Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 16
NIS P.ETERSEN: ILL NAUÐSYN Voss elskaði Mikkelsen, því að Mikkelsen hafði bjargað honum frá drukknun. Þess vegna endurtók hann við og við það fyrsta, sem hann hafði sagt, þegar hann opnaði augun og var kynntur lifgjafa sínum. „Ef ég á þess einhvern tíma kost að launa þér . . . “ sagði hann, og það, sem á vantaði, túlkaði hann með handhreyf- ingu. Seinna skilgreindi hann nánar, hve langt hann var reiðubúinn að ganga. Það gerðist einkanlega, þegar hann var ekki alveg algáður, og hann lýsti þá yfir þvi með talsverðum hita, að hann myndi ekki hika við að sverja rangan eið eða hreint og beint fremja morð, ef hann gæti á þann hátt greitt skuldina. „Eða greitt af hen,ni‘\ sagði hann, „ef ég vil komast rétt að orði“. Það var skrýtnast — að dómi ann. arra, — að hann skyldi virða líf sitt svo hátt. Margir menn af hans stigum enda kvöldbænina sína ævinlega með þeim tilmælum, að þeir fái sem fyrst lausnina, og sumir, sem eigæ við miklu betri fjárhag og heilsu að búa, segja með sárri gremju, að þeim sé það ráðgáta, hvers vegna þeir séu látnir dragast áfram í þessum eymda- dal hvert hörmungaárið af öðru. En Carlo Voss var sem sagt allt öðru vísi gerður, þrátt fýrir fátækt, bdað- an fót og ellimörk. Hann var með fögnuði píslarvottsins reiðubúinn til þess að gerast afbrotamaður, hvenær sem var, og bæta með því nýjum pósti við skuldadálkinn í lífsbók sinni. Margir, sem orðið hafa fyrir því að draga meðbróður sinn upp úr vatn- inu, vita hve leiðan dilk það getur dregið á eftir sér. Slík atvik verða oft til þess, að eins konar tengdir takast með fjölskyldunum, sem hlut eiga að máli — nokkurs konar mægð- ir. Og vilji maðurinn ekki fá peninga að láni hjá lífgjafa sínum, þegar fram líða stundir, reynir hann að öllum líkindum að neyða upp á hann pen inga, mat, skömmtunarseðla eða kunn ingsskap. Og að hugsa sér að heyra svo sífellt hvíslað fyrir aftan sig: — i „Þetta er maðurinn sem bjargaði Villa frænda frá drukknun“, og svarið við í því: „Jesús minn — er hann svona!“ I með vonbrigðahreim í röddinni' En Carlo Voss var ekki af þeirri mann- tegund. Ekki svo að skilja, að hann fengi aldrei eyri að láni — það væri til of mikils ætlazt — og ekki heldur, að hann borgaði það, sem hann fékk að láni . . . Sálin í mönnum endur- fæðist ekki, þótt þeir busli i krap- inu í höfninni í tíu mínútur. En hann kom nákvæmlega eins fram við Peter Mikkelsen og alla aðra, sem hann átti eitthvað saman við að sælda . . . Að því viðbættu, að hann dáðist að honum, ætið og einlæglega, og fannst hann eiga honum mikið upp að unna. „Já — þú ert ágætur, Voss“, sagði Peter Mikkelsen einu sinni, þegar þetta barst í tal — annað ekki. Og það var svo sem ekki miklu meira um þetta að segja. Hinn náni kunningsskapur þeirri hófst með því, viku eftir að þjóðfé- lagið endurheimti þennan litla, halta mann, að hann birtist á heimili Mikk- elsenshjónanna klukkan sex að morgni með gjöf til þeirra. Gjöfin var tólf punda skarkoli, sem kom frú Mikkelsen til þess að hrópa: „Nei — nú dámar mér ekki. Er þetta í raun og veru skarkoli“. „Þið sjáið sjálfsagt deplana", sagði maðurinn brosandi. „En hann er stór“. „Nei — þér verðið að afsaka það, Voss“, hélt hún áfram. „Eg þori ekki að ráðast á yður í þessari stærð'!