Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 11
|fiprii:iMM||i|nui:: H Hökull Or íslenzkri kirkju. I reitnum, sem er í miöjum krossinum, sést heilagur Nikulás kominn til liðs við menn í sjávarháska. mannanna. Þeim og konum þeirra var ætlaður sérstakur staður í kirkjunni, grafreitur rétt við hana og hlutdeild í gjöfum þeim, sem til hennar streymdu. Enn sem fyrr safnaðist rakj að beinunum, enda hafði þeim verið búin djúp gröf undir kirkju- gólfi, og máttur vatnsins reyndist eigi minni en áður. Og nú tóku pílagrímar að flykkjast til' Bárar. Innan skamms barst álrúnaðurinn á heilagan Niku- lás um alla Norðurálfu. Jafnvel ís- lendingar gengu suður alla álfu með staf og skxeppu til þess að vitja hinna helgu dóma í Bár. Við kunn- um að nafngreina Gissur Hallsson í Haukadal, a£a Gissurar Þorvaldsson- ar, og Nikulás ábóta Bergsson á Munkaþverá. Innan tíðar varð helgi heilags Nikulásar svo mikil hér á landi, að honum voru vígðar kirkjur tugum saman, og enn eru til fjögur miðaldakvæði, sem ort voru honum til dýrðar. Eitt þeirra er eftjr Hall Ögmundsson, sem líklega hefur verið prestur á Stað í Steingrímsfirði, og er þar einmitt vikið að hinum helga vökva, er kom af beinum dýrðlings- ins: Veitir drottinn vatn af fótum, en viðsmiör skært til heiðurs og æru af holdi rétt til heilsubótar, hreinust gefst þar lækning meina. Enn eru rótgrónir í tungu okkar málshættir, sem eiga rót sína að rekja til þeirrar dýrðar, sem heilagur Niltfc- lás varpaði á Bár: „Það er ekki hér sem úti í Bár“, og „það er ekki mér í hendi, sem úti er í Bár“. Af öllum erlendum dýrðlingum voru það ein- ungis hin sæla frú, Pétur postuli og Ólafur helgi, er fleiri kirkjur voru helgaðar hérlendis. Meðal þeirra kirkjustaða, sem helgaðir voru heil- ögum Nikulási, má nefna: Bessastaði, Eiða, Skóga, Grenjaðarstað og Odda. Og það væri synd að segja, að trúnni á heilagan Nikulás væri tyllt í íslendinga. Þegar séra Matthías Jochumsson ;ét byggja nýja kirkju í Odda árið 1884, tókst svo til, að hann fékk ekki nema helming þess viðar, er hann hafði beðið um frá útlöndum. Hann fékk þó til viðbótar svo mikinn rekavið af fjörum, að nægði í kirkju- grindina. En þá vantaði efnivið í turninn. Sóknarbörn hans voru samt ekki áhyggjufull, því ag þau kváðu kirkjudraitin hinn helga Nikulás, jafnan vanan að senda húsi sínu næg- an við. Einkum var það meðhjálpari prests, HaUui Pálsson í Hól, er fullyrti, að Oddakirkju hefði aldrei, brugðizt rekaviður, þegar henni lá á, allt síðan á dögum Sæmundar fróða, og kvað hann sér þykja kynlega við bregða, ef Nikulás gleymdj turninum að þessu sinni. Og viti menn: Eitt sinn er séra Matthías var á ferð í Þykkvabæ, heyrði hann feiknleg köll á eftir sér. Var þar kominn maður, er sagði hunum þau tíðindi, að tutt- ug og sex álna langt tré væri rekið á Oddafjöru. Það má mikið vera, ef séra Matthías hefur ekki líka haft nokkra trú á heilögum Nikulási eftir þennan dag. (Europas Kulturhustorie eftir Hartvi Frisch, Skírnir — St. Nikulás og dýrkiln hans eftir Sigfús Blöndal — og Sögukafl'ar af sjálfum mér eftir Matthías Jochumsson). 3 NÆS7A BLAÐI: l ■Frásögn af því, er svarti-n ■dauíii dundi yfir NorÖur-" “álfu um ir,iÖbik fjórtándu" aaldar og stráfelldi svoB ■fólkiÖ, aÖ kóngarnir urÖua ■jafnvel atf gera Klé á® “styrjöldum sínum. Þá" Bgekk flest úr skorftum, þvíH aa'Ö fólk brást á margvís-e ■legan hátt við ótítfindun-" Jjjum — flestir hugÖu" Hheimsendi í nánd. ■ T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 779

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.