Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 18
sem tekið væri upp frá framandi menningu, og innra lífs fólksii.-i sjálfs. Niðurstaðan var sú, að miklar lík- ur voru taldar benda í þá átt, að á öllum þeim stigum aðlögunar, sem rannsökuð hefðu verið, mætti greina kjarna sálfræðilegra einkenna. sem væru nægilega greinileg til þess, að þekkja mætti Ojibwa-Indíána hvar sem væri, hvaða fötum, sem hann klæddist, hvert, sem starf hans væri, hvort sem hann væri enskumælandi eða ekki, og an tillits til blóðblönd- unar. Þessi niðurstaða hefur verið skýrð á þá leið, að „þótt menning hafi orðið fyrir talsverðum breyt- ingum á ytra borðinu, getur hún eft- ir sem áður lifað áfram innra með fólki og komið fram í hugsimarhætti þess, markmiðum og vonum“. Þá styrkir það enn lífsþrótt menn- ingar Indíána, að þeir lifa áfram í landi feðra sinna. á sérstökum land- svæðum, sem þeim einum eru úthlut uð. Þag land hefur þó sífellt farið rýmandi á nmliðnum öldum, og marg háttuðum aðferðum hefur verið beitt til þess að ná landi úr höndum þeirra. Er sú saga öll hin fróðlegasta og verður stiklag nokkuð á henni hér á eftir. II. Þegar Evrópumenn byrjuðu að setj ast að vestan hafs höfðu þeir ýmis vandamál við að etja. Þeir þurftu að ná landinu á sitt vald og verja það gegn frumbyggjunum og öðrum Evrópuþjóðum. Hreinlegasta lausnin var auðvitað sú að útrýma Indíánun- um með öllu, og það reyndu Spán- verjar sums staðar á fyrstu árum landnáms síns. Fyrsta verulega mið- stöð þeirra vestan hafs var á Haiti, og þar féll tala Indíána úr um 200.000 í 29.000 á árunum 1492—1514. En þessi aðferð var ekki talin æski leg. Páfinn hélt því fram, ag fyrir öðru ætti að ganga, ag snúa Indíán- unum til kristlnnar trúar, og árið 1542 voru samþykkt fyrstu Indíána- lög Spánverja. f þeim var svo kveðið á, að Indíánar væru frjálsir menn og lénsmenn krúnunnar, málaferli milli þeirra ættu að fara fram samkvæmt siðum þeirra og venjum, og frá þeim mætti ekkert taka, nema í heiðarleg- um viðskiptum. Þessi lög voru stað- festing úrskurða og dóma, sem áður höfðu gengið um þessi mál. Spánverj- ar voru þannig fyrsta nýlenduþjóðin til að viðurkenna rétt Indíána til lands síns og tóku þá undir vernd krúnunnar. Englendingar fóru öðru vísi að. — Þegar ensk yfirvöld gáfu verzlunar- félögum leyfisbréf til ag nema land í Virginíu og Nýja-Englandi. voru frumbyggjar þessara landa ekki nefndir á nafn. Englandskonungur úthlutaði landinu, eins og hann ætti það, og lét landnemana sjálfa um að ráða fram úr þeim vanda að ákveða, hvernig fara skyldi að Indíánunum. Þetta afskiþtaleysi leiddi til þess, að hver nýlenda fyrir sig hafði sinn hátt á og rak sína sérstöku Indíánastefnu. Af þessu skapaðist ruglingur og ring- ulreig og margvíslegar hættur fyrir nýlendurnar, en langan tíma tók að fá stefnuna samræmda. Yfirleitt viðurkenndu nýlendurnar þó, að Indíánarnir ættu landið. Þessi viðurkenning var stundum rökstudd með kenningum um siðferðilegan rétt eða náttúrurétí, en stundum stafaði hún ekki af öðru en löngun til að sleppa við að verða höfuðleðurfleg- inn. Landnemarnir, sem komu að Ply- mouth árið 1620, þurftu ekki að taka afstöðu til þessa í fyrstu. Þeir komu að óbyggðJ landi, því að fyrir fáein- um árum höfðu íbúarnir á þessum slóðum strafallið úr skarlatssótt. En síðan bætta þeir við sig landi með samningum og kaupum. Aðrar nýlend ur beittu svipuðum aðferðum, og í bréf um, sem verzlunarfélögin gáfu út til manna sinna. er yfirleitt skýrt tek- ið fram, að varast beri, að óvingast við þá innfæddu, og þeim verði að sýna fyllsta réttlæti í viðskiptum. — Hollendingar, sem áttu ekki langan aldur sem nýlenduþjóð í Vesturheimi, lögðu megináherzlu á verzlun og gættu þess eftir megni ag forðast á- rekstra við frumbyggjana. Þeir borg- uðu skilvíslega