Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 18
anna. „Menn eiga að láta allt fara eins og fara viir\ „Hvernig komst þú að þessu?“ spurði Pétur, sem alls ekki hlustaði á það, er hinn sagði. „Eg gleymdi hlújárninu mínu og fór að sækja það í rökkurbyrjuninni. Eg var inni í verkfæraskúrnum, þegar hann kom inn í garðinn. Eg þekkti hann undir eins á hnöppunum". „Hvað var liann lengi?" „Eg fór heim. En hann hefur kom ið ofiar. Margsinnis“. Pétur stóð á gólfinu eins og svefn- gengill og glápti á flugnaveiðarann, sem hékk niður úr súðinni yfir rúm- inu. Hann heyrði, og heyrði þó ekki. Það var eins Qg grammófónplata sner ist í sífellu inni í höfðinu á honum .. . Ertu viss urn . ? Ertu viss um . . . ? Rödd Voss barst neðan úr rúm- fötunum: „Má ég koma í verksmiðj- una í kvöld? Við getum alltaf fund ið eitthvað til þess að tala um“. Loks virtist Pétur heyra. „í verksmiðjuna? Það geturðu auð vitað. En þú ert sárlasinn. Og hvað gætum við talað um? Eg drep hann — ég brýt í honum hvert bein. Sá . . . sá hundur1 Ég hef þekkt hann í fimm ár — síðan hann kom hingað fyrst sem burðarkarl. Eg hjálpaði honum með ráðum og dáð — gekk í ábyrgð fyrir hann og skrifaði á víxla. Ræf- illinn átti ekki bót fyrir rassinn á sér — svo til hvert tangur, sem hann átt, hafði orðið eftir, þar sem hann var síðast. Við stjönuðum við hann, þegar hann mhssti konuna, gáfum hon um að éta og keyplum áfengi og tóbak handa honum, svo að hann gæti gleymt raunum sínum. í hálfan mánuð létum við hann búa uppi í kvistherberginu hjá okkur, svo að hann þyrfti ekki að hírast einn í tóm um stofunum heima hjá sér. Við . - - en kannski það hafi líka byrjað þá strax!“ „Þú ert svo þögull“, sagði konan hans við hann, þegar hann var að búa sig í verksmiðjuna. „Eg? Þögull? Svo-o!“ sagði hann „Ekki hef ég hugmynd um það!“ Ekkert annað. Hann skoðaði ljóskerið eins og venjulega, aðgætti, hvort hann hefði rafhlöðu og perur til vara og lét hvort tveggja í tösku sína, ásamt flautunni. Síðast kom blikkskálin, sem náttverðurinn hans var í, og hita brúsinn. „Góða nótt“, sagði hann og lokað: hurðinni á eftir sér. Þegar hann beygði fyrir húshornið, sá hann út undan sér, að konan hans skýldi sér bak við gluggatjaldið og horfði á eft- ir honum. „Engin asnastykki“, sagði hann skipandi við sjálfan sig.. „Andaðu ró- lega, Pétur — andaðu rólega! Verði eitthvað gert, þá skal gengið hreint til verks“. Pétur Mikkelsen var búinn að reykja sígarettuna sína klukkan ellefu, þegar Voss kom. Þeir urðu samferða inn í húsið, og næturvörð- urinn dró konjaksflösku út úr vegg- skáp. Tveir eggjabikarar komu einn- ig í leitirnar, og svo hellti hann í staupin. „Ætli þetta sé nú vert?“ sagði li-tli maðurinn vandræðalega. Pétur var ekki vanur að drekka í verksmiðj- unni. „Það er dádtið, sem við verðum að halda upp á, Voss!“ sagði hann. Sjaldgæfur og skemmtilegur atburð- ur. Þetta er erfisdrykkja!" „Svona — svona, Pétur!“ sagði Voss sefanai. „Það var skelfilegt, að ég skyldi ségja þetta . . . En það skauzt út úr mér. Þeir þagmælsku eiga gott. Það hlýzt aldrei nein ó- gæfa af munninum á þeim“. „Jæja! Þér finnst betra, að kon- an mín, Hansen og állur bærinn hefði hlegið að mér eitt árið enn! Þú ert vorkunnlátur og drenglyndur vin ur. — Nei —- ég þakka þér fyrir, að þú gazt ektci þagað. Skál, Voss, og fyrirgefðu mér, að ég fleygði þér út í gærkvöldi". „Klúkkuraar, Pétur! Þú mátt ekki gleyma klukkunum. Eftirlitsmaður- inn tekur þér tak, ef klukkumar ganga ekki rétt“. „Fjandinn hirði klukkurnar!" sagði Pétur. En samt sem áður gerði hann sig líklegan til þess að fara. Hann sagði: „Ég vi) sjá þag einu sinni sjálfur! Bara í eitt einasta skipti! Og svo, fétagi!