Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 13
fluttust að Strjúgsstöðum að nokkr um árum liðnum. Eigandi jarðar- innar, Sveinn Sveinsson, var þar sjálfur húsmaður með hyski sitt, en leigði jarðarafnotin. Og þessir nýju ábúendur berast ekki svo lít- ið á, enda hefur þeim farnazt sæmi lega: Ketill bóndi gerir pall i eirfu stafgólfi baðstofunnar, kostar til þess sjö fjölum og smíðar stiga upp á pallinn. Uppi á pallinum er kom- ið fyrir tveimur rúmum með fið- ursængum, rekkjuvoðum og hæg- indum, og þar á ofan á hann tvenna rekkjustokka með bríkum, sem settir eru ofan á torfbálkana í Strjúgsstaðabaðstofu. Og hér er jafnvel til bæði spegill og bókaskáp ur. í bókaskápnum voru Vídalíns- postilla, Rostokkspostilla, Grallar- inn, Þórðarbænir og Ben^diktssálm ar. — Það andlega, tvípartaða bæna reykelsi, samansett af gömlum sýslumanni Skagfirðinga og líklega fylgifé frá Stafnshóli. Speglinum bregður húsmóðirin unga á loft, þegar hún býst til kirkju, en post- illur og bænareykelsi þéna sálinni til fræðslu. Á palli er standrokkur íslenzkur við sæti húsfreyju, nautshyrning- ar, sem gripið er til, þegar spóna- matur er borinn inn, bak við sperr ur — þar hjá skegghnífur bónda. Meðal matgagna eru þrír diskar o* Érjár skálar, og í búri eru eigi færri en fimm trog, þrjú keröld, tvær tunnur og tveir pottar í eld- húsi. Þá er bóndi ekki síður birg- ur að búsgögnum. Hann á i smiðju og skemmu tvær steinsleggjur, slag hamar, dengsluhamar, klaufhamar, naglbít, tvo hefla, tvær þversagir, dráttarsög, tvær rekur, pál, torf- ristuljá og torfkróka, taðlaupa, þrjá ljái, tvö orf, þrjár hrífur, kláru, átta pör reipa, klyfgögn á fjóra hesta og sextugt færi. Loks getur heimilisfólkið brugðið sér af bæ, án þess að bera kinnroða fyrir reið skapinn — hér eru til fullkomin reiðtygi handa karlmanni, auk kvensöðuls og þófa. Það verður því ekki annað sagt en þeim Katli og Guðrúnu hafi bún azt allvel, þótt þau hafi ómegð nokkra og Guðrún gamla Jónsdótt ir frá Stafnshóli, móðir húsfreyju, sé á þeirra framfæri. Framtiðar- horfurnar eru fremur góðar. III. 1 aldarlok voru börn þau, sem Strjúgsstaðahjón áttu á lífi, orð- in fimm — Guðmundur, Natan, Ket ilríður, Jón og Guðrún, Öll að sjálf- sögðu á ómagaaldri. En nú hefur syrt í álinn. Húsbóndinn hefur tek ið mein mikið og óhugnanlegt í efri vör. Hann veit svo sem, hverju þetta er að kenna. Það var eitt sinn, er hann var sveittur og þyrst ur í sauðaleit, að hann féll fyrir þeirri freistingu að leggjast flatur á lækjarbakka og drekka þar lyst sína af svalandi vatni. En eftir linntl áföllum allt frá bernsku til elii T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 781

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.