Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 20
þeir skyldu báðir sýna honum vináttu. Trygve Lie hefur allt- af verið ákaflega forvitinn og vitanlega þurfti hann að spyrj a John Falkberget hvernig hann færi að því að skrifa bækur. Falkberger kvað það vera mjög seinlegt verk, hann skrifaði stundum sömu bókina tíu sinn- um, áður en hann teldi' hana birtingarhæfa. „Þá vil ég ekki verða rithöf- undur“, sagði Trygve Lie. Hon- um lá alltaf svo mikið á. Matsalan hjá móður hans gekk vel og með aðstoð hennar og kennarans, sem útvegaði Trygve námsstyrk, réðst hann í skólanám. Hann fór úr sjöunda bekk barnaskólans fimmtán ára gamail og yfir í miðskólann, lauk miðskólaprófi á einu ári og stúdentsprófi á tveimur. Síðan ákvað hann að lesa lögfræði og samtímis trúlofaðist hann Hjör- dísi, dóttur stöðvarstjórans, sem var yngri en hann, Meðan hann var í háskólanum vann hann talsvert við sjúkra- samlagið og tók líka þátt í starfi verkamannaflokksins, sem var valdalítill flokkur í þá daga. Trygve Lie hefur alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, eink- um knattspyrnu. Var hann lengi hægri framherji í knattspyrnu- liði Grorud. Á seinni árum hefur hann orðið að leggja knattspyrn una á hilluna og leika tennis í staðinn. Tuttugu og sex ára gamall varð Trygve Lie lögfræðingur verkalýðssamtakanna og gegndi því starfi af miklum dugnaði í tólf ár. Mun enginn norskur lög fræðingur hafa flutt eins mörg mál á þeim árum og hann. — Vinnuþrek hans og vinnuhraði var ótrúlegur. Hann var ekki fyrr setztur við skrifborðið en jakkinn var horfinn út í horn og bindið farið sömu leiðina. Þá varð að kveikja í fyrstu sígarett unni af mörgum, sem hann reykti á hverjum degi, og síðan var unnið sleitulaust. Trygve Lie hafði löngum sagt, að pólitík væri ígripavinna hjá sér. En brátt kom þó að því, að pólitíkin varð aðalstarf hans. Árið 1935 varð hann dómsmála- ráðherra og gegndi því starfi þangað til stríðið hófst. Þá var hann gerður að birgðamálaráð- herra, en þá þótti mikið við liggja, að matvæla og annarra nauðsynlegra fanga yrði aflað eftir því, sem tök voru á. Trygve Lie hefur löngum þótt óvenjufljótur að afgreiða mál, og kom það brátt í Ijós í sambandi við nýja starfið. Einu sinni þurfti hann að semja við fulltrúa verzlunarflotans, benzín innflytjendur og fjármálaráð- herrann um kaup á benzíni. For sætisráðherrann sat einnig fund inn, sem Trygve Lie boðaði til. Lie gerði grein fyrir málinu og spurði því næst fulltrúa flotans, hvort hægt væri að útvega farm skip til að flytja það magn, sem hann taldi hæfilegt. Því var ját- að. Éru geymslur til? spurði hann þá innflytjendur. Þeir ját- uðu því. Er fé til reiðu, fjár- málaráðherra? Því var játað. Getum við þá ekki keypt? Þess- ari spurningu var beint til for- sætisráðherrans, sem kinkaði kolli til samþykkis. Þá er málið afgreitt, við kaupum, fundinum er slitið, sagði Lie. Fundurinn hafði staðið í nákvæmlega fimm mínútur. Þegar Þjóðverjar réðust á Norðmenn óviðbúna hinn 9. apríl 1940, varð konungurinn og ríkisstjórnin að flýja, fyrst til Hamars og síðan lengra norður á bóginn. Á því örlagarika ferða lagi kom það fyrir að slíta þurfti ríkisráðsfundi, áður en öll mál yrðu afgreidd, af þvi að her Þjóðverja var kominn svo nærri, að hætta var á, að konungur og ríkisstjórn yrði tekin til fanga. Á einum ríkisráðsfundi var á- kveðið að skipta um yfirhers- höfðingja og skipa Ruge í stað Laake. Ætla mætti, að hermála- ráðherrann hefði átt að til- kynna Rugé þessa ákvörðun og hefur ef til vill gert það, þótt ekki sé það vitað. Hitt er víst, að um miðja nótt hringdi sím- inn hjá Ruge, og þegar hann tók heyrnartólið heyrði hann strax rödd Lie, sem sagði: „Eg ætla bara að láta yður vita, að þér voruð skipaður yfirhershöfð ingi á ríkisráðsfundi í kvöld í stað Laake. Annað var það ekki. Góða nótt“. Þegar konungur og ríkisstjórn voru komnir til Tromsö og Eng- lendingar þurftu að semja við stjórnina, spurðu þeir jafnan eft ir Lie, Þótt hann væri ekki nema í meðallagi vel fær i ensku í þá daga, fannst þeim bezt að ræða við hann, því að hann var aldrei ráðalaus, eins og einn þeirra komst að orði. Næstu fimm árin var Trygve Lie í Lundúnum og mest allan tímann utanríkisráðherra. Hann varð fyrstur manna til þess að ræða framtíð þjóðanna að stríð inu loknu á þeim grundvelli að gamla hlutleysisstefnan ætti enga framtíðarvon, en friðinn yrði að tryggja með samtökum þjóða. Þessi ræða, sem hann hélt 15. desember 1940, vakti mikla athygli í Englandi og Bandaríkj unum, enda kom brátt að því, að Trygve Lie var talinn ein- hver snjallasti stjórnmálamað- urinn, sem um þær mundir hafði oröið að leita hælis í Lundúnum vegna þess að þjóð hans var i herfjötrum óvina. Hvað eftir annað ávarpaði hann Norðmenn í útvarpi, og ræður hans gerðu sitt til að stappa stálinu í þá, sem heima hlutu að þjást, bíða og berjast. Hann gerði hagstæða samn- inga fyrir Norðmenn við Breta, Bandaríkjamenn, Svía og Rússa, enda var hann, að því er virtist, jafnvinsæll af öllum, þegar stríð inu lauk, og bæði Rússar og Bandaríkjamenn voru á einu máli um að stinga upp á honum sem fyrsta framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Það féll í hlut Gromykos að bera fram til- lögu um kosningu hans og hann var kosinn án mótatkvæða. Hinn 30. janúar 1946 hafði hann lofað að taka við kosningu, og eftir fárra daga dvöl heima í Noregi ,var hann lagður af stað áleiðis til Lundúna til þess að hefja undirbúning að hinu nýja starfi. Eins og nærri má geta hafa ekki allir verið á einu máli um árangurinn af störfum hans, en þegar tímar líða má telja lík- legt, að flestir muni viðurkenna að eitt af mikilmennum mann- kynssögunnar hafi vísað Sam- einuðu þjóöunum veginn fyrstu sporin í sögu þeirra. 764 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.