Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 12
Gísli Sigurffsson, lögregluþjónn í Hafnarfirði, hefur nú um árahil unn- i3 merkileg fræðastörf. Hann hefur lagt sig eftir að safna upplýsingum um sögu byggðarlags síns, einkum því, hvernig byggðinni var háttað, legu einstakra bæja og húsa og húsaskip- an á hverjum stað. Safn háns er orð- ið mikið að vöxtum, og er efunar- laust, ajj þar cru á meðal ýmsar upp- lýsingar, sem nú væru með öllu gíat- aðar, hefði Gísli ekki skráð þær, með- an enn var tími tH. Þeim, sem muna, hvernig bærinn leit út, áður en hann fór að fá á sig kaupstaðarblæ að marki, fer fækkandi með hverju ár- inu, og þótt ekki sé liðinn nema rúm- ur áratugur s'ðan Gísli hóf markvissa söfnun upplýsinga um byggðina, hef- ur hann náð mörgu, sem enginn er til frásagnar um lengur. Gísla hitti ég ekki alls fyrir löngu, og spurði um söfnunarstarf hans. — Það eru nú að verða ein tutt- ugu ár, siðan ég byrjaði að viða að mér efni. Þá hóf ég að safna drög- um að sögu íþróttaiðkana í héraðinu, og var við það í ein sex ár. í sam- bandi við þessa söfnun átti ég tal við ýmsa mann, þar á meðal Jóel Ingvarsson, skósrnið, og þá bar oft á góma gömlu bæina í Firðinum, fólkið, sem bió þar, örnefni og fleira slíkt, sem sumt var þá farið að gleymast. Þetia varð meðal annars tU þess, að ég sneri mér síð'ar að söfnun fróðle’ks um þessi efni. Varðandi íþróttirnar, þá var sú söfnun ekki einskorðuð við Hafnar- fjarðarbæ, helclur bar mig fljótt út i Garðahreppinn og þann gamla góða hrepp, Álfcaneshrepp. Eg átti þar tal við ýmsa gamJa menn, þar á meðal Erlend á Breiðabólsstað, og eins leit- aði ég í slcril'uðum og prentuðum heimildum. Eg komst fljótt að því, að á Álfta.ieíiinu höfðu löngum verið fræknir menn. Skólinn, sem stóð á Bessastöðum í um fjörutíu ár, var auðvitað talsverð lyftistöng undir íþróttaiðkanir, og í endurminningum sumra nemanda þar má fá góðar upplýsingar um, hvaða íþróttir og leiki þeir lögðu stund á. Páll Melsted, sem kemur í skólann 1827, skýrir t. d. frá því, að hann h&fi lært þar sund af íélögum sínum í skólanum, og var Konráð Gíslason annar kennara hans. Þeir syntu hvern einasta dag, og höfð'u með sér það samkomulag, að sá sem léti sig vanta til sundsins, borgaði e»tt ríxort í sekt. Páll þurfti einu sinni að greiða sektina, en hinir aldrei. Og stundum létu þeir það ekki aftra sér frá sundinu, þótt tjarnirn- ar legði, Lambhúsatjörn og Bessa- staðatjörn. Þá syntu þeir milli skara. Og Jónas Hcllgrímsson hefur eflaust lært sund í Bessastaðaskóla, en hann gaf síðar út fyrstu kennslubók í sundi á íslenzku. Skólinn er fluttur til Reykjavíkur 1846, og þá dofnar nokkuð yfir íþrótta- lífinu á Nes’nu. En þó stóð það hvorki né féll með skólanum. Þarna komu önnur atriði til. Útróðrar voru mikið stundaðir frá Álftanesi á vertíðinni, og þá komu þaðan menn alls staðar að, bæði norðan úr landi og austan úr sveitum. Þetta voru oft hraustir og sprækir strákar, og þeir iðkuðu mikið glúnu. Frá því er oft skýrt, að skólapiitar og útróðramenn hafi elt grátt silfur saman í bændaglímum. Og frá ýinsum brellum er skýrt I þessu sambandi. Páll Melsteð segir 756 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.