Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 2
f Kfnverskt skrautker úr postulínl frá því tímsbili, sem kennter vlS Kang Hsí (1662—1722). Myndin er af kirsuberja trí I klettum, bakgrunnurinn gulur. -Wik "-2 BLÚM OG KER Blómskrúðið er brúðkaupsskart jurtanna. Því skrýðast þær, þegar þær þurfa draga að sér athygli, og með því bjóða þær til veizlu margs konar fleygum skordýruní, sem flíkin eru í hunang. Þess'r veizlugestir bera síðan mjög frjóið á milli blómanna. Þorri manna mun sjaldan hugleiða þetta, þegar augu hans beir.ast að blómi. Síngirni mannsins er svo miki'.. að hann áttar sig tæp- ast á því, að blóm ac ti1 annars en gleðja auga hans, ef hann virð r bað þá viðlits. Fæstir gera sér teljandi g-eir> fyrir margþættu lífi blómjurtar. Hinir fyrstu menn, sem gáfu jurtum nánar gætur, hafa vafalaust verið menn, sem höfðu trú á lækningamætti þeirra og söfnuðu þeim af þeim ástæðum. FyrsU maðurinn, sem kunnugt er, að hafi skráð DDk um lækningajurtir, var uppi í Litlu-Asíu fyr’r um það bil nítján hundr- uð árum. Ræktun nytjajurta er einnig ævaforn. Þús- undum ára fyrir tímatal okkar var ræktun nytjajurta hafin í lör.dunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, og í gorðum Salómons konungs uxu rósir, liljur og knddjurtir. Hómer lætur Odysseif rækta aldintré, garðjurtir og blóm og hafa brunn til vökvunar og miklar blóma- hátíðir i hinum fornu menningarríkjum segja sína sögu. Með hrun- Rómaveldis hrakaði ræktun garðjurta og blóma í þeim löndum, er lotið höfðu því. Það er langt síðaa, að fyrst komu til sög- unnar menn, sem reyndu af almennum vis- indaáhuga að lýsa jurtum og jafnvel flokka þær. En hinar elztu prentaðar bækur um slík efni eru frá sextándu öid, og eru sumar þeirra skreyttar myndum. Um svipað leyti hófu Evrópumenn ferðaiög til þess að safna jurt- um, án tillits til pes:-, bvort þær voru lækn- ingajurtir. Þeir, sem þá komust austur í ríki Tyrkja, er um þe;ta leyti voru taldir mestir ógnvaldar álfunnar, urðu undrandi, er þeir sáu, að ræktun blóma stóð á mjög háu stigi í löndum þeirra. Þelr höfðu ekki hugsað sér, að Tyrkinn hefði yndi af blómum. Mjög samtimis þossu var skreytUist, sem leitaði fyrirmynda i ríki blómanna, i þann veginn að ryðja sér til rúms. Þangað höfðu raunar löngum venð sótt föng, en hins veg- ar hafði hjaldnast verið svo mjög skeytt um, að blómamyndirnar yiðu eðlilegar, heldur hitt íátið ráða, hversu þær samhæfðust fleti og tækni. Við lok sextándu aldar uppgötvuðu margir 770 T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.