Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 11
Þarna voru margar vísur ortar og verða allar varðveittar í skjalasafni Iðunnar. Munu þess varla dæmi, að eitt þorp hafi hlotið jafnmikið lof á jafn skömmum tíma eins og Grafar- nes þessa kvöld- og morgunstund, sem meðlimir úr kvæðamannafélaginu Ið- unni dvöldust í Grundarfirði. Einn var þó sá, er ekki var alsæll. Það var Andrés Vaiberg. Hann lá úti í tjaldi um nóttina, og má vera, að hann hafi ætlað sér að komast í samband við náttúruanda staðarins, Bárð Snæfells- ás, eða htjóta ófreskisgáfu Þorleifs í Bjarnarhöfn En í stað þess að nema huliðsmái vættanna, varð hann fyrir ásókn hunda, sem vöktu yfir öryggi staðarins. Þegar útilegu.maðurinn sást í dvrum skólans um morguninn, heyrð ist hann kveða. þungur á svip: Hæpinn blund ég hlaut í nótt hokinn uudir byrði. Að mér hundar hafa sótt hér i O'undarfirði. Grundarfjörðurinn var kvaddur af innileik klukkan níu um morguninn, og síðan haldið til Kolgrafarfjarðar og inn fyrir hann. Farið var yfir brúna á Hraunsfirði, en það er eini fjörður- inn hér á landi, sem hefur verið brú aður. Helgafellssveitin er nú sótt heim, og á leið um hana er staðnæmzt við Bakkafoss. Þessi litli, fallegi foss er nú orðinn landskunnur síðan Eimskipa félag íslands skírði eilt af skipum sín- um eftir honum. Hann fékk nokkrar vísur og ljósmyndavélarnar festu hann á filmur sínar. Nálægt Drápuhlíðar- fjalli er snæddur dögurður og notið sólar um stund. Sumir leggjast i grasið, aðrir ganga i hlíðar fjall'sins og leita eftir góðu útsýni yfir Breiða- fjörð, Helgafell og Stykkishólm. Við hjónin fórum hátt upp í hlíðina, og með aðstoð góðs sjónauka fengum við dásamlegt sjónarsvið Mér, sem lítið hef hleypt heimdrag- anum, fannst sem ég sæi „of heima alla”, Elcki er því að neita, að hin fjöl'mörgu eyiönd Breiðafjarðar minna á sérstaka veröld, þar sem íbúarnir eru vængjaðir og verpa eggjum. En svo má heita, að allt fólk sé þaðan farið. í Drápuhlíðarfjalli er mikið um sér- kennilega steina, og meðal okkar eru jallmirglr, sem grjótinu unna, og tína þeir óspart á leiðinni niður fjall- ið. Þegar niður kemur, eru sumir eins og gangandi steindysjar. Vera má að það hafi eitthvað ýtt undir söfnunina, að fararstjórinn sagði, að gull væri !í fjaltinu, en einhvern veginn var það svo, að sjálfur lét hann sér nægja að flatmaga niðri á jafnsléttu. Ein konan þðttist heyra í honum hroturnar upp í hlíð. AUir voru glaðir og gerðu óspart að gamni sínu. Þetta var einstaklega sam- rýnt fólk og gott að njóta féTagsskapar ÚR GRUNDARFIRÐI. þess. Vísur hrutu öðru hvoru, oft hnyttnar og fullar af græskulausu gamni um einn eða annan. Og það er kostur við ferskeytluna, að hún er stutt og oft markviss og minnisstæð. Ný vísa kom þarna venjulega sem svar við annarri eða þá sem tjáning á einhverju, sem höfundur sá broslegt í fari samferðamannsins. Það var sem flugeldum væri skotið á gamlárskvöldi. Leiftur vísnanna lýstu oft fagurlega, en hurfu jafnóðum og ný leiftur komu í staðinn. Nú hófst heimferðin. Farið var um Kerlingarskarð í súld og rigningu. Þá sáu allir, hvað veðurguðirnir höfðu ver ið okkur náðugir. Staðarsveitin var hljóðlát um fegurð sína, en eftir því sem nær dró höfuðborginni, batnaði út- sýnið, og þegar áð var í Fögrubrekku. var birkið orðið þurrt, og grösin og blómin höfðu einnig losað sig við dögg ina. Sólin kyssti jörðina eins og elsk- hugi, sem lætur vel að unnustu sinni. Þegar komið var í Borgarfjörðinn, þar sem Halldóra Magnúsdóttir sleit barns skónum. gerði hún þessa vísu: Borgarfjörður birtist fagur. bauð oss öllum góða stu--d Er á förum unaðsdagur eftir glaðan skemmtifund. Það er fallegt undir Hafnarfjalll, þótt gróðurleysi fjallslns geri það nöt- (Ljósmynd: Þorstelnn Jósepsson). urlegt. Við áðum í skóginum í sólskini, og rykið frá farartækjunum, sem fram hjá fóru, lagðist yfir veginn. Farið var inn í skóginn, og menn teyguðu að sér bjarkarilminn og skoðuðu blómaskrúð- ið eða hlustuðu á söng fuglanna, sem lofuðu sumarið og sólina. Inni í rjóðri einu heyrðist Sigurður frá Brún raula fyrir munni sér: Þótt menn aðeins bleyti björk, býst ég við það þyki saklaust gagnvart sverði og mörk svona í þurrki og ryki. Hvað skyldu þær yera orðnar marg- ar vísurnar, sem Sigurður hefur stuðl að á ferðum sínum um landið. einn og oftast ríðandi? Nú opnast Hvalfjörðurinn, og saga Ilarðar og Hólmverja leitar á hugann. Á meðan bíllinn rennur í áttina að Þyrli, þar sem Helga Haraldsdóttir flin gauzka kona Harðar Grímkelssonai, kom að landi eftir að hafa synt up'p á líf og dauöa úr hólmanum, sem er langt undan landi. með tvo un?a svni sína, verður mér að orði: Hólminn laugast tregatárum, trautt mun Helga gleymast þjóð, um móðurást á bláum bárum blærinn kveður sigurljóð Að lokum er áð í Tíðaskarði eftir Framhald á 765. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf 755

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.