Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 21
hafa allt til þessa dags verið taldir hafa gildi sem reglur um réttarstöðu Indíána í ríkinu. Hann taldi heimild stjórnarskrárinnar ekki ná til Chero- keeanna og sagði m. a. í forsendum úrskurðar síns: „Draga má þag í efa, að hægt sé meg fullri nákvæmni að nefna þá ættbálka, sem búa innan viðurkenndra landamæra Bandaríkj- anna, erlendar þjóðir. Réttara kynni að vera að nefna þá háðar heimaþjóð ir . . . Erlendar þjóðir, og einnig vér sjálfir, teljum þá og land þeirra vera svo algerlega undir valdi og yfirráð- um Bandarikjanna, að sérhverja til- raun til -ið vmna land þeirra eða gera við þá sljórnmálalegt samband myndu allir telja innrás á land vort“. Tveimur árum síðar, 1833. kom annar angi þessa sama máls fyrlr rétt Marshalls. Hafði Georgía rétt til þess að láta fylkislögin ná til Indíánanna? Við þetta tækifæri skilgreindi Marsh all nákvæmlega stöðu Indíánaætt- bálka í ríkinu. Hann sagði: „Indíán- ar hafa ætíð verið taldir vera sér- stakar, óháðar ríkisheildir, sem halda upprunalegum náttúrurétti sín- um sem óv.nengjanlegir eigendur landsins frá ómunatíð, með þeirri undantekningu einni, sem ómótstæði legt vald hefur lagt á þá og.hefur hindrað þá frá samskiptum við öll önnur Evrópuríki . . . og þetta voru hömlur sem tjáð Evrópuríki lögðu á sjálf sig ekki síð'ur en á Indíánana . . . Viðurkennd regla í þjóðarétti er, ag veikara ríki afsali sér ekki fullveldi sínu, rétti sínum til sjálfs- stjórnar með því að tengjast öflugra ríki og gangast undir vernd þess. Cherokee-þjóðin er því sérstakt þjóðfélag, er lifir á sínu eigin landi og hefur nákvæmlega ákvörðug landa mæri og þar geta lög Georgíu ekki haft neitt gildi og borgarar Georgíu hafa engan rétt til að fara þangað, nema með samþykki Cherokeea sjálfra, eða svo sé ákveðið með samn- ingum eða samþykkt þjóðþingsins." Þessi úrskurður kom Cherokeeum þó að litiu haldi, því að forseti Banda ríkjanna, Andrew Jackson, taldi sér ekki skylt að láta fara eftir honum. Jackson var þeirrar skoðunar, sem þá var farið að bera talsvert á meðal ráðamanna, að óþarfi væri að taka nema takmarkag tillit til frumbyggj- anna og réttar þeirra til lands feð'ra sinna, og í bréfi, sem hann skrifaði Monroe forseta árið 1817 segir hann: „Ég hef lengi litið á samninga við Indíána sem fásinnu. er geti ekki sam rýmzt grundvalJarreglum stjórnarfars vors“. Þessa skoðun lekur Marshall til athugunar í einum úrskurða s:nna og segir um hana: „Því er haldið fram, að þessir samningar séu ekki annað en samkomulag, sem geti ekki talizt bindandi fyrir Bandaríkin, þar eg Indíána skorti vald til að gera þá . . . Er það höfuðatriði að báðir aðilar séu jafnvaldamiklir til þess að samningar séu gildir? Þessu verð- ur ekki ha'dið fram, því að þá væri hægt að gera mjög fáa gilda samninga. Eina skilyrðið er, að hvor aðila um sig hafi rétt til sjálfstjórn- ar og vald til að framkvæma ákvæði saniningsins .. . Vér höfum gert samn inga við þá, og eigum vér þá að meta þessa samninga einskis fyrir þá sök, að þeir séa gerðir við' ósiðmenntaða þjóð? Rýrir það kvaðir slíkra samn- inga? Höfum vér ekki með því að ganga til samninga viðurkennt vald þessarar þjóðar til að binda sig sjálfa og leggja oss skyldur á herðar?“ Meðan á málaferlunum milli Chero keea og Georgíufylkis stóð, var farið að líta fleiri ættbálka hornauga af hvítum mönnum. Missisippifylkið fór að dæmi Georgíu og samþykkli lög, þar sem lög fylkisins voru látin ná til Choctawættbálksins, sem bjó inn an landamæra þess fylkis. Jackson var þá nýorðinn forseti og í fyrsta boðskap sínum til þingsins. kvað hann sig skorta vald til þess að standa gegn þessum óskum einstakra fylkja og mælti með því við þingið, að það tæki frá hæfilega stórt landsvæðj. vestan Missisippifljóts, og skyldi það land verða ábyrgzt Indíánum um ald- ur og ævi. Síðan sendi Jackson erind reka til Indíánaættbálkanna i þess- um