Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 19
ur sett um samskipti við Indíána, og sjaldan eð'a aldrei hafa þær sent réttu mennina á fund þeirra. Iðu- lega hefur það starf verið látið kaup- mönnum eftir, sem enga stjórnmála- hæfileika hafa og stýrast aðeins af eigin hagsmunum, og þar eð þeir eru yfirleitt hinir ómerkilegustu menn, fyrirlíta Indíánarnir þá sem lygara og menn, er sjái ekkert nema eigin gróða“. England stóð engan veginn föstum fótum í Norður-Ameríku um miðja 18. öld. íbúar ensku nýlendnanna voru að vísu mörgum sinnum fleiri en íbúar þeirra frönsku, en sundr- ungin kom í veg fyrir að þeirra yfir- burða gætti. Frökkum tókst einnig að gera bandalög við Indíánaættbálka, og það gerði bvort tveggja í senn, kom í veg íyrir útþenslu brezku ný- lendnanna vestur á bóginn, og ógn- aði byggðunum. sem fyrir voru. Á fyrstu árum samkeppni Breta og Frakka bjuggu írókesaættbálkarnir (bandalag fimm, síðar sex þjóða) á landsvæðinu sunnan St. Lawrence fljóts og vatnanna miklu. Þeir voru hliðhollir Englendingum. Frakkar gerðu ítrekaðar tilraunir til að vmna þá á sitt band, en þær tilraunir mis- tókust. Þá tóku Frakkar til við að vinna landið vestan við land írókesa. Árið 1749 héldu þeir upp með Ohio- fljóti, en með'fram því var stytzta leiðin milli frönsku stöðvanna í Miss- isippidal og í Kanada. Þar settu þetr upp merki á tré og helguðu landið Frakkakonungi, og á hernaðarlega mikilvægum stöðum reistu þeir virki. Þar eins og annars staðar fóru Frakk ar að á þann hátt að sýna Indíánum sem minnstan átroðning. Venja þeirra var sú, að reisa virki og verzlunar- stöðvar inni í landinu, en flytja þang að ekki fólk, og því komust þeir hjá að krefja frumbyggjana um ræktun- arland. Markmið Frakka með sókn- inni upp í Ohiodal var að reyna að reka fleyg milli samstöðu Englend- inga og írókesa, auk þess, sem þeir þurftu á því að halda milli nýlendna sinna. Nú fyrst fóru Englendingar að gera tilraunir til að samræma stefnu sína í tndiánamálum. Brezka ríkis- stjðrnin kallaði saman fund land- stjóra allra norðlægu nýlendnanna og átti sá fundur að semja í nafni konungs vig frókesaþjóðirnar um myndun gagnkvæms varnarbandalags. Ráðstefnan var haldin í júlímánuði árið 1754, en varnarbandalagið var þar lítið rætt, heldur snerust um- ræðurnar um sameiningu allra ný- lendnanna undir eina stjórn, en þó fékkst engin niðurstaða að fullu um það mál. Brezka ríkisstjómin var ekki ánægð með þessa ráðstefnu og tók til eigin ráða. Hún skipaði yfir- mann yfir allan herafla Breta og ný- Indíáni af Apache-kyni í Arizonafylki. lendumanna í nýlendunum. og hún kom á fót tveimur stjómardeildum Indiánamála, þeirri nyrðri og þeirri syð'ri. Hins vegar var hverri nýlendu fyrir sig falið að sjá um verzlunar- málin áfram. Árið 1760 gáfust Frakkar upp i styrjöld vig Englendinga, og skyldu þeir afhenda Englendingum nýlend- ur sínar vestan hafs. Þetta kom mörg um Indíánum mjög á óvart. í Ohio- dalnum höfðu margir ættbálkar verið bandamenn Frakka í meira en öld, og þeir áttu erfitt með ag trúa þv£, að faðir þeirra, Frakkákonungur, hefði samþykkt að yfirgefa landið og láta Englendingum það eftir. Franskir verzlunarmenn, sem voru kyrrir í landinu, létu heldur ekki sitt eftir liggja til að ýta undir tortryggni Indí- ánanna. Sá orðrómur magnaðist sí- fellt, að Er.glcndingar hygðust reka alla Indíána burt af sinum gömlu veiðislóðum og flytja þangað enska bændur í staðinn. Óánægjan jókst enn, þegar í ljós kom, að Indíánar gátu ekki farið til verzlunarstöðva Englendinga og feng ið þar gjafir eðá lán á sama hátt og hægt hafði verið hjá Frökkum. Eink- um voru Englendingar ófúsir á að láta þá fá skotvopn, en Indíánarnir voru orð'nir háðir þeim við veiðar sínar. Og að því kom áður en varði. að þeir sáu, hvað Bretar ætluðust fyrir. Könnuðir og mælingamenn komu yfir fjöllin og á hæla þeim land nemar til að setjast að. Nú var þeim nóg boðið, og út brauzt uppreisn í maí 1763. Hersveitir Indí- ána undir forystu Frakka að nafni Pontiac réðust á öflugasta vigi Eng- lendinga, Detroif. Pontiac hafði ætl- ag sér að koma sfetuliðinu þar á óvart, en Englendingum barst njósn af her- hlaupinu og þeir gátu lokað sig inni T í M 1 N N — SUNNUDAGStíLAÐ 787

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.