fyrir það land, sem þeir keyptu, og héldu nákvæma reikn inga yfir öll viðskipti sín við Indíána. Fyrsta verulega eign þeirra var Man hattaneyja, sem þeir keyptu fyrir sextíu gyllini eða nálægt 39 dollara eftir núverandi silfurgengi. Nýlendurnar settu yfirleitt reglur um samskipti sín við frumbyggjana, einkum um aðferðir við ag komast yfir land þeirra, en þessar reglur voru breytilegar eftir nýlendum. Venjulegasta ákvæðið var að menn mættu ekki leggja undir sig Indíána- land, nema með samþykki nýlendu- stjórnarinnar og að undangengnum samninguin við frumbyggjana, sem voru viðurkenndir réttir landeigend- ur. En þótt jafnan væru lagðar þung- ar refsingar vig brotum á þessum reglum, reyndist erfitt að framfylgja þeim. Alltaf voru til menn, sem færðu byggð sína lengra inn í land- ið, inn á yfirráðasvæði Indíána, og það voru þessir menn sem áttu drjúga sök á þeim árekstrum, sem urðu milli landnema og Indíána á þessum árum. Aðrir óróavaldar voru verzlunar- mennirnir. Nýlendurnar settu yfir- leitt ekki neinar fastar reglur um verzlun vig Indíána og þær, sem það gert, höfðu slælegt eftirlit með því að farið væri að reglunum. Kaup- mennirnir reyndu eftir megni að fé- fletta Indíánana og beittu til þess ýmsum brögðum, ekki sízt brenni- víni. Margir Indíánaættbálkar á þess- um árum hefð'u getað tekig undir kvartanir talsmanns írókesa árið 1774: „Nýlendurnar hafa ekki gert neitt og verzlunin hefur öll lent á ringulreið, af því að kaupmennirnir hafa fengið að haga sér að eigin geð- þótta og gróðalöngun, og þeir hafa elt þjóð okkar til veiðistöðvanna með varning og atengi“. Kvartanir af þessu tagi heyrðust fram eftir allri öldinni, og stundum er því bætt við, að „helzta ástæða allra sorga okkar er sú, að hvítir menn eru á meðal okkar“. Samtakaleysi nýlendnanna brezku og skortur á samræmdri stefnu og aðgerðum í Indiánamáíum ýtti ekki aðeins undir árekstra við Indíána og stefndi þannig tilveru einstakra ný- lendna í hættu. Frakkar voru á þess- um tíma mjög ag seilast til áhrifa í Norður-Ameríku og höfðu komið sér upp nýlendum upp með St. Lawrenre fljóti i Kanada og með fram Missis- ippi. Sundrung brezku nýlendnanna gerði samkeppnisafstöðu Breta gagn- vart Frökkum slæma, og þetta gerðu margir sér ljóst, en enginn virtist þó geta ráðið' á því nokkra bót. Eink- um blasti þessi staðreynd við þeim mönnum, sem mest samskipti höfðu við Indíána. Árið 1756 skipaði brezka stjórnin Edmond Atkin erindreka sinn meðal Indíána í suðurhluta landsins. Fyrir útnefninguna samdi hann skýrslu um ástandig og lagð'i á ráð- in um aðgerðir. í þeirri skýrslu sagði hann meðal annars: ,.Þýðing Indíánanna er nú almennt vituð og viðurkennd. Á því leikur eng inn efi, að velmegun nýlendna vorra stendur og fellur með áhrifum vor- um og vinsældum meðal þeirra. Séu þeir oss vinveittir, eru þeir ódýrasti og öflugasti '••arnarmúrinn, sem við getum haft umhverfis eignir vorar; séu þeir fjandsamlegir, geta þeir með ránum sínum og hernaði gert þess- ar eignir nær gagnslausar, og vér fáum ekki rönd við reist“. Síðan varar Atkin við auknum á- hrifum Frakka meðal frumbyggjanna, og ástæður þess, að Frökkum hafi orðið mikiu meira ágengt en Englend- ngum, telur hann einkum þrjár: 1) Frakkar hafi skipulagt eftirlit með verzlun og viðskiptum, 2) þeir noti æfða menn og reynda til að fást við Indíánana, og 3) þeir hafi ekki nema eitt markmið, að efla hag Frakklands. Og enn heldur hann áfram: „Frakkar hafa samkvæmt þessu kennt Indíán- um að líta a nýlendur vorar sem mörg óhág lönd, er komi hvert öðru ekk- ert við. Þess vegna hefur þag hent, ■að Indíánar hafi staðið í vináttu við eina þeirra nýlendnanna, en um leið komiff fram sem f jandmenn annarrar. Sumar nýlendnanna hafa engar regl- 786 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.