ríkjum, þar á meðal til bæði Choctawa og Cherokeea, og í farar nesti fengu erindrekarnir þessar leið- beiningar frá forsetanum: „Biðjið þá sem vini og bræður að heyra, hvað faðir þeirra os vinur segir. Þar sem þeir eru núna, eru þeir of nálægt hinum hvítu börnum mínum til þess að þau geta lifað saman í einingu og friði . . . Handan við fljótig mikla, Missisippi, hefur faðir þeirra séð þeim fyrir n.rd', nógu stóru fyrir þá alla, og hann ráðleggur þeim, að flytja sig þangað. Þar munu hinir hvitu bræður þeirra ekki ónáða þá og ekki eiga neinar kröfur til lands- ins, og þar geta þeir lifað, þeir og öll böm þeirra, svo lengi, sem gras grær og vötn falla til sjávar . . .” En leiðtogar'Chochtawa svöruðu: „Ef vér förum vestur yfir Missisippi gerum vér oss engar vonir um, að neinir þeir samningar verði gerðir við oss, er tryggi hag vorn og barna vorra betur en þeir samningar sem fyrir eru. Rauða þjóðin er þeirrar skoðunar, að innan fárra ára muni Bandaríkjamenn einnig vilja e'gnast landið vescan Missisippi." I kjölfar ávarps sins til þingsins lagði Jackson fram í báðum dcildum frumvörp um brottflutning Indíána úr austurríkjunum. í frumvörpunum voru engin ákvæði um valdbeitingu í þessu skyni, en þó kom fram. að valdi yrði beitt, ef nauðsyn krefði. — Ýmsir urðu til að mótmæla frum- vörpunum, bæði þingmenn og menn utan þings. Öldungardeildarþingmað- ur einn frá New Jersey lauk ræðu sinni um málið, sem tók ^vo daga að flytja, með þessum orð „Er það meðal forréttinda hvítra manna að mega virða ag vettugi siðferðileg boð orð, þegar Indíánar eru annars veg- ar?“ Og fulltrúadeildarþingmaðurinn Storr frá New York talaði í ræðu sinni um þá blekkingu, sem værf fólgin í því að þykjast flytja Indíán- ana á brott þeim sjálfum til hagsæld- ar, brott frá samfélagi, þar sem þeir ættu skemmtileg heimili, kirkjur og skóla. út á óbyggt land, þar sem fjandsamlegir ættbálkar myndu vera einu nágrannarnir. En þrátt fyrir þessa andspyrnu voru frumvörpin samþykkt og 30. maí 1830 tóku gildi lög um brottflutn ing Indíána Þegar dómsúrskurður Marshalls um, að ekki væri hægt að láta lög Georgíufylkis ná U1 Chero- keea kom fram fáum árum síðar, svar aði Jackson með því að synja um að framfylgja þeim dómi. Næstu tíu árin voru allir Indíánar reknir úr fylkjunum á Atlantshafs- strönd og við Mexíkóflóa. Sumir fóru umtölulítið, aðra þurfti ag reka með hervaldi. Semínólarnir á Florida veittu einir skipulagða mótspyrnu, og við þá stóð styrjöld allt til ársins 1842. Sama sagan gerðist í Norður- ríkjunum, við vötnin miklu og í Ohio svæðinu. Þaðan voru allir lndíánar reknir í vesturveg, nema írókesaþjóð irnar einar Lóngu síðar komu leifar af Cherokeeahópum aftur til Norður- Carolina-fylkis, og í Flórida hafð'i sumum Semónólum tekizt að lifa af styrjöldina og sleppa við brottrekst- ur. Choctawarnir héldu einnig aftur til Missisippifylkis. Allt eni þetta nú orðnir þróttmiklir hópar, en þeir búa við. lítið landrými í ókunnu umhverfi. Sú spá Choctawanna, að þeim myndi ekki lengi búið griðland vest- an við Missix'ppi rejmdist fljótlega rétt. Ættbálkunum, sem settust að þar sem nú eru fylkin Kansas. Iowa og Nebraska var tilkynnt, að þar fengju þeir ekki að vera. Gullfundir á vesturströnd álfunnar lerddu til þess, að farig var að leggja vegi, fyrst vagnavegi, síðan járnbrautir, þvert yf ir meginlandið, og til þess að auka öryggi ferðamanna voru frumbyggj- arnir reknir af þeim svæðum, sem þessar .brautir lágu um. Nýir samn- ingar voru gerðir við þá og þeim voru gefnar nj'jar yfirlýsingar um vernd Bandaríkjanna og ævarandi yfirráða- rétt landsins, sem þeir fluttu þá til. Ættbálkarnir í suðausturríkjunum, gengu sumir í lið með Suðurríkjunum í borgarastyrjöldinni 1861—1865. í ófriðarlok var fyrir þær sakir tekinn af þeim nelm’ngur þess lands. sem T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 789

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.