Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 5
við kveðskap. Síðara nám jafrast aldrei á við það að standa þannig á göml'um merg. Og kvæðamennskan er þjóðleg íþrótt, sem ástæðulaust er að henda í glatkistuna. Og þá ríður á framar öðru, að stemmunum sé safnað saman, þeim haldið til haga, kveðnum af fólki, sem kann að kveða. Árlega týnast margar stemmur. Þó er áhugi talsverður enn á kvæða- listinni og í kvæðamannafélaginu Iðunni munu vera um 160 félagar, í Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar um hundrað. Mest er þetta roskið fólfc, en þó kemur alltaf öðru hverju eúi og ein ný sál á fundi félaganna. í vetur kom t. d. til okkar á fund í Iðunni ung stúdína og kvað skemmti- lega eftir sig bráðsnjallar vísur. — Og er þá ekki verið að safna stemmum? — Iðunn hefur ag undanförnu haft smástyrk til þess verks, og það, sem til næst, hefur verið tekið upp og Þjóðminjasafninu afhent kópía af öllum upptökum félagsins. En það þyrfti að gera miklu meira í þessu efni. Við höfum lítig annag en það, sem fengizt hefur með góðu móti hér syðra, en auðvitað þyrfti að gera út skipulagða leiðangra út á land, og til stendur að gera sl'íka herferð. — En þú kannt ekki að dúlla, er það? — Nei, ég kann ekki að dúlla, er það kunni faðir minn hins vega> Guðmundur dúllari kenndi honum þessa sérstöku íþrótt, sem hann hafði fundig upp og hafði einkarétt á. Fað- ir minn dúllaði síðan inn á diktafón- vals og þar mun dúllið vera til, en hins vegar eru eins og er engin tæki til á landinu að spila þennan vals. Það munu vera til nokkrir tugir gam- alla valsa hérlendis, og nú hefur Þjóðminjasafnið gengizt í að reyna að fá þá leikna og flytja innihaldið yfir á aðgengilegri geymslutæki. Guðmundur var mikill vinur patoba, og kom alltaf við hjá honum á ferð- um sínum mill'i landshluta. Þar var hann yfirleitt tekinn og hann baðað- ur og verkuð af honum lúsin. Því kunni hann ekki alltof vel, og ein- hverju sinni var honum bent á, að lúsin væri ekki hluti mannskepnunn- ar, og væri því óþarfi að rækta hana á sér, ekki fæddist hann lúsugur. Þessu svaraði Guðmundur: „Satt er það, manneskjan fæðist ófullkomin. — Guðmundur var lengi að safna sér fyrir legsteinj og kom yfirleitt með einhverja aura í vettlingi og bað pabba ag geyma þá fyrir sig og senda steininn austur í Fl'jótshlíð eftir sig látinn, en þar ætlaði Guðmundur að deyja. Og vig það stóð hann. Einu sinni tók hann sig óvenju skyndilega upp fyrir norðan, fór hratt yfir suður, kom til pabba og sagðist vera á leið austur, og hann skyldi senda stein- inn á eftir sér. Guðmundur andaðist í þessari ferð og steinninn var send- ur austur og stendur þar enn á gröf hans. Sjúður hans sjálfs var þó varla orðinn nægilega mikill fyrir legsteini, en einhverjir hafa hjálpað þar upp á. — Gerði ekki faðir þinn það? — Þag hefur hann varla getað, því að hann var aldrei fjáður. Hann bjó alltaf við fátækt, var listamaður og kunni ekki mikið að fara með pen- inga. En hann átti geysimarga góða vini og það kom honum oft ag liði, þótt honum væri ekki lagið að gera sér mat úr verkum sínum. Fyrsta smíð hans, sem hann seldi, var tafl; mennirnir gerðir úr beini og borðið úr samanfelldum hornflögum, dökk- um og hvítum. Þessi smíð var tveggja ára ígripavinna. Kaupmaður á Akur- eyri sá þetta hjá honum og falað' taflið og bauð fyrir tvær krónin' Pabbi seldi honum þetta á svipstundu og keypti sér tálguhníf fyrir and- virðið. Ég hef frétt ag þetta tafl sé til enn norður á Akureyri, og eigand- anum hefðu verið boðnar tugþúsundir í það, en ekki viljað selja. — Þú manst vel eftir honum, er það ekki? — Þag get ég varla sagt. Hann dó, þegar ég var sjö ára gamall. En þó varð ég mikig var við áhrifin frá honum. Hann