Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 15
Hin svokölluðu Linne'tshús í Hafnarfirði fyrir aldamót.
sótti um 80 :%róna styrk til bæjarins
í því tilsl'ni. Fyrsti 'sundkennarinn
var Teitur Stefánsson, og síðan hefur
aldrei falliy n'ður sundkennsla í bæn-
um. Teitur kenndi árig 1909, síðan
kom Árni Hcigason 1910—’12, Bjarni
á Laugarvatr.i 1913, Þórður Guðnason
kennari 1914. Grímur Andrésson 1915
—’18, Jakob Sigurðsson 1919—’27,
Grímur aftur 1928—’29, þá kemur
Hallsteinn Hinriksson og hann hefur
kennt sund síoan og eftirmenn hans
við sundböilma
Sundkennslan fór fram í sjó, allt
til 1943 að sundlaugin tók til starfa.
Lengi var synt við Hellufjöru og í
grennd við uppskipunarbryggjur
Milljónaf4l£g.sms á mölinni sunnan
vig lækinu. Þegar spítalinn var reist-
ur 1926, kom frárennsli frá honum í
sjóinn undir hamrinum, og þá var
sundkennsian flutt vestur í hraun,
þar sem sundlaugin stendur núna.
Þar var synt til ársins 1936, en þá
var kennslan ílutt að Skiphól í Óseyr-
artjörn. Sá fiutningur stafaði af ein-
hverju leyci af því, að fj'rirmaður í
bæjarmálum, sem ég vil ekki nafn-
greina, hafði verig að -synda vestur
við Kletta, og hafði hruflað sig á
hrúðurkarli Eítir það var gerð gang-
skör að því að flytja sundið suður
að Skiphóli, en í raun og veru var
það miklu óhentugri staður.
Um aðrar iþróttagreinir er ekki
mikið að segja. ICnattspyrna kemur
til bæjarins meg Júlíusi Nýborg ár-
ig 1909 vestan af ísafirði, en þar hafði
þá verið sparkað í nokkur ár. Árið
1912 var stofnað knattspyrnufélag og
kallað Kári og það starfaði til 1917.
Árig 1919 voru svo stofnuð tvö félög,
Framsókn og 17. júní. í Framsókn
var enginn eldri en sextán ára, ég
var elzti félagsmaðurinn, en í hinu
voru piltar um tvítugt. Þessi félög
réðust í að byggja völl á Hvaleyrar-
holti, þar sem knattspyrnuvöllur er
enn. Félögin xomu vellinum upp al-
gerlega á e;g)n spýtur, fengu ekki
eyri úr bæjarsjóði til hans.
Eftir að ég hafði safnað því, sem
ég gat náð í um ungmennafélagið,
sneri ég mér að sögu þessara tveggja
félaga. Um Framsókn var ekki til
skrifaður stafur, en bæði hafði ég
sjálfur lifag og hrærzt í félaginu
og á marga kunningja, sem voru þar,
svo að ég ntaði sögu félagsins frá
ári til árs. Um 17. júní voru hins
vegar til ritaðar heimildir, og yfir
þær hef ég verið að komast smám
saman.
í sambandi við þessa söfnun mína
til íþróttasögu, átti ég tal við marga
og þá bar ýmislegt fleira úr hafn-
firzkri sögu á góma, og smám saman
vaknaði hjá mér löngun til að vita
meira um ílciri þætti hennar, taldi
jafnvel enga frágangssök ag verða
fróðasti miður um Hafnarfjörð eða
því sem næsí. Ég man, að ég átti eitt
sinn tal um þetta við Jóel Ingvarsson
og hann iivatti mig óspart til að hefj-
ast handa. „Þú ferð bara af stað“,
man ég ag hann sagði. Þá fór ég að
viða að mér upplýsingum um bæinn
og byggingu hans. Eg gekk á milli
Péturs og Pals og spurði, hef talað
við eitthvað á annað hundrað manns,
og suma stóríróða. En þó var sorg-
lega seint farig af stað, því að ég hef
misst af ynisu gömlu fólki, sem var
sjór af fróðleik Eg hef reynt að ná
í lýsingar af hverjum einasta bæ,
hverju emasta húsi, nöfnum, gerð,
híbýlaskipim, a svæðinu frá Hval-
eyri að Bala. Þetta hefur mér tekizt
að mestu leyti, mig vantar aðeins þrjá
bæi, sem stéðc stutt. Flest þessi hús
eru nú xöngu horfin og umhverfi
þeirra orðig ærig 'breytt.
Um suma bæina eru til talsvert
miklar heimildir. Til dæmis má fylgj-
ast með húsaskipan á Hvaleyri frá
miðri 18. cid Þar bjuggu yfirleitt
ágætir bændur, sem héldu vel við
húsunum. í ferðabréfum von Troils,
eru prentaðav teikningar af þeim bæ,
og auk þass grunnmynd af sveitarbæ,
og ég er þess fullviss, að sú mynd
Framhald á 766. síðu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
7S9