‘ Viku sem.na fékk hann að sjá það sjálfur. Hann hætti á það að láta Voss ganga eina hringferð um verk- smiðjuna, og hann var ekki burtu nema þrjá stundarfjórðunga. Þegar hann kom aftur, settist hann magn- þrota á bekk í matsalnum, og þar sat hann, þegar Voss kom að. Hann húkti þar boginn og bugaður og starði niður í gólfið og tautaði við sjálfan sig. Það hafði sýnilega feng- ið mjög á hann. Ekki vegna þess, að hann byggtst við öðru en því, sem hann sá. En a;ión er alltaf einu stigi órækari sónnun en trúverðugasta saga. Hann autaði fram í'gegnum nefið: „En ég hálsbrýt hann! Sný hann úr hálsliðnum eins og dúfu! En fyrst, Voss — fyrst af öllu tala ég vig hann — hægt og rólega skilurðu? Ég flýti mér ekkert að því. Þú hefur stolið frá mér konnnni minm, segi ég við hann. Þú befui troðið heimili mitt undir fótum þér, ódóið þitt — hið eina, sem ég átti. Þú gazt ekki látið þér nægja neina af þeim hundruð- um, sem eru frjálsar gerða sinna — nei, hið eina, sem vinur þinn og velgerðamaður átti, þurftir þú endi- lega að raurga. Fyrr hafðirðu ekki ró í þínum beinum. En nú skaltu hljóta ró, bölvuð eiturnaðran þín. Þú skalt fá þá ró, sem þú þarfnast. Þú skalt fá . . . veiztu nú, Voss? Ég ætla að pynda hann fyrst. Drepa hann hægt og rólega!“ „Vertu nú stilltur, Pétur. Þú ætlar þó ekki að koma þér í tukthús hans vegna?“ „Stilltur, segirðu! Þú skalt ekkl vera hræddur um, að ég sé ekki stillt ur. Og ég skol segja þér eitt: Greta skal ekki fá neitt um þetta að vita! Enginn skal neitt um það vita. Ég geri það eitthvern tíma, þegar hann á að vinna að kvöldlagi. í næstu viku verður komi-5 svartamyrkur strax klukkan átta. Veiztu hvað ég er að fara: Þeir eiga alltaf ag sjá um tvær kvöldlestir. Hann hleypur fram og aftur milli vagnanna, og ég hleyp á eftir honura, og svo . . .” „Veittu honum alla þá ráðningu, sem hann þolir, Pétur! Og taktu kon- una þína tii bæna um leið . . .“ „Gretu? Hvers vegna? Þetta er ekki hennar sók Hún er ekki svoleiðis manneskja. Hvað — hún hefur hugs- ag sem svo: Við Pétur erum auðvitað hjón, og hann er ágætur. En nú er Hansen alltaf að ásækja mig, og hér er ekki allt of skemmtilegt svona kvöld eftir kvbld . .“ „Viltu heití- mér einu, Pétur?" „Hvag er það?“ „Bíddu þangað til á þriðjudaginn kemur?“ „Og hvers vegna ætti ég að gera það?“ „Hugsaðu um þetta. Einn dagur til eða frá sk'.ptir ekki miklu máli. Hann verður áreiðanlega þar, sem hann er“. „Þangað til á þriðjudaginn? Nú, jæja — ef þér finnst það eitthvað betra. En ekki einum einasta degi lengur!" „Klukku-nar, Pétur", sagði litli maðurinn * áminningartón. Þegar vinirnir hittust næstu daga, blés Pétur M'kkelsen einu orði út um munnvikiö. „Þriðjudag!" sagði hann. Á iaugardaginn sýndi hann Voss gúmmíkyifu, sem hann hafði komizt yfir Ti) þess að nota við næt- urvörzluna „Svona!“ sagði Pétur og sveiflaði vcpr.inu, svo að hvein í loftinu. ,Tjú — Hansen!“ Klukkan elletu á mánudagskvöldið stóg Pétur -eykjandi fyrir utan dyrn- ar á vélasalnum, þegar Voss kom. „Við skulum koma inn“, sagði litli maðurinn. ,Það hafa gerzt tíðindi”. „Þú ert svo torkennilegur á svip- inn“, sagði Pétur, þegar þeir komu inn í birtuiia. , Það er þó ekki . . .?“ „Hanse.n er dauður", sagði Voss. „Hann hlýtur ag hafa hrasað um járnbautarremana og svo orðið undir 762 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.