“ Við svo búið geispaði Mikkelsen, sem var nýkominn heim úr verksmiðjunni, hneppti af sér axlaböndunum og hvarf inn í svefnherbergið. Og Voss seldi kolann í veitingahúsinu við torgið. Þar var hann brytjaður niður og seldur í fimmtíu aura stykkjum, en l'itli maðurinn keypti fyrir and: virðið blóm, sem hann lét senda frú Mikkelsen. Kröpp kjör og fábreyttir lifnaðarhættir þurfa ekki að vera mönnum til trafala. Semna fómaði Voss einum degi til þess að lagfæra garðinn. Enginn hafði beðið hann um það, og hann taíaði ekki við neinn. Frúin gaut til hans augunum og ræskti sig og hvarf svo aftur inn í eldhúsið. Um hádegis- bilið var hann horfinn. En seinna um daginn var hann aftur kominn til vinnu sinnar, og frúin lét færa honum kaldar áfir og bjóða honum inn í kaffi. En henni var ekkert gefið um þetta snuðr, eins og hún komst að orði. Pétur sagði, að hún skyldi ekki skipta sér af því og gekk út til garð- yrkjumannsins með tvær ölflöskur í hendinni. „Jæja þá — mér er svo sem rétt sama‘\ sagði hún afundin og skellti eldhúshurðinni í lás. „Það var lóðið“, sagði Pétur. Um sumarið kom það í ljós, að hann hafði líka vit á býflugum. Hann handsamaði flugnasvehn, aðgætti, að ekki væru skemmdir í býflugnakúp- unum og safnaði hunanginu. Hann hafði þegar um vorið búið til límrák- ir á ávaxtatrén, og hann hafði á prjón unum ráðagerðir um að klippa þau og sprauta fyrir veturinn. Einn daginn sólaði hann sjóskó Péturs. Gerði það vel og óbeðið. Hann var einn af þeim niönnum, sem kann ótal hluti, en þreytist á að fást alltaf við hið sama. En Gréta Mikkelsen gat aldrei fellt sig við „snuðrið í honum“. „Hann verður okkur dýr“, sagði hún við Pétur. „Hvað borgaðirðu hon um fyrir býflugurnar?" „Jafnmikið og ég er vanur að borga þeirn gamla — og hann gat ég aldrei náð í. Voss bjargaði býflugnabúinu fyrir mig. Það var líka peningavirði“. „Einmitt, já — það kemur mér ekki við“. „Það var Ióðið“, sagði Pétur. Hjónalíf Mikkelsensfólksins var ekki neitt til þess að hlaupa með á prent. Hjón, sem eiga að baki sér tíu ára samlíf, tíu ára dreng og átta ára telpu, draga fremur að sér athygli þjóðmegunarfræðinga en hörpuslag- ara. En af tíu ára hjónabandi að vera var það óaðfinnanlegt. Það laut að vísu að nokkru leyti nauðsynlegum hömlum og gagnlegum venjum. Klukk an átta á kvöldin hélt Pétur af stað ttt verksmiðjunnar, þar sem hann trekkti klukkurnar og gegndi ýmsum öðrum smáskvldum, unz klukkan var sex að morgni. Eftir það lá hann í svefnpokanum sínum til hádegis, og síðari hluti dagsins var helgaður störfum heima við eða þá að hann skrapp í bæinn eða lék á flautu. Á sunnudögum í kvikmyndahús, eða í skóginn eða á fiski að sumarlaginu. Aðra hverja sunnudagsnótt átti hann sjál'fur. Pétri fannst þetta ánægjulegt líf. Engar stórlegar vangaveltur yfir því, hvernig deginum skyldi varið. Hvað sunnudagana snerti réði veðrið að miklu um það, hvernig dagskráin varð. Væri veiðiveður, fór hann á fiski, og freistaði skógurinn hans, fór hann þangað á hjóli á einum klukkutíma. Gréta virtist ekki heldur vera neitt sérstaklega óánægð. Einu sinni, þegar það dróst úr hömlu að láta henni í té nýja kápu, tók hún að sér innheimtu fyrir jólasparisjóð- inn, og því starfi hélt hún. Þá þurfti hún ekki að betla á Pétur um lepp- ana utan á sig, eins og hún komsl að orði, og hún gat vel annað þessu. Drengurinn var úti í sveit — hann vildi það sjálfur. Hann líktist föður sínum. Hann var ánægður með kýrn- ar, hestana, kalkúnliænsnin, lambið og blokkflautuna sína og gerði ekki frekari kröfur á hendur tilverunni. Og telpan var oftast hjá ömmu sinni, gömlu frú Mikkelsen, sem átti heima 760 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAI)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.