hafði verið etnstaklega sterkur persónuleiki og minning hans var mjög lifandi á heimili móður minnar. Þar var haldið í heiðri Hjálm- arsdýrkun mikilli, Bólu-Hjálmars og Hjálmars föður míns. En eftir andlát hans fengum vig að kynnast fátækt- inni allnáið. Móðir mín vildi bjarga sér án sveitarstyrks, og við lifðum aðallega á áhöldum hans, óráðstöf- uðu fílatoeini og óseldum listaverkum. Systkin mín hafa stundum verið að kalsa þag við mig, að ég hljóti að vera aðallega settur saman úr fíla- beini. En verk patoba eru dreifð út um allar jarðir, og sjálfur á ég ekk- ert eftir hann. En ég hef áhuga á að reyna að ná þeim saman til sýningar eftir fimm ár á aldarafmæli hans. Það væri skemmtilegt að geta gerl það og verðugt fyrir minningu hans — Þú hefur þá ekki notig mikillar skólagöngu? — Mig langaði í skóla, mennta- skóla, en þess var enginn kostur. Og fyrsta tilraun mín til skólagöngu fó~ ekki sérlega vel, ég féll upp úr öðr- um bekk verzlunarskólans. Og ég vr kominn yfir tvítugt, þegar ég fór í Kennaraskólann. Síðan hef ég verið kennari víða um_ land, á Patreksfirði, Reykjanesi við ísafjarðardjúp, Siglu firði og norður á Ströndum. Strand- irnar eru minn_ háskóli. Þar hef ég sannreynt, að íslendingar eru ákaf- lega gott fólk, bara maður nái að kynnast þeim. Mest held ég þó að ég hafi lært af dvöl minni í Þingeyjar- sýslu. Eg var í fimm ár á Fjalli, hjá Katli, elzta syni Indriða Þórkelsson- ar. Þangað sótti ég minn þroska og þar finnst mér ég alltaf eiga heima. Indriði var einhver þjóðlegasti snill- ingur, sem vig höfum átt og stórskáld. Á Fjalli var hægt að læra sögu ís- lenzkrar sveitamenningar. Það er geysimikill munur á sveitamenningu og sveitamennsku. Þessir gömlu Þing ! eyingar höfðu að bak sér hugsjón og í trausti hennar gátu þeir gert það og sagt, sem þeir gerðu. Eg man, að ég fór einu sinni með Indriða að sækja fé í svartabyl, og ég man alltaf hve aðdáunarvert æðruleysi hann sýndi, þótt illa gengi. í þessari ferð var hann að skýra fyrir mér, hvað orðið stígandi þýddi, og ég get aldrei síðan hugsað um hann öðru vísi en. sem vaxandi anda. Ljóðlínan Áfram, lengra, ofar, hærra er dæmigerð fyrir hann. Menn eins og hann, hugsuðu sig burt frá öllum hversdagsleika, án þess þó að vanrækja hann, og þótt þeir séu kallaðir alþýðuskáld, eru þeir ekki minni andar en sum lærðu skáldin. — Þú yrkir sjálfur, er það ekki? — Mig dreymdi um að verða skáld, þegar ég var ungur, en þær grillur held ég að séu horfnar núna. En þó þykir mér gaman að vísum og reyni stundum að setja þær saman, en ég gleymi þeim samsetningi jafn- óðum. Eg vd halda í gömlu hagmælsk- una, og nútímaskáldskapur, órímaður, verkar illa á mig. Eg get svo sem leyft þér ag heyra vísu, sem ég setti saman fyrir þremur árum, þegar hernámsandstæðingafundimir voru sem tíðastir um landið, en sumum þóttu Þjóðvarnarmenn Þnir ag sækja þá: Þjóðvarnarflokkur með frjálsri þjóð fundina sækir hvergi. Gils eru horfin hetjuljóð og hreinskilnin klöppuð úr toergi. Annars er ég fúsari til að tala við þig um trúmál en skáldskap. Eg hef verið kaþólikki síðan á barnsaldri og í nokkur ár var ég kórdrengur vestur í Landakoti. Á því lærði ég respekt, lotningu, en það held ég að krakka vanti ósjaldan nú á tímum. Eg held fast í mína trú, en hef enga tilhneig ingu til að þrö’ngva henni upp á aðra; þess vegna gæti ég ekki gerzt heið- ingjatrúboði. En ég held, að íslend- ingar séu ákaflega hneigðir fyrir dul- ræna hluti og þeir leita mikið, eiga í stöðugri sannleiksleit. Og þeir eru margir ákaflega einlægir í sinni trú og um leið frjálslyndir í sinni ein- lægni. KB. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 773

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.