Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 6
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR — Ekki skaltu kvíða því, að hann reynist þér illa, svaraði Bergur. — En hann er heysjúkur, og þess vegna lítur hann ekki vel út, hefur víst ekki verið bandaður fyrr í vor. Og vissulega hafði Bergur rétt að mæla. Ég hafði ekki setið lengi á baki Jarps, er ég fann, að hann var forláta reiðhestur, rennivakur og viljugur, en lét þó svo vel að stjórn, að hverju barni hefði verið óhætt að sitja á honum. í einu orði sagt, ein- hver bezti reiðskjóti, sem ég hef komið á bak. Við komum brátt inn að vatnsþró og út úr oænum, sem þá var svo ógn- arlítill í samanburði við það, sem nú er. Er við komum inn fyrir Lækjar- hvamm, hittum við eitthvað af sam- ferðafólkinu, kaupafólk, sem var að fara austur í Laugardal og Biskups- tunguir, en lestamennimir voru lagðir af stað á undan. Ég varð þess fljótlega vör, að Bakk- us karlinn hafði slegizt með í förina, og einhverjir brugðu sér inn í Bald- urshaga, til þess að fá sér hressingu, en þar var þá greiðasala. Var nú riðið greitt upp unöir Geitháls. Bregður þá svo við, að farið er þar út af vegin- um, og kemur brátt i ljós, að ákveðið er að nátta sig þarna í móunum. Ekkert tjald var með í förinni. Sum- arnóttin var björt, því að himinn var heiður, en þó nokkuð svöl. Við stúlk- urnar, sem vorurn, að mig minnir, 5 talsins, reyndum að hreiðra um okk- ur undir reiðingum og reiðverum, en lítið var um svefnfrið að ræða fram eftir nóttu. Þarna var saman kominn heill hóp- ur manna, og höfðu þeir auðsjáan- Lega ætlað að gera sér verulega glað- an dag. Slíkt var að vísu engin ný- lunda í kaupstaðarferðum, að menn bl'ótuðu Bakkus allfreklega, en í þetta sinn var alveg sérstök ástæða fyrír hendi, því að þjóðin hafði þá sam- þykkt að gera hann landrækan og skyldi aðflutningsbannið ganga í gildi um næstu áramót. Var því ekki seinna vænna að hylla guðinn eftir- minnilega. Var nú heldur en ekki glatt á hjalla. Karlarnir staupuðu sig og minntust við flöskustútana, sungu og hlógu og grétu á víxl, föðm- uðust og xysstust og flugust á í milli, en ekki urðu þó neinar alvarlegar ryskingar. Engin stúlknanna tók þátt í þessari Jörfagleði. — Loks þegar komið var fram að óttu datt allt í dúnalogn. Mér leið' ekki sem bezt. Eg hef alla ævi haft megna óbeit á drykkju- skap — og ég var ung og að mér fannst mjög einmana innan um ein- tómt ókunnugt fólk. Mig langaði mest til að leggja á strok og halda. heim aftur til Reykjavíkur. En ég var svo sem ekki óvön því að fara að heiman til' allra ókunnugra til þess að vinna vera með hest handa mér frá Austur- hlíð. Mér fannst bæði mannsnafnið og bæjarnafnið vera svo óvenjulegt, að mér flaug í hug útilegumaður, þar sem hann stóð í dyrunum, stórvaxinn í mórauðum vaðmálsfötum. — En þetta var allra myndarlegasti maður, og auðvitað flýtti ég mér að fara í reiðfötin, kvaddi móður mína í snatri og steig á bak reiðskjótanum, sem beið mín fyrir utan húsið. Hesturinn var jarpur að lit, fremur lítill, og mér sýndist hann vera magur og ekki sem bezt útlítandi. Hafði ég orð á því við samferðamanninn, er ég var setzt í söðutinn, að ég héldi varla að þessi klár gæti borig mig alla leið austur í Tungur. Þetta var vorið 1914. Eg hafði ráð- ið mig að Austurhlíð í Biskupstung- um, og nú var dagurinn runninn upp. er ég skyldi halda af stað í ferðina. Veturinn hafði verið harður og vorið kal't, en nú var þó komið sum- ar. Það er föstudagur í 12. viku sum- ars. — Eg bíö ferðbúin. Mér var kunn ugt um, að ferðamenn lögðu oft af stað síðari hluta dags úr Reykjavík, þurfa að nota daginn til útréttinga og vildu komast hjá að kaupa beit- arland fyrir hesta sína yfir nóttjma. Mér var nú samt farin að leiðast bið- in, því að dagur var fast að kvöldi kominn, er samferðamaður minn birt ist í dyrunum. Hann kvaðst heita Auðbergur og vera frá Stritlu — og 774 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.