Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 3
aðilar samtímis, hve mikill fjársjóður hug- mynda var hér fólgmn. Gullsmiðir, húsaskreyt- ingamenn og skurðmeistarar tóku allt í einu að keppast um að nota hinar margvíslegu blómaskreytingar, og pc ekki sízt þeir, sem máluðum myndir á skrautker ýmiss konar og postulínsdiska. Myndskreyttar bækur grasa- fræðinga og garðyrkjumanna hafa vafalaust átt mikinn þátt í þessu En hér kom líka a.mað til. í Kína og Japan höfðu blómin lengi átt miklu meiri ítök með- al fólks heldur en 1 Norðurálfu. Þar var postu- línsgerð á háu stigi og sJíkar -skreytingar höfðu verið þar í margar aldir í hávegum hafðar. Þegar hið fyrsta myndskreytta postulin barst til Norðurálfu austan frá Kína á fimmtándu öld, hafa menn undrazt stórum þvílíka dýr- gripi, og með tímanum iærðu menn að til- einka sér þessa my.idgerð og fella hana í þann farveg, sem henni va.- eðlilegur í nýju um- hverfi, þótt um skeið væri hún algerlega í austurlenzkum stíl. Gátu hinir evrópsku skreyt- ingamenn gengið svo langt, á meðan þeir voru að finna sjálfa sig, að þeir merktu verk sín Kínverjanum Hsú Hsí, sem uppi var á tíundu öld. En ef til vill cr það þó líka bending um. að ekkert af þessu tagi hafi þá þótt verulega eftirsóknarvert, nema það væri austurlenzkt. En smám saman unnu hinir evrópsku skreyt- ingamenn sér álit, og við það óx sjálfstraust þeirra. og að lokum urðu ýmsar borgir í Hol- landi, Frakklandi og Þýzkalandi nafnkunnar af verkum þeirra. Ker og diskar, sem enn eru til frá þessum tíma, eru nú dýrmætir safngripir víða um l'.eim. Þýzkt lelrker, málað af Abraham Helmback i Regensborg um 1690. Blómamyndlrnar sóttar i garðyrkjubók frá þeim tima, en myndln i hringnum er af þvi, er englillnn kom tll Hagar hinnar egypzku, sem Abraham rak frá sér, þegar Sara 61 fsak, sótt i 21. kafla Mósebókar. 77! T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.