Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 10
en síðan tóku komumenn að spyrja fjóra gríska munka, sem þarna héld- ust við, hvar gröf heilags Nikulásar væri. Munkarnir voru með öllu grun- lausir. Þeir sögðu gestum sínum allt af létta og létu jafnvel vatn úr gröf- inni drjúpa í lítið ker til þess að gefa þeim. En þegar hér var komið, breytt ist viðmót sæfaranna. „Við erum sendir af páfanum til þess að sækja hinn heilaga líkama. Verðið skiptir engu máli. Við bjóðum hundrað gulldúkata af hverju skipi“. Við þetta urðu munkarnir ótta- slegnir. Þeir vildu alls ekki selja bein Nikulásar og mótmæltu hástöfum, en ítalirnir skóku vopn og slógu hring um þá fyrir utan kirkjuna. Prestarnir tveir fóru síðan með nokkra menn að gröfinni. Þag var komið að kvöldi, og þurfti þvi að haia hraðan á. Eigi að síður sungu prestarnir fyrst nokkra sálma. En líklega hafa þeir fundið undir niðri, að þag var ekki nein helgi- athöfn, er þeir voru í þann veginn að fremja, því að söngurinn fór í handaskolum. Svo er að skilja, að þeir hafi verið að því komnir að guggna. En þá gerðist óvænt atvik. Kerið litla, sem hið helga vatn var í, valt um og féll niður á gólfið. Og sjá: Það brotnaði ekki. Á Samri stundu þóttust grafarræningjarnir hér skilja, að heilagur Nikulás væri þeim náðugur og liti til þeirra með velvilja. Sterklegur sjómaður, Matt- hías að nafni, mundaði járnkylfu og sundrað; flísunum á gólfinu. Undir þeim voru múrsteinar, sem þeir rifu upp með haka, og kom þá í ljós hvít steinkista. Matthías braut lokið með járnkylfunni, og steig þá upp úr kist- unni dásamleg angan, sem fyllti alla sælli gleði. Sjómaðurinn rak hönd- ina undir brotið lokig og fann þegar fyrir sér hin helgu bein, sem þeir voru að leita að. Hann tók þau upp, kögg- ul eftir köggul, kyssti þau og rétti þau félögum sínum. Höfuðkúpan fannst þó ekki fyrst í stað, og olli það ítölunum miklum vonbrigðúm. Þá stökk sjómaðurinn niður í kist- una og þreifaði fyrir sér með höndum og fótum í vatninu, sem í henni var. Síðan voru beinin sveipuð kyrtli prestsins Grimóalds og borin til strandar vio sáimasöng. Altarismynd, sem þeir ætluðu einnig að hafa á brott með sér, náðu þeir ekki niður, og af því drógu þeir þá ályktun, að það væri vilji heilags Nikulásar, að sókn- arbörn hans héldu einhverju eftir. Fólk, sem leitað hafði aftur á forn- ar slóðir eftir eyðingu borgarinnar, stóð í hópum við kirkjuna og barmaði sér sáran. Elti það gestina með kveini og harmatölum niður á ströndina. En komumenn gáfu því engan gaum. Þegar ílytja atti beinin fram á skip- in, reis upp deila. Beinin höfðu nú verið látin í lítinn kút og hlúð að þeim með hvítum dúki, og nú vildu allar skipshafnirnar fá kútinn á sitt skip. Það varð ofan á, að skip það, sem Matthías var á, fékk kútinn, því að hann þótti hafa gengið bezt fram. Síðan var siglt brott. Nú vildi svo til, ag skipin hrepptu hvassan mótvind austan við Ródos. Við það setti mikinn ugg að Bárar- mönnum, enda var heilagur Nikulás einmitt verndardýrðlingur sæfara. Kom upp ný deila þeirra á meðal, og má láta sér detta í hug, að sumum hafj þótt tryggast, að beinunum yrði skilað. Loks hljóp einn mannanna upp og mælti; „Við fáum ekki byr, fyrr en allir vinna eið að því, að þeir hafi engu beini hnuplað". Það sást glöggt, ag nú varð sumum ekki um sel. Innan stundar tóku nið- urlútir og undirfurðulegir menn að draga bein upp úr pússi sínu. Einn kom með tvær tennur og fáeina fing- urköggl'a, annar dró rennvotan kögg- ul upp úr pyngju sinni, og fleiri voru þeir, sem ekki höfðu alls kostar hreina samvizku. En þegar allir höfðu skilað því, er þeir höfðu stolið af beinunum, snerist vindur til hafjstæðr ar áttar, og laugardaginn 8. maí kom skipið að landi í San Giorgio, skammt suðaustan við Bár, eftir tuttugu daga siglingu. Brátt vitnaðist, að þetta skip flutti dýran farm ag landi. Fólk tók þegar að þyrpast saman á ströndinni. Og næsta movgun sigldi skipið inn á höfnina. En nú var ekki annað eftir en ráða því til' lykta, hvar beinin skyldu varð- veitt. Sjómennirnir höfðu stofnað meg sér gildi til heiðurs heilögum Nikulási, og vildi ekki heyra annað nefnt en að þau yrðu flutt í kirkju skammt frá höfninni. Úrsó erki- biskupi þótti aftur á móti einsýnt, að dómkirkjan hreppti beinin, enda mátti vænta af þeim mikilla tekna. Ábótinn i hafnarklaustrinu, Elías, mikill atorkumaður, lagðist á sveif með sjómönnunum, og voru beinin látin í tréskrín og fengin honum í hendur. Erkibiskupinn hafði ekki verig í borginni, þegar skipið kom. En hann hraðaði sér heimleiðis jafnskjótt og hann spurði tíðindin. Kom hann til Bárar að kvöldi mánudagsins og fór þá þegar niður í klaustur Benedikts- munkanna við höfnina. Var erindi hans hvort tveggja í senn, að gera bæn sína hjá hinum helga dómi og hlutast til um, að dó'mkirkjan og erki- biskupsstóllinn hrepptu fenginn. Það má auðveldlega ímynda sér prelátana tvo, krjúpandi við skrínig — erki- biskupinn staðráðinn í að knýja fram vilja sinn — ábótann öðrum þræði auðmjúkan cg hlýðinn yfirboðara sínum, en þó varkáran, tortrygginn og þéttan fyrir. Meðan þeir biðjast fyrir, hópast háværir sjómenn að klaustrinu, og áður en varir eru þeir farnir að berjast við vopnað fylgdar- lið erkibiskupsins. Að lokum er þó skrínið borið út um bakdyr klausturs- ins og sett á uxakerru. Prestar og kennimenn taka að syngja, en allt í kring gl.ymja hróp og köll reiðra manna. Uxarnir tryllast við þessa háreysti alla og hlaupa þvert úr leið, án þess að við verði ráðið. Þeir stað- næmast ag síðustu á ströndinni. Og raunar voru það þeir, sem leiddu deil- una til lykta, því að það varð um síðir sammæli allra að reisa heilögum Nikulási nýja kirkju á þeim stað, þar sem uxarnir nárrtu staðar. Elias ábóti, sem síðar varð erkibiskup, samdi kirkjunni stofnskrá og gætti þess, að vel yrði séð fyrir hlut sjó- Bssilíka heilags Nikulásar í Bár. 778 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.