va: Þá var ekki títt, að bændadæun- færu að heiman sér til menntunar, en eigi að síður vildi Þór- anna komast til Reykjavíkur og sjá þar eitthvað fyrir sér, er hún hugð'i til menningar horfa. Lét karl til leið- ast og sagði vig granna sína, svo sem til afsökunar eftirlátssemi sinni: „Ég lét það eftir stelpufjandanum að fara til Reykjavíkur svolítinn tíma. Hver veit, nema það geti einhver strákandskoti glapizt á henni”. Illugi - Framhald af 752. siSu. unum að þeim þykir til um persón- una Galdra-Illuga: hún „veit sínu viti“. En Magnús prestur á Hörgs- landi er þar hetja sögunnar og stendur með pálmann i höndunum. Síðan er rpiskunnarleysið undir- strikað í lokin með sögunni um Illugatorfu (Heimildir: Þjóðsögur Jóns Árnasonar I., III., IV.; Blanda II., IV.; sbr. og Þjóð- sögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar). að til ég er kominn niður fyrir klett- ana, hugsaði ég. Nú var síðasti kafli ferðarinnar frarrrundan, og þó búið væri að yrkja um tvö hundruð vísur frá því lagt var af stað úr borginni, fannst Sigurbirni það engan veginn nóg. Hann kvað: Þó förin endi og birtist bær, brags má Iendur kanna, blika og endast blómaskær blómstur hendinganna. Menn fóru nú að skiptast á þakkar- orðum, því að allir voru ánægðir og fannst sem aldrei hefðu þeir farið slíka skemmtiför. Fararstjórinn, Jóhann Garð ar, kvað þetta: Ég vil þakka manni og mey mildi veitta af bezta tagi. I STUÐLAREGNI — TÍMINN - SUNNUDAGSRLAÐ 765

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.